Ögmundur hafnar kínverskri nýlendubyggð

Loksins kom að því einhver ráðherra lýðveldisins æmti gegn áformum ginnkeyptra sveitastjórnarmanna á Norðausturlandi að koma prósentuhlut af Íslandi undir kínverska nýlendu.

Tilburðir til að svæla Grímsstaði á Fjöllum undir kínverska auðmanninn Huang Nubo hafa allof lengi viðgengist án andmæla ráðherra.

Steingrímur J. allsherjarráðherra er sterklega grunaður um að vera laumu-bakhjarl Huang Nubo. Fróðlegt verður að frétta af viðbrögðum hans þegar Ögmundur tekur málið upp á næsta ríkisstjórnarfundi.


mbl.is Beitir sér gegn áformum Huangs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er það nú gott, að Ögmundur kreisti loksins kviðsvið Steingíms og Jóhönnu. 

Ég hef beðið hann um það í ótal marga mánuði, en hann hefur væntanlega alltan tímann bara verið að leita, en ekki fundið kviðsvið þeirra, fyrr en nú?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 14:21

2 identicon

Nú spyrja menn kannski hví ég blandi Jóhönnu inn í málið?

Þá er því til að svara að Jóhanna fagnaði strax í byrjun "fjár"festingaráformum Nubos, slíkt hið sama gerði hinn nýi foringi uppreisnararms frú Ingibjargar, Árni Páll Árnason, enda er landasala mjög í anda samFylkingarinnar, hvort heldur það varðar fullveldisafsal til Brussel eða Beijing.  "Sama hvaðan gott kemur" segir svo upplýsingafulltrúi samFylkingar forsætisráðherrans. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 14:30

3 identicon

Endilega lesið nýjasta pistil Lárru Hönnu um Nubo málið.  Allir að gíra sig upp?

Hrun-skækjurnar 3 og Vlór-goðinn í Norðurþingi að gíra sig upp? 

Alla vega virðist ljóst að Nubo er að að gíra sig upp,

í stíl útrásar- og innherja-víkings.  Skítt með al-menning á Íslandi og Kína.

Kannski að Steingrímur skrái nú "viðskiptavildina" í ríkisbókhald sitt:     

http://blog.pressan.is/larahanna/2012/07/27/fjallabaksleid-med-kinverskan-kompas/

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 15:41

4 identicon

Það væri hræðilegt að fá stórskipahöfn á Grímstöðum á fjöllum.

Atli Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 19:20

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég sé brot úr myndum> púsl, stutt í alla myndina.

Helga Kristjánsdóttir, 27.7.2012 kl. 19:47

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það endar auðvitað með að stórskipahöfnin verði teiknuð einmitt þar; bændur í Finnafirði vilja allavega ekki sjá hana í fjárhúsunum sínum...

Kolbrún Hilmars, 27.7.2012 kl. 19:50

7 identicon

Og nú berast okkur þessar fréttirnar um dekurdreng Steingríms J., þennan sem var skipaður forstjóri Atvinnuþrúnarfélags Eyjafjarðar (tengið endilega við Vaðlaheiðar-vaðal þingmanna 4-flokksins og Nubo fixið).  Svo segir á dv.is:

Bankastjórinn fyrrverandi sleppur við 462 milljónir

27. júlí 2012 › 07:00

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, er í hópi 20 stærstu skuldara Sparisjóðsins í Keflavík. Samkvæmt heimildum DV nema uppreiknaðar skuldir hans 514 milljónum króna en um 90 prósent þeirra hafa nú verið afskrifaðar. „Ég veit ekkert um þessi mál,“ sagði Þorvaldur þegar DV leitaði til hans en hann segist ekki kannast við afskriftirnar.

Fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um fyrirgreiðslu við fjármálafyrirtæki að heildarkostnaður ríkisins vegna Sparisjóðsins í Keflavík sé um 25.000 milljónir króna. Afskriftir Þorvaldar eru því um 2 prósent af þeim skuldum sparisjóðsins sem leggjast á skattgreiðendur. Ljóst er að sparisjóðurinn færði niður útlán fyrir rúmar átján þúsund milljónir króna og afskrifaði sjö þúsund milljónir síðustu tvö árin fyrir fall hans.

Þetta er allt dýrðlegt og dásamlegt á vakt samspillts 4-flokksins

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 20:08

8 identicon

Saga Capital, Sjóvá og SpKef. og hvað allt þetta glæpaverk heitir.  Ég æli.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 20:25

9 identicon

Fjármálaráðherrann fyrrverandi, nú simmsalabimm ráðherrann, ber höfuð-ábyrgðina á þessum afskriftum, hvort heldur varðar Saga Capital, Sjóvá, SpKef. og hvað allar þessar glæpaverksmiðjur heita, ásamt endurreisn allrar spilaborgarinnar um glæpabankana.  Allt eftir forskrift fógeta federalíska auðræðisins, AGS.  Hann Dominique Strauss-Khan sagðist vera vinstri maður eins og Steingrímur segist vera.  Christine Lagarde segist vera hægri manneskja líkt og Bjarnir Ben. segist vera.

Allt þetta vinstri/hægri er kjaftæði til að sundra okkur almenningi, koma okkur í skotgrafirnar. 

Er ekki kominn tími til að almenningur standi saman gegn þessum vinstri/hægri efnahagsböðlum okkar?  Hættum að láta ræna okkur vinstri/hægri.

Ég mæli með Samstöðu - til lýðræðis og velferðar okkar allra.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 20:56

10 identicon

Pétur Örn, þú ert búinn að vera að auglýsa Samstöðu lengi. Við kjósum bara það sem hentar okkur, kannski skilum við auðu eða sitjum heima.

Það er enginn boðlegur flokkur að margra dómi og ekki veit ég til að Samstaða sé neitt boðlegri en kannski Hægri grænir.

Ólafur J. (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 22:02

11 identicon

Það er nú kannski bara sanngjarnt að taka undir orð Péturs Arnars.

Þessi Þorvaldur Lúðvík, sem lét gjarnan mynda sig í cockpit, virðist hafa verið glórulaus spilafíkill og vanhæfur með öllu. "Ég veit ekkert um þau mál", segir gaurinn og kann ekki að skammast sín. Engu að síður réðu kjánarnir í Eyjarfirði manninn til að koma að atvinnuþróun þar í byggð. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.7.2012 kl. 23:23

12 identicon

Ólafur J.

Það er vitaskuld draumastaða fyrir banka- og ríkistyrktan 4-flokkinn, að sem flest fólk sem vill breytingar til hins betra, sitji bara heima eða skila auðu á kjördag.  Það gagnast líka afskaplega vel þeim sérhagsmunaklíkum sem nýta sér áhfrif sín innan 4-flokksins.  Kannski þetta verði þá eins og hefur lengi verið í Bandaríkjunum? 

Égg á mér nokkuð eldri bróður, sem búið hefur þar í um 35 ár og hann segir mér að þar séu skuggalega vaxandi óeirðir.  Samfélagið þolir þar ekki meiri viðbjóð.  Vaxandi hópur óbreyttra borgara kaupir sér nú byssur og þeim er nú þegar beytt í vaxandi mæli.  Viljum við að svipað gerist hér? 

Nei, vonandi veljum við betri leiðir hér og þorum að taka afstöðu með því að kjósa.  Hver og einn verður vitaskuld að eiga það við sína eigin dómgreind og samvisku hverjum hann treystir best.  Ég sagði aðeins að ég mælti með Samstöðu - til lýðræðis og velferðar okkar ... allra.

Haukur minn, já við sem þrösuðum á sínum tíma á opnu athugasemdakerfi eyjunnar, áður en Karl Th. Birgisson lokaði fyrir athugasemdir til að þóknast Samfylkingunni og tók svo upp facebook til að yrði meira um kjaftæði, en gagnrýna umræðu, munum vel umræðu okkar um söguna endalausu um Saga Capital og stóra stofnfjáreigandann, Steingrímur J., í Sparisjóði Þórshafnar, sem var einn aðalhluthafinn í Saga Capital.  Skyldi Svanfríður Jónasdóttir, Sanfylkingunni á Dalvík, eitthvað kannast við málið?       

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 01:12

13 identicon

Huang Nubo reis til metorða fyrir mannréttindabrot sín í Tíbet, þar sem hann stundaði megnið af sinni vinnu fyrir "Áróðursmálaráðuneyti" Kína, apparat sem er hafið yfir lög og reglu þar í landi og hefur algjörlega frjálsar hendur.

J (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband