Minnihlutastjórn Steingríms J.

Styrmir Gunnarsson stingur upp á minnihlutaríkisstjórn VG undir forsæti Steingríms J. Sigfússonar til að leiða ESB-málið til lykta í samræmi við þjóðarvilja. Afturköllun ESB-umsóknarinnar og ríkisstjórn VG fram að kosningum næsta vor myndi stokka upp spilin í íslenskri pólitík.

Styrmir skrifar uppástunguna í Sunnudagsmogga. Hann nefnir ekki helstu rök Sjálfstæðisflokksins fyrir að styðja minnihlutastjórn VG. Sjálfstæðisflokknum liggur lífið á að þvo af sér samfylkingaróhreinindin frá síðasta kjörtímabili. Ef kjósendur fá minnsta grun í aðdraganda kosninga að hætta sé á endurnýjaðri hrunstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks leiðir það til fylgistaps.

Forysta Sjálfstæðisflokksins veðjaði á rangan hest í Icesave; Bjarni Ben. og Illugi Gunnars klúðruðu meginmáli hressilega í desember 2008. Núna geta félagarnir starfað í þágu staðfests þjóðarvilja og komið til valda ríkisstjórn sem afturkallar ESB-umsóknina.

Stekkur Sjálfstæðisflokkurinn eða hrekkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var hann ekki seinast að stinga upp á Þóru Arnórsdóttur? Það má varla snúa sér við í þessari svínastíu. Alls staðar stingur Styrmir upp kollinum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 10:29

2 identicon

Held að almenningur, sé búinn að fá nóg af Steingrími og Jóhönnu, því það var níðingsverk af verstu gerð, að veita Vogunarsjóðum opið skotleyfi á atvinnulaus og fjárvana heimili og fyrirtæki.Þetta fólk á að sjá sóma sinn í að boða til kostninga strax.

Það var nokkuð góð stjórnsýsla,eða hitt þá heldur, hjá Norrænu Velferðarstjórninni, að leyfa almenningi þessa lands, að taka út séreignarsparnaðinn sinn,til að íbúðirnar yrðu ekki teknar af þeim vegana ólölegra gengisbundinna lána.

Síðasta afrek Steingríms var að stoppa leygu á 4 íslenskum togurum, til tilraunaveiða á makríl, við Grænland á sumrin, næstu þrjú sumur, þar hefðu 50 íslendingar fengið vinnu við þetta verkefni, og aflinn unnin á íslandi,Steingrímur stoppði þetta, og nú eru Kínversk skip komin til makrílveiða við Grænland. Það virðist allt á sömu bókina lært, og það virðist ekki meiga fækka á atvinnuleysis skránni.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 11:54

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki geta allir verið ´Gordjöss´en hrædd er ég um að fáir samþykki Steingrím. Hann hefði nú eitthvað um það að segja sjálfur. Einkennilegur ferill ef sami maður stendur að umsókn (aðild) í Esb. og síðan afturköllun,á nánast sama kjörtímabili.Mætti kannski spyrja;stykki Steingrímur eða hrykki,?Held hann klikki.

Helga Kristjánsdóttir, 18.8.2012 kl. 12:09

4 identicon

Hugmynd Styrmis dugir ekki til að þvo samfylkingaróhreinindin af Sjálfstæðisflokknum, því að Bjarni Benediktsson var spurður á sjálfstæðisfundi í Reykjavík, hvort stjórnarsamstarf við Samfylkinguna kæmi til álita, og hann útilokaði það ekki. Hann fékk tækifæri til að þvo sér opinberlega en gerði það ekki. Og þótt hann hefði gert það, er maðurinn ekki trúverðugur sem pólitíkus eftir frammistöðu sína í Icesave og grein þeirra Illuga um að senda inn ESB-umsókn. Það er forysta flokksins, sem dugir ekki, þar á meðal mestallur þingflokkurinn. Það þarf nýja og áreiðanlega frambjóðendur í öllum kjördæmum, gjarnan ungt fólk. Því miður held ég ekki, að það sé í pípunum.

Sigurður (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 12:29

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Styrmi er ekki alls varnað!   Ef hugmyndin yrði framkvæmd myndi hún duga til þess að "slátra" pólitískt  forystuliði og þingmönnum beggja flokka fyrir næstu kosningar.

Sem sparar grasrótum flokkanna fyrirhöfnina.

Kolbrún Hilmars, 18.8.2012 kl. 12:41

6 Smámynd: Elle_

Já, það hlýtur að vera það sem Styrmir meinti.  Koma skal þeim fyrir kattanef.

Elle_, 18.8.2012 kl. 14:55

7 identicon

Nú verður mér algjörlega orðfall, en þá segi ég bara sem Elín í fyrsta kommenti: 

"Var hann ekki seinast að stinga upp á Þóru Arnórsdóttur? Það má varla snúa sér við í þessari svínastíu.  Alls staðar stingur Styrmir upp kollinum."

Og í stíl Styrmis, sem sagði að hér væri allt ógeðslegt, spyr ég bara:

Hvað meinar eiginlega Styrmir með orðum sínum, nú sem fyrr?

Kemst hann ekki uppúr sínu grugguga vatni?

Nei, Styrmir getur ekki hvítþvegið Bjarna Ben., alveg sama hvað hann skrúbbar og skrúbbar Bjarna Ben., í gruggugu vatninu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 15:36

8 identicon

Sýnum þeim merka manni, Styrmi Gunnarssyni, tilhlýðilega virðingu.

Gætið að mannasiðum, gott fólk.

En tillagan er afleit.

Hvers vegna að upphefja mesta óþurftarmann seinni tíma?

Undir öllum venjulegum kringumstæðum væri SJS landflótta.

Rósa (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 19:41

9 identicon

Já, Rósa tillagan er afleit og þessi tillaga kemur frá Styrmi.

Eitthvað gruggugt býr að baki, hvað skyldi það vera að þínu mati?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 19:49

10 identicon

Hvers vegna að upphefja mesta óþurftarmann seinni tíma? Ef menn eru hugsjónalausir tækifærissinnar þá er það ekki svo vitlaus hugmynd. Styrmir er allsherjar Lalli lagari flokkakerfis sem hann segir ógeðslegt. Nei, sé ekkert virðingarvert við það.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 21:07

11 identicon

Góður pistill hjá Þórði Birni Sigurðssyni á dv.is.

Já, um hvað er Styrmir að tala? 

Einhverja undirliggjandi óra um myndina sem fylgir með?

Mikið væri það gott ef hann skrifaði grein um meðfylgjandi mynd.

Hann gæti frætt okkur betur um það hvað honum finnst ógesslegt, eða ekki:

Þann 4. júlí 2012 ákvað Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) íslenska ríkið ætti að endurheimta ríkisaðstoð að andvirði 220 milljónir króna frá einkafyrirtækinu Verne sem rekur gagnver í Reykjanesbæ.  Ríkisaðstoðin var veitt árið 2008 þegar ríkið seldi Verne fimm byggingar á gamla varnarliðssvæðinu við Keflavíkurflugvöll undir markaðsvirði.  Muninn á markaðsvirði og söluvirði bygginganna fimm þarf að endurheimta frá fyrirtækinu. 



Reykjanesbær hefur að auki veitt Verne undanþágu frá fasteigna- og gatnagerðargjöldum frá árinu 2009. ESA hefur komist að niðurstöðu um að þessar undanþágur séu ósamræmanlegar EES-samningnum og skuli því einnig endurheimtar frá Verne. 



Í kvöldfréttum Stöðvar tvö þann 17. ágúst 2012 var greint frá því að Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra, hefði lagt til við ríkisstjórnina að íslenska ríkið höfði mál gegn ESA til að komast hjá því að endurheimta umrædda ríkisaðstoð.  Ekki voru gerðar athugasemdir við tillöguna á fundinum og því má gera ráð fyrir að málið verði til lykta leitt fyrir dómstólum.



Þetta eru merkileg tíðindi.  Ríkisstjórnin vill ekki endurheimta fé sem ESA hefur sagt að ríkið eigi inni hjá einkafyrirtæki.  Í staðinn ætlar hún að höfða mál gegn ESA til að losna undan endurheimtuskyldunni.  Hvernig sú afstaða samræmist hlutverki ríkisstjórnarinnar sem gæsluaðila almannahagsmuna er vandséð.



Hitt blasir þó við.  Að gjaldkeri Samfylkingarinnar er jafnframt stjórnarformaður Verne Holdings.  En hvort sú staðreynd útskýrir örlæti Oddnýjar treysti ég mér ekki til að fullyrða um.  Aftur á móti verður að viðurkennast að þetta lítur mjög illa út.




Við undirritun samninga Verne Holdings ehf., Landsvikjunar og fleiri þann 26. febrúar 2008 um gagnaver á Keflavíkurflugvelli. Sitjandi eru Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvikjunar og Vilhjálmur Þorsteinsson stjórnarformaður Verne Holdings. Að baki þeim má m.a. sjá ráðherrana Össur Skarphéðinsson, Kristján Möller og Árna M. Matthiesen. Á bak við þá er Björgólfur Thor Björgólfsson.  Mynd af vef Landsvirkjunar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 21:25

12 identicon

Raðlygarinn Steingrímur J. myndi minnihlutastjórn með stuðningi "Sjálfstæðis"Flokksins ... segir Styrmir

... svo taki "Sjálfstæðis"Flokkurinn og samFylkingin við ... aftur?

Er þetta þá virkilega langtíma draumsýn Styrmis Gunnarssonar?

Aftur til baka.  Sjá aftur meðfylgjandi mynd.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 21:35

13 identicon

Hvað er Styrmir að meina?  Alvanur atvinnumaðurinn í skrifum. 

Kann hann ekki að orða hlutina hreint og beint? 

Af hverju skrifar hann í anda þeirra sem velja krókaleiðirnar?

Hefur það eitthvað með kostunaraðilana, því þeir eru fleiri en ríkið,

hvað Evrópuvaktina (um margt ágæt síða) varðar?

Tengist það kannski eitthvað núverandi eigendum Morgunblaðsins?

Tala hreint og beint út Styrmir, við vitum að þú getur það, ef þú vilt.

Og þál íður þér svo miklu betur á eftir.  Að létta á hjartanu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.8.2012 kl. 22:52

14 identicon

Mikið held ég að þeim liði öllum miklu betur "fínu herrunum" á myndinni,

ef þeir léttu allir á hjarta sínu. 

Í dag eru þeir fyrirlitnir af allri þjóðinni, en enginn þorir að segja þeim frá því.

En al-menningur talar um þetta hyski sín á milli.  Það skulu þeir vita.

Hér varð Hrun, þó "fínu herrarnir" lifi sem fyrr í vellystingum praktuglega.

Það veit al-menningur.  Yfirdrátturinn er brátt búinn.  Það líður að hausti.

Það hefur alltaf verið einkenni "fínu herranna" að þeir missa tilfinninguna

fyrir því að brátt er tími þeirra á enda runninn.  Þeir ofmetnast,

LIII 3. Taó versus glóbalism:

Höllin ljómar af skrauti, en akrarnir eru vanhirtir og hlöðurnar tómar.

Að búast í skart og vera gyrtur biturlegu sverði, eta og drekka óhóflega og hafa fullar hendur fjár - Það er ofmetnaður ræningja.

(Lao Tze Bókin um veginn)

Horfið nú á myndina á rænigjana sem ofmetnuðust.  Einhver verður að koma þeim niður á jörðina, því annars fer illa fyrir þeim, vesalings greyjunum.  Er enginn sem vill vera góður við þessa vesaliga og reyna að koma þeim aftur niður á jörðina, þar sem við, hini óbreyttu og al-mennu skuldaþrælar þeirra lifum?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 00:22

15 identicon

Sýndarveruleiki CC(C)P og Verne Holding feykist burt

þegar fer að hrikta í Deutsche Bank og eins og ég hef áður sagt þá eru saksóknarar, bæði í New York og Connnecticut, farnir að sauma að meintum Libor millibankavataránum Deutsche bank. 

Þá verða leppar þeirra hér á landi, Villi litli og Bjöggi litli Thor eltir uppi,

ekki af íslenskum al-menningi, heldur af lánardrottni þeirra, Deutsche Bank.

Ég er bara sjáandi og hef tilfinningu fyrir því sem er í aðsigi

og er bara að vara þá við, greyin.  Ég bið þá bara að létta á hjarta sínu.

Veit að það myndi gera þeim öllum gott. líkt og gamli grasalæknirinn segir í auglýsingunni.

Dr. Doom spáir Perfect Storm. 

Þá mun heimur sýndarveruleikans feykjast burt.  Ekki skamma mig, fyrir að setja þetta í smá samhengi fyrir "fínu herranna", liltlu greyin, landa mína.

Nú mun ég hætta að skrifa athugasemdir, næstu vikurnar.  Þetta reynir gríðarlega á mig.  Svo þarf ég einhvern veginn að eiga fyrir salti í grautinn.  Ég hef enn smá kropp í einyrkja teiknibransanum. 

En hafið ekki áhyggjur af mér.  Ég skrimti enn, against all odds.

Vorkennið frekar "fínu herrunum", ofmetnaði þeirra og óseðjandi græðgi.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband