Sölumenn Íslands

Á Norðausturlandi skortir ekki atvinnu heldur er skortur á vinnuafli. Þeir sveitastjórnarmenn sem böðlast áfram að koma Grímsstöðum á Fjöllum undir Huang Nubo geta ekki borið fyrir sig atvinnusköpun.

Sölumennirnir sem eiga að heita trúnaðarmenn almennings selja prósentuhlut af Íslandi til útsendara kínverska kommúnistaflokksins vinna í þágu annarra hagsmuna en íslenskra.

Ístöðulitlir sveitastjórnarmenn eru eitt. Nýtt er að formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, gerist landssölumaður. Lengi má manninn reyna.


mbl.is Krefja Steingrím svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lítið hefur lagst fyrir mannin þann hann Steingrím.

Og ekki hækkar nú sjálfsvirðingin hjá tvífætlingnum.

Samviskulausari sölumann almannahagsmuna er vandfundin jafnvel í hópi krata og annara jafnaðarmanna.  ...Og það auðvitað í skiptum fyrir völdin.

Gott fyrir heimin að hann stýrir aðeins afskaplega litlu landi.  

jonasgeir (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 11:24

2 identicon

Sölumenn Islands ? Þú selur allaveganna ekki ísland  Lifi Norður Kórea

Johann Skulason (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 11:49

3 Smámynd: Elle_

Með harðsvíraðan kommúnistann Steingrím og heimaketti hans þarna er landið orðið hálfgerð Norður-Kórea.  Honum tókst ekki að gera okkur að Kúbu Norðursins eins og hann ætlaði.  Hvað ætli hann og heimakettirnir haldi sig annars hafa mikil völd?

Elle_, 28.7.2012 kl. 12:07

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Vinstrigrænir eru bara svona, mögla hver í sínu horni en styðja það með öllum ráðum að útsendari andskotans fái að vera áfram á meðal þeirra svo efnið í möglið þverri ekki. Þingmenn Hreyfingarinnar látast vera hissa, en ætla þó að halda áfram að tryggja kaupið sitt.  Samfylkingin með þær stöllur Imbu og Jóku hvor annarri ómerkilegri stjórna öllu í þessu máli hvort sem það sést eða sést ekki. 

Þetta fólk hefur mótmælt ýmsu því sem það kallaðar óafturkræfar aðgerðir eins og virkjanir, línulagnir, verksmiðjubyggingar og vegagerð, en í raun óaftur kræfur samningur, eins og Icesave, var allt í lagi.   Það er hamast við að fá Evrópusambandið til að samþykkja aðild Íslands að því óafturkræft og svo er hamast við að gefa Kínastjórn tækifæri til að eignast sína fyrstu 3000 ferkílómetra af íslandi óafturkræft.

Hvenær er þörf á að bregðast til varnar ef ekki við svona aðstæður?         

Hrólfur Þ Hraundal, 28.7.2012 kl. 12:52

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Steingríms verður minnst fyrir það sem hann gerði, en hvaðst ei vilja.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.7.2012 kl. 16:02

6 identicon

Hér er Steingrímur kallaður harðsvíraður kommúnisti.

Sorglegt hvað innbyggjarar geta verið vitlausir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 17:06

7 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Þetta Grímstaðamál verður að stöðva, og það hið snarasta. En skyldi nú ekki leynast e.h. af sjallamönnum í þessum sveitastjórnum þarna á Norðausturhorninu?

Hjörtur Herbertsson, 28.7.2012 kl. 18:58

8 identicon

Alltaf dálítið fyndið að sjá svona sjálfumglaða upphafningu ekta kratans Hauks.  Gjarnan á kostnað annarra.  Jafnvel þó hann sé farin að viðurkenna ógöngur bírókrataveldisins í Brussel.  

En það skyldi þó ekki vera að þetta mál lyktaði meir af kommúnisma en mörg önnur.  Auðvitað er Steingrímur ansi nálægt því að geta kallast slíkur.

Að auki er ekki við að eiga einstakling í Nubo, heldur málaliða kínverska stjórnvaldsins sem heitir víst kommúnistaflokkur.

Þá má benda á að eðli málsins hefur ekkert skylt við eðlileg viðskipti.  Hér er verið að beygja landslög eftir þörfum, því krataelítan hefur miklar mætur á akkúrat þessum manni einhverra hluta vegna.  Það er kommúnismi.  Það er kommúnismi að pólitísk stjórnvald breyti leikreglum á þennan hátt. 

Alveg eins og rússneska elítan ein manna gat keypt amerískar sígarettur.

jonasgeir (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 19:09

9 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ég held að við getum farið að anda í gegnum nefið aftur. Núbóisminn er á undanhaldi og eru þeir líka búnir að sjá fyrir sér viðbrögð almennings og liðhollum samtökum hans. Mörg hundruð málsóknir muni éta Núbóismana út á gaddinn bara svona búmms. Eru þeir nú að draga í land alltsaman, ekki í ákafa því það sést strax, heldur að næturþeli í skjóli þagnar og myrkurs. Svo mæli ek sagði goðinn forðum.

Eyjólfur Jónsson, 28.7.2012 kl. 19:34

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll Haukur K.  Í  kommúnista flokknum voru væntanlega kommúnistar og í arfleiðum hans voru væntanlega kommúnistar, eða hvað?  Ekki hvarf allt í einu þessi stórkostlega trú á dýrðar ríkið með nafnabreitingum?  Eða var hún kannski aldrei til?     

Hrólfur Þ Hraundal, 28.7.2012 kl. 19:35

11 identicon

Blessaður Hrólfur. Margir af okkar mætustu mönnum, menntamenn, rithöfundar og aðrir listamenn gengu kommunisma á hönd. Menn voru heillaðir af þessari stefnu, ekki síst vegna þess óréttlætis sem var ríkjandi í samfélaginu. Menn voru forvitnir, menn voru leitandi, vildi ekki sætta sig við frumstæð og mannskemmandi stefnur.   

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.7.2012 kl. 20:14

12 Smámynd: Elle_

Einu sinni var ég líka ´vitlaus´ eins og þú, Haukur, og gettu hvað nema ég kaus harðsvíraða kommúnistann Steingrím.  Fyrir mikil mistök.  Það voru leitandi kommúnistar og harðsvíraðir kommúnistar.  Það er munurinn sem þú ekki skilur.

Elle_, 28.7.2012 kl. 20:22

13 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll Eyjólfur.  Mikið vildi ég vilja trúa þér um afslappaða nef öndun.  En trúlega er ég allnokkru eldri en þú og reynslan segir mér að afslöppun á síðustu metrunum er tap. 

Það verður ekki fyrr en eftir niðurstöðu og samsuðu eftir næstu alþingiskosningar sem hægt verður að skoða möguleikann á nef öndun í því efni.  Smáflokka drasl og kvislingar flækja málið.  

Kínverjar hafa aldrei verið hetjur en þeir eru þekktir fyrir snilld í að fara á bakvið hetjur, myrkraverka höfðingjar eins og Imba og Jóka. 

Hrólfur Þ Hraundal, 28.7.2012 kl. 20:22

14 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Kommúnismi er eiginlega bara eftiröpun af 17 aldar hefðarfólki ef við förum aðeins dýpra í þessa einkennilegu hegðun fólks. Og þónokkrir skráðu sig sem kommúnista af því að það var í "tísku".

Eyjólfur Jónsson, 28.7.2012 kl. 20:27

15 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér upplýsingarnar Haukur K. Hvaða mætustu menn okkar ert þú að tala um sem voru svo mikið vitlausari en alþýða landsins að þeir hentu í þennan almenning og fulltrúa þeirra skít til að reyna að troða vitleysu sinni inn á þetta vinnu sama og heiðarlega fólk, uppræktað úr dýraríkinu, um að trú væri betri en staðreyndir?    

Hrólfur Þ Hraundal, 28.7.2012 kl. 20:40

16 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt hjá þér Eyjólfur að þetta var í tísku hjá snobbhænsnum.  Nóbelsskáldið var snobbuð tískufrík og þess vegna kommúnisti þar til að hann áttaði sig.  Enda ekki óvitlaust að skoða rússneska nóbelsskáldið Alexsander Solzeneicin  í því efni.

Hrólfur Þ Hraundal, 28.7.2012 kl. 20:57

17 identicon

LXXV.  ORSAKIR AÐ ÓGÆFU ÞJÓÐARINNAR.

1.  Þjóðin þolir hungur vegna þungra skatta, sem stjórnendurnir eyða.  Þetta er orsök að hungursneyð.

2.  Það er erfitt að stjórna þjóðinni vegna íhlutunarsemi stjórnendanna.  Þetta veldur erfiðleikum við stjórnina.

3.  Fólki veitist auðvelt að deyja, vegna þess að það erfiðar of mikið fyrir gæðum lífsins.  Þess vegna lætur það sér dauðann í léttu rúmi liggja.

Þess vegna er betra að láta sér lífið í léttu rúmi liggja, en að gera of mikið úr því.

(Úr Bókinni um veginn eftir Lao Tze)

Kjarni málsins er vitaskuld að ríkiskapítalismi og nómenklatúru kommúnismi er sitt hvor hliðin á því sama.  Eftir refilstigum embættiskratanna laumast þeir sama ræningjaveginn;  veginn til eymdar og skuldaþrældóms almennings.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 01:03

18 identicon

Svo veðsetja þeir landið undan fótum almennings. 

Það er háttur smámenna með skítlegt eðli, sama hvaða flokk þeir fylla, BDSV:

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 01:15

19 identicon

Ég skal ítreka og undirstrika þetta svo öllum sé ljóst:

Svo veðsetja þeir landið undan fótum almennings. 

Það er háttur smámenna með skítlegt eðli, sama hvaða flokk þeir fylla, BDSV.

Og þegar kemur að landaafsalinu þá benda smámennin hver á annan, BDSV.

Þau nærast á því að deila og drottna yfir almenningi.  Eini munurinn á Íslandi í dag og Róm til forna, er að hér er ekki boðið upp á brauð, hvað þá leiki fyrir alþýðuna, bara hræsni og yfirdrepsskapur valdastéttar ríkis-4-flokksins.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband