Evru-hneykslið í ríkisstjórninni

Evran stendur í ljósum logum og enginn veit hvað verður um gjaldmiðilinn. Pólverjar, Svíar, Danir, Bretar og aðrir sem eru í Evrópusambandinu prísa sig sæla að vera ekki með evru og láta sér ekki til hugar koma að taka upp gjaldmiðilinn sem skilur eftir sig sviðna jörð.

Í Evrópu er opinskátt rætt um að evru-samstarfið liðist í sundur og það í samtölum ráðherra evru-ríkjanna, segir í frétt Die Welt.

Hvað gerir ríkisstjórn Íslands? Jú, hún samþykkir án fyrirvara að sækjast eftir inngöngu í evru-samstarfið samhliða aðild að Evrópusambandinu.

Það er ekki í lagi með stjórnarheimilið.

 


mbl.is Evran samþykkt fyrirvaralaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei,en hvað er til ráða? Hvetja til dáða? Það virðist duga skammt,nema ef mark er takandi á VG. liðum,sem ég ætla að leyfa mér að vona. Það er þegar orðinn til óformlegur flokkur utan þings,er enn þá í draumþoku V/varkárni,en ætti að springa út með haustinu,getur unnið með hverjum sem er,því sækist ekki sérstaklega eftir þingsæti,heldur heilindum þeirra sem þar sitja og einlægri lýðveldisást. Hefur áður unnið glæsta sigra/í Icesave, gegn kúgunarvaldinu sem stjórnar núna.

Helga Kristjánsdóttir, 18.8.2012 kl. 15:35

2 identicon

Skítt að vera með gjaldmiðil sem er svo mikið rusl að jafnvel einangrunarsinnar og hörðustu afturhaldsseggir, æðstu ráðamenn og forustumenn í atvinnulífi og verkalíðsbaráttu samþykki Evruna sem margfalt betri kost. Þrátt fyrir rómantíska draumsýn, óskhyggju og þjóðernisrembing skítugs almúgans.

sigkja (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 16:36

3 Smámynd: Elle_

Verður maður ekki að vera Brussel-´einangrunarsinni´ og Brussel-´þjóðrembingur´ til að verða svona ofsalega svekktur út af einni evru-druslu?

Elle_, 18.8.2012 kl. 17:07

4 identicon

Það veitir ekki af að hafa beinar sjónvarpsútsendingar frá ríkisstjórnarfundum, svo að almenningur þurfi ekki að frétta svona óþverra eftir dúk og disk og fyrir tilviljun! Hvaða segja "ESB-andstæðingarnir" Ögmundur, Katrín og Svandís núna?

Sigurður (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 17:17

5 identicon

ESB-miðlarnir ruv.is og visir.is þegja enn þunnu hljóði um þessa uppljóstrun. Eitthvað skrautlegt kemur út úr því, ef og þegar þeir hafa kokkað upp nógu ESB-væna útgáfu af sögunni!

Sigurður (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 17:44

6 identicon

VG er kasúldið hræ.  Minni einnig á þessa frétt um alla Icesave vini Björgólfs Thor og Vilhjálms Þorsteinssonar í gjörvallri ríkisstjórninni.  Sami skítur í úldnum belg:

"Fjármálaráðherra, Oddný G. Harðardóttir, lagði fram tillögu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun um að íslenska ríkið höfðaði mál gegn Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna sölu á byggingum til Verne sem rekur gagnaver í Keflavík.

Ekki voru gerðar athugasemdir við tillöguna á fundinum."

Þetta lið þagði hins vegar allt (nema Ömmi rjóma-mjálmaði smá) þegar Icesave skuldaklafa Björgólfs Thor skyldi komið á axlir al-mennings og hann leiddur til Deutsche Bank þrældóms um aldur og æfi. 

Þá sleikti hyskið út um, en þjóðin stóð vaktina sem fyrr og virkjaði öryggisventilinn.  Það er eins gott að við höfum enn alminlegan öryggisventil á Bessastöðum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 17:53

7 identicon

Það þýðir ekki lengur að taka strútinn a þetta:

Terry Weiss
moneymorning.com
August 18, 2012

In a riveting interview on CNBC, legendary investor Jim Rogers warned Americans to prepare for “Financial Armageddon,” saying he fully expects the economy to implode after the U.S. election.

Rogers, who for years has been an outspoken critic of the Feds policies of “Quantitative Easing,” says the world is “drowning in too much debt.”

He put the blame squarely on U.S. and European governments for abusing their “license to print money.” In the U.S. alone, the national debt has surged to nearly $16 trillion, that’s more than $50,000 for every American man, woman and child.

“[They] need to stop spending money they don’t have,” Rogers said. “The solution to too much debt is not more debt… What would make me very excited is if a few people [in the government] went bankrupt…” Rogers added.

Skyldi öll náhirð 4-flokksins fylgjast með því hvað er í vændum?

Það er ekki hægt að skuldsetja almenning meira.

Það líður hratt að óhjákvæmilegu uppgjöri.  ESB hefur stefnt að sama federalíska og glóbalíska heimsveldi og Jim Rogers segir að stefni í "Financial Armageddon" eftir forsetakosningarnar í USA, í nóvember 2012.

Því segi ég að það sé lífsnauðsynlegt að íslenska þjóðin fái að kjósa um ESB aðlögunina í nóvember 2012 og kolfella það með dúndrandi NEI.

Eftirmálin vegna skuldsetninga helferðarstjórnar Steingríms J. og Jóhönnu Sigurðardóttur, á kostnað íslenskrar þjóðar, munu fara fram í kjölfarið.

Þar mun verða spurt um Icesave, ESB, AGS, Deutsche Bank, hrægamma, innlendra sem erlendra og vogunarsjóða þeirra.  Þessu helvíti mun linna.

Glæpur náhirðar 4-flokksins hefur verið atlaga að almannahagsmunum íslensku þjóðarinnar.   Þjóðin ákveði um örlög þeirra.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 19:07

8 identicon

Þorsteinn Pálsson situr ekki ríkisstjórnarfundi. Hann ályktar væntanlega eftir frásögn annarra. Hver græðir á þessari uppljóstrun? Það væri helzt Samfylkingin, sem þannig launaði VG-ráðherrum ótrúskap í sambandi við ESB-umsókn. Er hún að nota Þorstein, til að koma höggi á samstarfsflokkinn, án þess þó að koma sjálf við sögu?

Sigurður (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 00:58

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það má brúka bræðina sem endist enn,eftrir að Sjálfstæðisflokkurinn sá aumingja karektirinn.

Helga Kristjánsdóttir, 19.8.2012 kl. 04:27

10 Smámynd: Elle_

Nei, hann situr nefnilega ekki ríkisstjórnarfundi, Sigurður.  Hann minnir á ómarktæku kjaftakellinguna Jón Hannibalsson sem fullyrðir hluti út í loftið.

Elle_, 19.8.2012 kl. 11:08

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Krónan er nú ekki að ríða feitum hesti í dag.

í höftum

vaxtaokur

verðtrygging

gengisfall

skuldsett heimili

svo er danska krónan bundin við Evruna..... smá fróðleikur fyrir ykkur vitgrönnu.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.8.2012 kl. 18:50

12 Smámynd: Sólbjörg

Fylgið við þína skoðanir Sleggja um upptöku evrunar ríður vægast sagt ekki heldur feitum hesti. Fylgið við upptöku evrunnar er lítið og aumt miðað við fylgi þjóðarinnar við krónuna okkar. Við vitum það vel að bæði danska krónan og sú sænska er bundin gengi evrunar og hvorutveggja er skráð of hátt eins og evran sjálf.

Sólbjörg, 19.8.2012 kl. 22:17

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sænska krónan er ekki föst við evruna.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2012 kl. 12:22

14 Smámynd: Sólbjörg

Það er rétt sænska krónan er ekki fasttengd evruni - en þeir hafa hana samt sem ákveðið viðmið eða baromat, hefur mér skilist.

Sólbjörg, 20.8.2012 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband