Stjórnarskráin og fiskur undir steini

Stjórnarskráin kom ekkert við sögu í hruninu og ætti að fá frið í uppgjöri hrunsins. Ríkisstjórnin, á hinn bóginn, ætlar sér að breyta stjórnarskránni til að setja mark sitt á stjórnskipun lýðveldisins - og auðvelda framsal valdheimilda til yfirþjóðlega stofnana (les: Evrópusambandið).

Fundur Hreyfingarinnar með ríkisstjórninni er til að sýna að þrjú atkvæði á alþingi eru komin til liðs við ríkisstjórnina.

Pólitísk hersýning af þessu tæi dylur þó ekki þann kjarnavanda ríkisstjórnarinnar að hún nær ekki innbyrðis samstöðu um fiskveiðistjórnunarfrumvörpin tvö. Með því að tefla fram stjórnarskrárfrumvarpinu, sem vitað er að mætir harðri andstöðu, kaupir ríkisstjórnin sér tíma.

Og þingflokkur Hreyfingarinnar dinglar með eins og hver annar kjánaprikssöfnuður.

 


mbl.is Stjórnarskrármál á hreyfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er deginum ljósara, að það verður engin breyting gerð á þessu þjóðfélagi, fyrr en eftir upptöku persónukjörs, við kosningu til Alþingis.

Og nú er búið að flækja kvótafrumvarpið það mikið, að úr því verður ekki leyst, nema með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 08:21

2 identicon

Þremenningarnir lifa í sýndarveruleika Jóhönnu og Steingríms.

Fyrr en síðar mun þó ískaldur veruleikinn mæta þeim í kosningagættinni.

Ágætt að þau hafi hér afhjúpað sig endanlega.  Þau hafa roðflett sjálf sig. 

Þau sundruðu Borgarahreyfingunni.

Þau stefna að því að sundra Dögun.

Þau sitja nú í skjóli Jóhönnu og Steingríms.

Þau sundra öllu fyrir stundargræðgi.

Þau munu heyra klukkuna tikka og svo falla þau,

því tíminn mun dæma sjálfsfróandi vonbrigðin úr leik.

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband