ESB-umsóknin og forsetakosningarnar

Jóhanna Sigurðardóttir löðrungaði þjóðina með ESB-umsókn Samfylkingar þegar innan við þriðjungur þjóðarinnar kaus ESB-leiðina út úr kreppunni. Þrátt fyrir að Evrópusambandið sé í upplausn og jaðarríkin á barmi innanlandsófriðar sem ekki hefur sést í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar er Jóhanna jafn keik og áður: Ísland skal inn í ESB.

Maðurinn sem stendur gegn helfararstefnu Jóhönnustjórnarinnar er Ólafur Ragnar Grímsson forseti.

Atkvæði með Ólafi Ragnari er atkvæði gegn Samfylkingunni. Svo einfalt er það.


mbl.is Vísar ásökunum á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og enn og aftur hámar ÓRG stjórnina í sig.

Samfylkingin er búin að rembast eins og rjúpan við staur við að reyna að mála framboð Þóru einhverjum ópólitískum ljóma.

En forsetinn fletti ofan af þessu í dag. Það munu hverfa bílfarmar af mjólk og grenjukexi áður en samfylkingarfólk nær að hátta í ból í kvöld.

Seiken (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 20:44

2 identicon

Háværi minnihlutinn er bara óheppinn með baráttumál.........

GB (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 21:17

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Svar Þóru við þessum dylgjum er svona;

Alþingi samþykkti árið 2009 að Ísland skyldi sækja um inngöngu í Evrópusambandið. Í þingsályktuninni kemur skýrt fram að væntanlegur aðildarsamningur skuli fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viðræður hafa staðið yfir síðustu ár og ef samningar nást og nefndin kemur heim með aðildarsamning, þá afgreiðir Alþingi hann fyrst frá sér og leggur hann síðan í þjóðaratkvæði.

Forsetinn hefur því engin áhrif á þá framvindu og á ekki að skipta sér af henni. Það sem ég hef sagt er að ef svo ólíklega skyldi vilja til að einhverjum dytti í alvörunni í hug að reyna að fara framhjá því að þjóðin eigi lokaorðið í algerlega hreinni og beinni atkvæðagreiðslu (þ.e. bara já eða nei), þá væri það dæmi um neyðartilvik þar sem forsetinn grípur inn í. Þannig að ég get fullyrt að það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um mögulega inngöngu Íslands í ESB.

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.5.2012 kl. 21:23

4 identicon

Þóra/Jóhanna munu ganga alla leið í aðlöguninni að alræði ESB, líkt og í Icesave,

áður en þjóðin fengi að segja múkk.

En þjóðin á næsta leik:

Þjóðin mun leika Ólafi Ragnari fram sem fulltrúa sínum

gegn alræðistilburðum júró-KratannaSamfylkingarinnar og stalínista Steingríms. 

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 21:34

5 identicon

Christian Wulff, forseti Þýskalands sagði af sér embætti í febrúar vegna daðurs við þýska auðjöfra. Þó voru það menn sem áttu peninga, þóttust ekki bara eiga þá. Misferli Wulfs við peningamenn var þó hreinn tittlingaskítur, miðað við dekur og þjónustulund Óla við íslenska útrásarbófa. Hreinn tittlingaskítur. Óli hefði átt að segja af sér strax eftir hrunið, áður en sannleiksskýrslan var birt. En auðvitað gerði hann það ekki, frekar en aðrir íslenskir embættismenn. Enda þjóðin svo meðvirk, að það nálgast sturlun.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 21:37

6 identicon

Minnumst þess, að það vorum við, sauðsvartur almúginn,

sem stóðum Icesave vaktina,en verum sanngjörn og viðurkennum,

að það verður ekki frá Ólafi Ragnari tekið, að hann þorði að virkja lýðræðið,

að virkja alþingi, dómstól og embættisvald götunnar,

þegar hann vísaði Icesave til úrskurðar þjóðarinnar!

Fyrir það er þjóðin ánægð með Ólaf Ragnar og er nú tilbúin til að fyrirgefa

honum eldri syndir, sem allir vita hverjar eru og enginn fer í launkofa með.

Minnumst þess einnig,

að á sama tíma hamaðist fréttastofa og Kastljós RÚV ohf.

á þjóðinni með hræðsluáróðri um að við yrðum Kúba norðursins,

ef við samþykktum ekki Svavars-samning Jóhönnu og Steingríms.

Í hvaða liði var okkar ágæta Þóra þá?  Vill hún fá það Kastljós á sig?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 21:47

7 Smámynd: Elle_

- - - Enda þjóðin svo meðvirk, að það nálgast sturlun. - - -Nei, þú leggur forsetann í svo mikið einelti að það nálgast sturlun.  Geturðu ekki skilið maður að forsetinn gat ekkert vitað frekar en við hin að þarna voru þjófar að verki?  Hann var ekki mútuþeginn.

Elle_, 13.5.2012 kl. 21:49

8 identicon

Til upprifjunar: Þjóðaratkvæði um Icesave samning Svavars fór 98 - 2.

Þjóðin hafnaði hræðsluáróðri samfylktrar elítu ríkisvaldsins og RÚV ohf.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 21:53

9 Smámynd: Elle_

Já, Pétur Örn.  Í ICESAVE liðinu var nefnilega RUV.  Og Þóra getur talist með með aumustu spurningar gegn þeim sem böðluðust með ICESAVE nauðungina gegn þjóðinni.  Spurningarnar voru svo slakar að eftir var tekið þá og þá vissi enginn að Þóra ætlaði að verða forseti. 

Elle_, 13.5.2012 kl. 22:00

10 identicon

Já, það var augljóst Elle, að fréttastofa og Kastljós RUV

þjónuðu einhverjum allt öðrum hagsmunum en óbreyttra borgara þessa lands.

Þar virðist reyndar enn vera allt við það sama. 

Enginn lærdómur af hruninu, bara heilög skinhelgin ... um heilagar meyjar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 22:14

11 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Þýsklandsforseti þáði fé að láni frá auðmönnum, fé sem þeir hefðu getað ávaxtað á betri kjörum annarsstaðar. Þetta jafngildir mútþægni forseta.

Nú væri fróðlegt ef Haukur Kristinsson gæti upplýst okkur um þá glæpi Hr. Ólafs sem gera mútuþægni að „hreinum tittlingaskít" í samanburði. Á hann etv við það að Ólafur afstýrði því að Svafarssamningur Jógrímu væri lögfestur? Eða þá það að Ólafur hélt á lofti málstað Íslendinga á erlendum vettvangi?

Ég hef áður innt Hauk eftir rökum fyrir geipinu sem út úr honum vellur en það hefur ekki haft annan árangur en að hann þagnar - um stund. Víst má telja það árangur, þó í litlu sé. Hann minnir mig á krakka, grenjandi af frekju.

Hólmgeir Guðmundsson, 13.5.2012 kl. 22:18

12 identicon

Mín vegna getum við gengið út frá því að forseta ræfillinn hafi ekkert vitað um brask og þjófnað útrásarvíkinganna. Mín vegna. En persónan sem skrifar ræðu eins og þá sem haldin var í London 2005 (sjá link fyrir neðan) hefur mjög skerta dómgreind og brenglaða mynd af okkur Íslendingum. Ég vil ekki svona rugludalla sem forseta. Ekki einu sinni í 4 ár, hvað þá 20. "We've seen enough".

http://www.forseti.is/media/files/05.05.03.Walbrook.Club.pdf

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 22:28

13 Smámynd: Elle_

´Rugludallarnir´ eruð þið sem kallið hæfan mann ´rugludall og ræfil´ en kannski ættirðu að SVARA HÓLMGEIRI??

Pétur Örn, minni líka á SPEGIL RUV.  Sá þáttur með Sigrúnu Davíðsdóttur fréttabrenglara var hvað skæðastur, ömurlegur.  Þar var mest um alhæfingar, brenglanir og rangfærslur.

Elle_, 13.5.2012 kl. 22:41

14 identicon

Sannleiksskýrslan svokallaða virðist vera orðin fyrir marga Íslendinga eins og gömul veðurspá. Og enginn les gamla veðurspár, allaveganna ekki ég. En skýrslan er engin veðurspá. Þessi Hólmgeir ætti kannski að lesa bindi 8, bls. 170-178. Það sem var þyngst í metunum gegn Christian Wulff var ekki lánið, heldur hans ferðalög í einkaþotum auðmanna og veisluhöld með þeim. Óli flaug í það minnsta 10 sinnum í einkaþotum útrásarbófanna og lét þá dekra við sig og sína kvinnu. Og auðvitað hafa þau hjónakornin þegið gjafir frá þeim. En Hólmgeir getur drullast til að lesa um þetta sjálfur, ég nenni ekki að mata hann á efninu. Þessi meðvirkni Íslendinga er að verða þjóðarmein, en allt of margir  sætta sig við fúsk, spillingu og hroka.      

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 22:52

15 identicon

Össur vill endilega breyta stjórnarskráinni á þann hátt að afsala megi fullveldi landsins til fjölþjóðastofnana. Þetta er þægilegt að því leyti að nýtt þing gæti gengið í ESB án þess að til kæmi stjórnarskrárbreyting og nýjar kosningar.

Á sama tíma leggur Samfylkingin ofuráherslu á að koma leiðintamri sjónvarpsstjörnu á Bessastaði.

Þá er kannski ekkert eftir annað en að búa til knýjandi kringumstæður (man engin eftir umsókninni og formennsku Svía eða öllum lygunum í kring um Icesave), fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, plata Bjarna Ben (sem les hvort eð er ekki það sem hann skrifar undir) og málið afgreitt.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 22:57

16 Smámynd: Elle_

- - - En Hólmgeir getur drullast til að lesa um þetta sjálfur - - - Þú getur líka ´drullast´ til að skilja að forsetinn var ekki spámaður frekar en við hin og líka geturðu ´drullast´ til að skilja að 8. bindið sem þú eilíflega vísar í var ærumeiðingar samfylkingarkonu gegn forsetanum.

Elle_, 13.5.2012 kl. 23:00

17 identicon

Að lokinni seinni heimstyrjöldinni, vöknuðu austur-Evrópubúar upp við það, að vera orðnir rússneskir þrælar.

Þeir voru aldrei spurðir, og þó ég þekki það ekki í þaula, þá finnst mér ólíklegt að stjórnarskrá landanna sem fundu sig undir hælnum á kommúnismanum hafi gert ráð fyrir að það gerðist.

Hver þjóð á hóp fólks, sem er reiðubúið til að ganga erinda erlendra ríkja. Ástæðurnar eru vafalaust margar og misjafnar, en þetta er staðreynd. Flest ríki í Evrópu þurftu að upgötva þetta á mjög harðneskjulegan hátt, fyrst undir hæl Þjóðverja, og síðan Rússa.

Flestar þjóðir ESB hafa komist í þá stöðu sem þeir eru í, án þess að vera spurðar. Engin þeirra kemst hjálparlaust út lengur. Grikkir eru að reyna það þessa dagana. Þeir liggja undir gríðarlegum hótunum, ef þeir gera ekki það sem þeim er sagt, skal þeirra bíða gjaldþrot, upplausn og öll þau óáran sem ESB getur látið af sér leiða. Þeir fá engin loforð um hjálp til að komast út með sæmd. Þeir fá bara boð um að svelta innan ESB, ella deyja utan þess. Engin sérstök manngæska eða umhyggja þar á ferð.

Við þurfum ekkert að skilja af hverju Samfylkingin vill framselja Ísland, eða af hverju ESB vill Ísland framselt. Við þurfum hinsvegar að skilja hvaða meðulum beitt er, til að hindra framsalið. Við þurfum að átta okkur á því sem á að gerast, áður en það gerist.

Þóra Arnórsdóttir er lykilmanneskja í því að véla landið undir ESB. Þegar Samfylkingin er búin að blekkja Bjarna Ben og aðrar saklausar sálir, að samþykkja breytingar á stjórnarskrá, og þjóðin í sakleysi að kjósa Þóru, þá eru við kominn inn, og komumst aldrei út aftur.

Sagan endurtekur sig í sífellu. Kvislingar eru þarna, þó svo að við skiljum ekki alltaf hvað þeim gengur til.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 23:32

18 identicon

Snjöll skrif hjá Hilmari - og það sem meira er, laukrétt !

 Íslands óhamingju yrði allt að vopni, ef það nægir, að snoppufríður spyrill úr ríkissjónvarpinu, yrði kosin forseti þjóðarinnar !

 Þá  mun margur maðurinn segja með Geir Haarde: " Guð blessi Ísland" !!

Kalli Sveins. (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 00:53

19 identicon

Satt segirðu Hilmar og talandi um kvislinga og önnur viðlíka smámenni, þá má nú einnig minna á undirferli Hreyfingar þremenninganna,

en Þór Saari segir í kvöld í samtali við mbl.is að þau í þremenningaklíkunni hafi fundað, bara oggolítið og eiginlega bara pínulítið með þeim Jóhannu og Steingrími um stuðning Hreyfingarinnar í tengslum við stjórnarskrármálið,

og kannski einhverja fleiri bónusa fyrir liðveisluna?

Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, spyr þess hvað sé eiginlega í gangi varðandi plott Hreyfingarinnar með þeim helferðarhjúum ESB og AGS.  Lilja segir svo á heimasíðu sinni, liljam.is:

"Hvað er eiginlega í gangi? Ég veit ekki betur en að meirihluti sé á þingi

fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um innihald tillagna stjórnlagaráðs,

nema ákvæðinu sem bannar þjóðaratkvæðagreiðslu um mál eins og Icesave.

Ætlar Hreyfingin að koma í veg fyrir að Icesave fari aftur í þjóðaratkvæðagreiðslu eða er Þór að segja ósatt um efni fundarins?"

Enn og aftur má spyrja: Er Hreyfingarliðið, margfalt í roðinu, ekki hluti Dögunar?  Er þetta þá stefna Dögunar, að forðast kosningar????

Er Dögun kannski á helferðarleiðangri í aðlögun að ESB? 

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 01:05

20 identicon

Er enginn heiðarlegur í Dögun hvað varðar þremenningana, nema sú mæta kona, Anna Sigríður Guðmundsdóttir? 

Anna Sigríður segir svo um þremenningaklíkuna í athugasemd við bloggpistil Sigurðar Sigurðarsonar, "Hreyfingin til sölu, kostar eina tölu":

"Hreyfingin er í ESB-hugleiðingum, og lætur sér ekki muna um að svíkja sig inn í nýja stjórnar-framboðið Dögun, til að tryggja að ESB-veldið fái að klára sín áróðurverk og ó-afturkræfu aðlögun Íslands að ESB-heimsveldinu, með tilheyrandi stjórnarskrár-breytingum.

Þau eru ekki að hugsa um stjórnarskrárbreytingu fyrir almenning á Íslandi, heldur fyrir aðlögun ESB-veldisins.

Hvað skyldi Jóhanna Hafa borgað þeim mikið fyrir að styðja Samfylkinguna og svikarana úr VG, ásamt svikurunum úr öðrum flokkum?

Það er skömm fyrir Hreyfinguna, að misnota aðstöðu sína svona á öllum vígsstöðum. Þau eru ekki heil í neinu sem þau segja eða gera, frekar en margir aðrir falskir þingmenn/konur.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir 13.5.2012 kl. 22:28

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 01:14

21 Smámynd: Sólbjörg

Þór Saari talar tungum tveim eins og Steingrímur, Birgitta slær um sig helgislepjuljóma eins og Jóhanna og Margrét er kjaftfor eins og Össur. Ekki að undra að það fari vel á með þeim.

Sólbjörg, 14.5.2012 kl. 06:27

22 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Ekki tókst Hauki að benda á glæpi forsetans, og er það að vonum. En ekki þagnaði hann í þetta skiptið, og er það lakara.

Svo virðast ágerast einkennin í fari hans sem minntu mig á öskrandi frekjuskjóðu, sbr þetta:

„ Ég vil ekki svona rugludalla sem forseta."

Hverjum eins og sé ekki sama?

Hólmgeir Guðmundsson, 14.5.2012 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband