Guðbjartur slítur í sundur friðinn

Launahækkun til forstjóra Landsspítalans upp á 450 þúsund krónur á mánuði er löðrungur framan í þjóðina. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra slítur í sundur friðinn á atvinnumarkaði með fáheyrðu dómgreindarleysi.

Það er aðeins ein lausn í þessu mál og það er afturköllun launahækkunarinnar.

Einnig væri við hæfi væri að ráðherra bæðist afsökunar á dómgreindarbresti. En við skulum samt ekki fara fram úr okkur í óskhyggju: síðan hvenær baðst ráðherra afsökunar á axarskafti? 


mbl.is Laun hækkuð en ekki hægt að endurnýja tæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velferðarráðherra lítur greinilega svo á að velferð byggist á innbyrðis samkeppni en ekki á framgangi sameiginlegra hagsmunamála.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 11:19

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

GHengur Guðbjartur ekki á öllum.

Þetta verður vatn á myllu stjórnarandstöðunnar..

Óskar Guðmundsson, 7.9.2012 kl. 11:54

3 identicon

Ég held að menn seu ekki að sjá plottið í þessu.  ASí með Gylfa Arnbj. í forystu ákvað í samráði við ríkisstjórnina að halda kjarabótum í lágmarki næstu árin   til að gera áhrif kreppunar sem mest á meðal launafólks. Así krafðist t.d. þess af félögum sínum að þau færu einungis fram á 2-21/2 % launahækkanir í síðustu samningum en  félögunum tókst að pota því aðeins uppá við. Nú sjá stjórnvöld fram á kosningar sem gætu farið ílla fyrir þau. AsÍ er búið að banna félögum sínum að krefjast launaleiðréttinga fyrr en eftir kosningar, því ef önnur stjórn komist til valda þurfi að vera hægt að beita vinnumarkaðinum til hins ýtrasta í baráttunni gegn þeim   þessi hækkun er hluti af því plotti. TIL að magna  upp óánægju launafólks. Vitiði til, það kemur ekkert nema uppblásið píp til heimabrúks frá samtökum launþega um þetta mál

samúel sigurjónsson (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 12:28

4 identicon

Eru allir ríkisforstjórar með aukastörf? Þessi launahækkun kemur kjararáði ekkert við því þetta eru greiðslur fyrir læknastörf í fritíma sem greinilega er ríflegur

Fær Páll útvarpsstjóri aukagreiðslur fyrir fréttlestur varla er hann alltaf á skjánum vegna þess að honum leiðist að vera heima.

Þessir menn hafa greinilega ekki nóg að gera í sínu "aðal" starfi

Grímur (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 12:35

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mikið er þessi yfirlæknir Landspítalans siðblindur/sjúkur.

Hver vill láta svona gráðugan og siðblindan/siðbrenglaðan lækni koma nálægt sér með þennan dauðlega niðurskurðar-hníf sinn?

Hvað varð um hinn eiðsvarna lækna-diplómat yfirlæknisins "ómissandi"?

Hvar eru reglur og lög vinnueftirlitsins á Íslandi? Í siðuðum löndum á að vera bannað að vinna of mikið, og ekki síst í heilbrigðiskerfinu þar sem ofálag/þreyta getur kostað mannslíf og heilsu. Eru heilsa og mannslíf sjúklinga einskis metin hjá sumum hátækni-læknum?

Er ekki réttast fyrir alla, sem enn geta, að flýja land frekar en að lenda undir mútu-niðurskurðar-sveðju  YFIR-mafíunnar á Íslandi? Spillingin fer bara versnandi, og nógu slæm var hún fyrir bankaránið 2008!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.9.2012 kl. 13:09

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvar heyrði ég bráðabirgðaviðmið framfærsluvísitölu 43 eða45.þús pr, mán. var mig að dreyma, að þau hefðu lækkað samkvæmt útreikningi Guðbjarts,annað hvort er ég að ruglast eða Guðbjartur ( : kannski bæði ,eða við öll.

Helga Kristjánsdóttir, 7.9.2012 kl. 13:20

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Framfærsla miðað við einstakling!!!

Helga Kristjánsdóttir, 7.9.2012 kl. 13:21

8 identicon

Skátinn á auðvitað að segja af sér.

Það gengur ekki að dómgreindarlaust fífl beri ábyrgð á rekstri langstærsta ráðuneytisins.

Hann á heima í stuttbuxunum í Úlfljótsdal.

Rósa (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 14:44

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvað með Saxa-lækni, sem hefur siðferðis-geð í sér til að taka á móti svona óréttlátri launahækkun í miðjum niðurskurði?

Er ekki kominn tími til að svona yfir-"höfðingjar" í stjórnsýslunni, eins og þessi landspítala-Saxi-læknir taki einhverja siðferðislega ábyrgð á sínum mútu-ofurlaunum? Siðferði þessa læknis er svo sannarlega komið í mínus. Þar fór hans ferill og færni í ruslflokk.

Það væri landhreinsun að losna við svona mútuþega, en ekki vil ég almenningi í Svíþjóð svo illt að fá þennan siðleysingja á framfærslu heiðarlegra skattborgara þar í landi.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.9.2012 kl. 20:20

10 Smámynd: Elle_

Algerlega fráleitt og ógeðfellt að vera að gera lækninn að grýlu og kalla hann mútuþega, siðblindan og sjúkan og tala um dauðlegan hníf hans.  Stóra málið er að læknar hafa flúið land í stórum stíl.

Elle_, 7.9.2012 kl. 21:10

11 identicon

Það er auðvitað hárrétt og kjarni máls sem ELLE segir hér.

Velferðarstjórnin hefur sett sér það  sérstaka markmið að hrekja lækna úr landi.

Vitfirringarnir í kringum Jóhönnu Gömlu hafa séð um það.

Núna er mikilvægast að eyða peningum skattborgara til þess að bjarga íslenskum eiturlyfjasmyglurum úr erlendum fangelsum.

Svo borgum við þeim sanngirnisbætur fyrir að vera glæpamenn og aumingjar.

Þetta er velferð Jóhönnu og hinna vitfirringanna.

Rósa (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 21:18

12 Smámynd: Elle_

Hrikalegt bara að lesa hvað er ráðist á lækninn.   Hvað hafa forstjórar spítala og lærðir læknar í venjulegum löndum?  Þú, Anna Sigríður, ættir frekar að vera að ráðast á stjórnvöld og minni þig á að Guðbjartur Hannesson var ein stærsta jarðýtan fyrir nauðunginni ICESAVE.

Elle_, 7.9.2012 kl. 21:27

13 identicon

Elle

þú mættir stundum gagnrýna opinbera embættismenn og ríkisforstjóra líka!

Björn Zoega er vitaskuld gráðugur ríkisforstjóri, sem vill fara í byggingu hátæknisjúkrahúss, en viðurkennir að ekki sé til fé til nauðsynlegra endurnýjunar tækja til krabbameinsmeðferðar.  Þá hótar hann að fara af landi brott ef hann fái ekki 5, 4 milljónir í launahækkun.

Auðvitað vill ekki Gutti og samFylkingin missa svo dugelgan talsmann hátæknisjúkrahússins sem Björn Zoega hefur verið.  "Name the price Mr. Zoega".  Þetta er megin sagan Elle mín.  BZ er agítator fyrir hönd stórverktaka banka-helferðarstjórnar Jóhönnu Sig. og Steingríms J

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 02:02

14 identicon

450.000 x 12 mán gera 5. 4 milljónir á ári.  Bara í auka-bónus, því BZ veit að Gutti og helferðarstjórnin vill hafa hann áfram í samfylkta makkinu með stórverktökum fjármálastofnanna til að skuldsetja börn og barnabörn hinna deyjandi feðra og mæðra, meðan á framkvæmdum við 200.000 fermetra stækkun núverandi landspítala stendur.  Þá verða engir fjármunir til endurnýjunar tækja, en BZ hefur tryggt sér blússandi bankastjóra og skilanefnda laun um aldur sinn allan. 

Og þér finnst að ekki megi anda á þennan mann, Björn Zoega, ríkis-nómenklatúru-forstjóra, Elle????

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 02:13

15 identicon

Um Gutta er óþarfi að fjalla um í löngu máli. 

Hann er draumaprins Jóhönnu Sig..  Meira þarf ekki að segja um hvursu getulaus sá maður er, nema með víbratórinn ... í steyðu-froðuna fyrir hönd stórverktaka banka-helferðarinnar.

Þetta eru tækni-kratar dauðans ... dauðans á berlínskum skriðbeltum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 02:20

16 identicon

Sammála Elle. Auðvitað á áherslan að vera á stjórnina sem deilir og drottnar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 09:27

17 Smámynd: Elle_

Að draga lækninn niður í forina og tala um dauðlegan hníf hans er ekki sama og gagnrýni á embættismenn og stjórnmálamenn.  En Pétur getur varið það óverjanlega ef hann endilega vill.  Ekki get ég að vísu ekki sagt neinum hvað ´ætti´ að gagnrýna og játa að það var rangt orð en það mætti frekar gagnrýna Guðbjart en lækninn.  Það er líka gríðarlegt tap að missa lækna úr landinu og bara 1 lækni.  Við höfum nú misst hundruði lækna.  Takk Elín.

Elle_, 8.9.2012 kl. 09:49

18 identicon

Vitaskuld er það í sjálfu sér rétt hjá Elínu að helferðarstjórnin ber hina formlegu ábyrgð.  Það er jú Gutti sem samþykkir möglunarlaust kröfu BZ.

Mín viðbrögð snerust helst um það að Elle skrifaði um hvað "ætti", "mætti" gagnrýna.  Elle, sú skelegga baráttukona gegn Icesave (Deutsche Bank, ESB og þá væntanlega einnig gegn því að í nafni LSH verði ráðist í tröllvaxnar framkvæmdir og þær boðnar út á evrópska efnahagssvæðinu) hefur viðurkennt það að hún fór þar nokkuð geyst.  Takk Elle.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 15:18

19 identicon

Ps.  Ég var ekki að skrifa um lækninn, heldur ríkisforstjórann, BZ.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 15:21

20 Smámynd: Elle_

Pétur sagði ekki neitt um ´mætti´ eða ´ætti´ orðalagið mitt að ofanverðu en ég sjálf var að benda á orðalagið.  Og var ekki að samþykkja gagnrýni Péturs um að mér ´finndist að ekki mætti anda á þennan mann´.

Elle_, 8.9.2012 kl. 15:37

21 identicon

Það "má" sem sagt anda á heilagleikann, ríkisforstjórann, BZ?

Með 15 föld lægstu laun, nú vorum tímum "vinstri" helferðarinnar.

Það má sem sagt anda á heilagleikann Elle?  Takk fyrir það.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 16:15

22 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk Pétur Örn Björnsson, fyrir að bæta við því sem ég átti eftir að segja um þetta dauða-hátækni "sjúkrahús" ESB-forstjóranna á Íslandi. Hlutverk Saxa-læknis-Zoega í þessu tilrauna-"sjúkrahúsi" er ljóst, öllum sem hugsa óháð, sjálfstætt og réttlátt.

Sumir neita að horfast í augu við staðreyndir heildarmyndarinnar hryllilegu, í spilltri stjórnsýslu þessa lands. Það er skiljanlegt. Því einokun stjórnsýslu-mafíunnar á ríkisfjölmiðlum, og árásir forstöðumanna spillingarinnar á Íslandi, á alla sem andmæla óréttlætinu, hafa fengið að dafna og láta illt af sér leiða í áratugi.

Stjórnarskráin og lögin hafa ekkert að segja fyrir almenning, gegn þessari dómara-forstjóra-mafíu á Íslandi! Ekki einu sinni lögreglan getur stoppað þessa mafíu. Eina leiðin er að almenningur (hver og einn á sína eigin ábyrgð) neiti að láta draga sig að aftökugálga lífeyriskerfis-bankastjórnsýslunnar siðblindu og spilltu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.9.2012 kl. 16:20

23 identicon

En ég mæli nú með því Elle mín að við förum að ráðum Elínar, að við látum ekki "vinstri" helferðarstjórnina deila og drottna yfir okkur, með ma. sínum ríkisforstjórum. 

Segi ég því upp á fornan hátt:  Pax vobiscum Elle mín kæra Ericson.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 16:22

24 Smámynd: Elle_

Pétur mætti lesa aftur það sem ég skrifaði að ofan.  En ég var að gagnrýna að RÁÐIST væri á lækninn, hann niðurníddur niður í svaðið og talað um dauðlegan hníf hans.  En gagnrýndi aldrei að hann væri gagnrýndur.  Og bætti við að frekar ætti að RÁÐAST á stjórnvöld.  Í guðanna bænum leggðu mér ekki orð í munn.  Fyrirfram þakkir.

Elle_, 8.9.2012 kl. 16:28

25 identicon

Sammála þér  Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.9.2012 kl. 16:20

Kerfið er rotið, allt ríkis-valda-kerfi- er rotið, en það er þægilegast að hengja bara einn messa-gutta hausfrau Johanna ofan af Skaga fyrir það, eða hvað? 

Kannski sameinast hið ágætasta fólk, sosum, í stíl Þóru um að setja blinda augað á kíkinn og að hér sé allt yndislegt og dásamlegt, nema kannski einn "snærisþjófur" á Rein? 

Hvenær glymur Íslandsklukkan þessari guðsvoluðu þjóð, sem í gegnum aldirnar hefur látið embættismannahyski valdníða sig?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 16:36

26 identicon

Elle_, 8.9.2012 kl. 16:28

Með fyrirfram þakklæti, sömuleiðis, Elle mín:-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 16:42

27 identicon

Framfærsluviðmið "vinstri" helferðarinnar er um 300 þúsund, en enn eru lægstu laun og bætur um 180 þúsund. 

Ríkisforstjórinn og ráðherrann sem samþykkir launahækkun hans upp í rúmlega 15-föld lægstu laun eru, að mínu mati, báðir siðspilltir menn í sjálftöku úr ríkissjóði, sjóði 1, sjóði okkar allra.

Þeir skuldsetja land og þjóð á vonarvöl og neita ætíð að axla ábyrgð gjörða sinna og siðspillingar.  Sami viðbjóðurinn og fyrir hrun hefur endurreist sig í nafni skinhelgrar hræsni, sem nú er kennd við gegnsæi, skjaldborg um heimili landsins og norræna velferð. 

Hvað segir læknirinn, hvað segir maðurinn BZ um það?  Ecce Homo.  Sjáið manninn.  Engin verk eru gjörð, án mannlegs vilja.  Spurt er um vilja mannsins.  Þjónar ekki hönd hans vilja hans, líkt og annarra manna????  Hér áður fyrr hugsuðu læknar fyrst og fremst um að lækna og líkna.  Einn þeirra skrifaði æfisögu sína sem hét því lítilláta nafni "Lífið er dásamlegt".  Bók hans hét ekki "Laun mín eru dásamleg".

Hvað varð af opinberum starfsmönnum, sem "civil servants"????

Þvílík öfurgmælavísa sem allt ríkis-valda-kerfið er, samansúrrað með sjálfskammtandi sérhagsmunaðilum og stórverktökum innlendra og erlendra hrægamma og erlendra vogunarsjóða.  Opinbera ríkis-verð-tryggða blóðsjúgandi lífeyris- og launa stóðið stígur fram og stóðið samstendur af körlum sem umbreytast í kentára og kerlingum sem umbreytast í bakkynjur.

Grískur harmleikur, enn og aftur.  Enda-lok harmleiksins eru kaþarsis; vonandi viknar þá stóðið, karlar og kerlingar þess. 

Eða verður harmleiknum umbreytt af stóðinu í villtasta absúrd drama eða bullandi ruglað heilsubælið í gerfi hverfi nakta keisarans og hirðarinnar í eilífðar tossa-hringdansi við hringbraut sína, líkast stjörnum sem telja sig fylgja guðdómlegu hring-sóli og vera ofar og langtum æðra almenningi????  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 17:23

28 identicon

Að lokum vil ég minna á eftirfarandi og í því samhengi að árslaun eins ríkisforstjóra, BZ, forstjóra við Hringbraut hátæknivaðalsins hjá LSH, eru nú orðin um 30 milljónir:

Víða út um land hefur verið skorið niður árlega um litlar 30 milljónir á hverjum stað (td. á Húsavík og á Sauðárkróki). Sá niðurskurður hefur þó valdið gríðarlegum vanda (ma. lokun deilda) þar. Heilbrigðiskerfið víða út um land er nú þegar komið að þolmörkum vegna niðurskurðar þar. Þetta er grafalvarlegt mál.

Hvernig væri nú að heilbrigðismálin og þjónustan (sem hefur verið skorin blóðugt niður, bæði í borg og út um allt land) fengju forgang?

Eru ekki heilbrigðis- og sjúkrastofnanir örugglega aðallega hugsaðar fyrir sjúklingana, meðan þeir enn lifa?

Eða á að skuldsetja börn og barnabörn hinna dauðu til að stórverktakar bankanna geti steypt allri þjóðinni í taumlausar skuldir?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 17:37

29 identicon

Stóra fréttin er vitaskuld sú, að "Vinstri velferðarstjórnin" hefur nú ákveðið það,

launamunur skal, má og á að vera allt að 15-faldur,

á skjaldborgar-vakt Jóhönnu og Steingríms J.   

Á, má, fá, er grundvallar hugmyndafræði "Vinstri velferðarstjórnar" svínanna.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 18:04

30 identicon

Og vart munu þeir Bjarni Ben. og Sigmundur Davíð sjá neitt athugavert við það,

launamunur skuli, megi og eigi að vera amk. 15-faldur

í gljáandi spegli silfurskeiða þeirra.

Á, má, fá, er grundvallar hugmyndafræði allra 4 földu ríkisjötu sérhagsmuna svínanna

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 18:28

31 identicon

12. september, á miðvikudagskvöldið, heldur forsætisráðherra ESB aðlögunarinnar,  Jóhanna Sigurðardóttir sína síðustu stefnuræðu. 

Það kvöld, 12. september kl. 20:00 hefst stefnuræðan og þá gefst okkur tækifæri til að kveðja kerlingarálkuna og Steingrím fjósaskalla með stæl.

Með dúndrandi tunnuslætti skulum við koma ESB aðlögunarhyskinu út, í eitt skipti fyrir öll.  12. september, kl. 20:00 og þar til kerlingin er út rekin:

 

Nonni (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband