Þóruframboð er kvittun fyrir Icesave

Eftir að þjóðin hafnaði Icesave-lögum í tvígang, þökk sé Ólafi Ragnari Grímssyni, komst ríkisstjórnin á síðasta snúning - og þar er hún enn. Forysta Samfylkingarinnar leitaði logandi ljósi að frambjóðenda gegn Ólafi Ragnari Grímssyni og fann sjónvarpskonuna Þóru Arnórsdóttur.

Fyrir Samfylkinguna er forsetaframboð Þóru tvíþætt. Að jafna um sitjandi forseta annars vegar og hins vegar undirbúningur undir næstu þingkosningar.

Nái frambjóðandi Samfylkingar kjöri til forseta verður það notað til hins ítrasta í alþingiskosningunum sem eru handan við hornið. 

 


mbl.is Segir Jóhönnu í herferð gegn sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá Ólafi.

Hann er eini maðurinn sem þorir að tala í þessu landi.

Afhjúpar algjörlega þetta fáránlega sjónvarpsframboð.

Okkur vantar ekki drottningu.

Okkur vantar alvöru fólk. 

Rósa (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 13:06

2 identicon

Og hvers vegna ætti þjóðin ekki að kjósa Ólaf, sem kom í veg fyrir vítavert kæruleysi og nánast STÓRGLÆP VINSTRI RÍKISSTJÓRNARINNAR gagnvart þjóðinni, þar sem Icesave I er annars vegar.

Bara spyr?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 13:29

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Nái frambjóðandi Samfylkingar kjöri til forseta verður það notað til hins ítrasta í alþingiskosningunum sem eru handan við hornið. "

hvernig þá?

Sleggjan og Hvellurinn, 13.5.2012 kl. 13:44

4 identicon

Hef fylgt vinstri mönnum um ár og aldir, þessi stjórn jóhönnu og steingríms er smánarblettur vinstri sögunnar á Íslandi. Ólafur hefur rétt fyrir sér, herferð Jóhönnu og hins glæpsamlega vitlausa Hrannars er viðurstyggileg. Þetta fólk kann sig ekki, skammast sín ekki fyrir öll þau afglöp sem þau hafa gert. Jóhönnu verður ávallt minnst sem mesta ræfils íslenskrar stjórnmálasögu, hart mælt en hverju orði sannara. Hin kynvillta,elliæra Jóhanna verður dæmd, hennar mun aldrei verða minnst fyrir annað en svik og pretti.

Egill (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 14:05

5 identicon

Hefi aldrei - og hélt að til þess myndi aldrei koma - að ég mundi kjósa Ólaf Ragnar Grímsson !

 Enn - nú skal það gert!

 Hversvegna?

 Jú, hann hefur komið í veg fyrir að afkomendur okkar yrðu að greiða hátt í ÞÚSUND MILLJARÐA vegna heimsku vitgrannra bankamanna.

 Hans er heiðurinn  og"  heiður þeim sem heiður ber"

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 14:17

6 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Bíðum nú við, er icesave málinu lokið? Ég hélt ekki. En þeir nötra allir sjálfstæðismenn í dag, og dýrka ÓRG af sem áður var.

Hjörtur Herbertsson, 13.5.2012 kl. 14:23

7 identicon

Óli er symbol hrunsins, spillingar, flottræfilsháttars og hroka þeirra sem meira mega sín í þjóðfélaginu. Hann hélt veislur á Bessastöðum fyrir ex-prisoner og íslenska glæpamenn. Þar var skálað í kampavíni. Hann brást alþýðu landsins algjörlega, fór í lið með glansliðinu, þar sem yfirborðsmennskan var allsráðandi. Enda kallinn heldur betur tekinn í gegn í Rannsóknarskýrslu Alþingis, bindi 8. Það er með ólíkindum að kallinn skuli vera svo óforskammaður að bjóða sig fram enn einu sinni.

Veruleikafirring total.

“We’ve seen enough”

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 14:35

8 identicon

Gleymdu þessu Haukur Kristinsson. Syndir ÓRG í þessum efnum eru smávægilegar miðað við syndir samfylkingarinnar.

Samfylkingin var stjórnmálaarmur útrásarinnar og hefur nú gerst stjórnmálaarmur innrásarinnar.  Hluti af innrásarplaninu er að koma Þóru á Bessastaði.

Seiken (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 14:46

9 Smámynd: Elle_

Nei, þú ert óforskammaður, Haukur.  ÓFORSKAMMAÐUR.  Hvað kemur forsetinn eða ICESAVE Sjálfstæðismönnum við, Hjörtur??

Og svo misnota Jóhanna og co. RUV gegn Ólafi og fyrir Þóru.  Það á að stoppa svona mismunun í RUV ALLRA LANDSMANNA.

Elle_, 13.5.2012 kl. 14:48

10 identicon

Sá skarpi maður Helgi Jóhann Hauksson, er með góð ummæli um forseta ræfilinn:

 

Karlinn skorar nú ekki með svona yfrilætisfullum 2007-hrokastælum. Hann er auðvitað fyrst og fremst höfðingi útrásarliðsins og spillingarinnar sjálfur. en Þóra er fullkomlega ósnortin af því öllu. Kemur að með hreint borð sem verðugur fulltrúi nýrra tíma og nýrrar kynslóðar með haug af nýjum Íslendingum í farteskinu á Bessastaði.

Takið eftir hv ótrúlegur hrok eri í manninum gagnvart konum um leið og hann skreytir sig sjálfan með Dorrit eins og hverjum öðrum fylgihlut. Hann ræðst bæði á Þóru og Jóhönnu. Hverngi hann ræðst að Jóhönnu sitjandi forstæisráðherra um leið og hann hrósar Davíð Oddssyni sýnir vel hve kynlægur hroki hans er. — Eða hver man ekki hvernig hann umgekkst Margréti Frímannsdóttur.

— Að maðurinn telji það svo stórlega að finnsluvert að Þóra segist ekki taka afstöðu til ESB-aðildar fyrr en samningur liggi fyrir segir svo meira en allt annað í hvaða leiðangri ÓRG er — póltíkus, pólitíksu og ekkert nema pólitíkus alla leið í gegnum — með sín persónulegu pólitísku markmið en engin prinsip. - Hér má rifja upp orð Styrmis Gunnarssonar en þau eiga einkar vel við um Ólaf Ragnar Grímsson: „Þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska og valdabarátta.“

TIl þess kjósum við Þóru að von sé um að einmitt þetta breytist. — Prinsip forseta ætti alltaf að vera að taka EKKI afstöðu fyrr en ALLAR nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir — en augljóslega ekki ÓRG sem er prinsiplaus en hlaðinn pólitík, tækifærismennsku og valdabrölti.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 15:12

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er ekki kominn tími til að Jesús Kristur Jósefsson segi pólitísku sérhagsmuna-öflunum til syndanna aftur? 

Græðis-svikaöflin geta ekki krossfest hann aftur fyrir kærleiksskoðanir hans!

Náunga-kærleikurinn verður aldrei flokkaður, og er hreinasta og sterkasta jafnréttis/réttlætisaflið sem til er í heiminum.

Náungakærleikurinn er sá sem hann er. Hann er óháður öllum hagsmuna-aðilum vítt og breitt um heims-stjórnvalda-leikritið.

Stjórnarskrá lýðveldis Íslands:

65.gr.

Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2012 kl. 15:16

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einungis skilyrðislaus náungakærleikur getur uppfyllt 65. gr. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.

Um það þarf ekki að deila.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2012 kl. 15:23

13 identicon

Ég óttast að of fáir geri sér grein fyrir því, hversu mikið “embarrassment” kall ræfillinn er orðinn fyrir íslensku þjóðina.

Þetta er nefnilega ekkert grín lengur.

 

“We’ve seen enough”

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 15:24

14 Smámynd: Elle_

Hinn skarpi maður??  Var það Jóhann Hauksson sem forsetinn rúllaði upp á Bessastöðum eftir synjun ICESAVE??

Elle_, 13.5.2012 kl. 15:29

15 identicon

Líkurnar á því að Þóra sé ekki með þá fast mótuðu skoðun að ganga í ESB óháð því hvort fórna þurfi til þess heimilunum, miðunum og landinu, eru engar.

Seiken (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 15:33

16 identicon

@HK:

Vel má vera að Ólafur komi ekki vel undan árunum fyrir hrun en hann var auðvitað að gera það sem taldi sína skyldu, hjálpa íslenskum fyrirtækjum. Hann sá auðvitað ekki að þau voru byggð á sandi en það sama má segja um marga aðra.

Maður sem hlustar á þjóð sína og leyfir henni að tjá sig um stórmál eins og Icesave hefur einfaldlega bjargað henni. Í þessu máli virkaði forsetaembættið fullkomlega sem öryggisventill enda alltof margir þingmenn sem gleymdu algerlega fyrir hverja þeir áttu að vinna. Í ljósi þessa er blaðrið í Styrmi um að forsetaembættið sé úrelt stórfurðulegt.

Hvernig heldur þú að staðan væri hjá okkur núna ef við hefðum Icesave klafann á okkur? Samfylkingin hefur aldrei verið látin svara þeirri spurningu og kannski ágætt að þú gerir það! Við skuldum svakalega mikið og Sf finnst í góðu lagi að bæta við þessa skuldasúpu okkar með því að taka einn milljarða dollara að láni á 6% okurvöxtum. Helsta baráttumál Sf, ESB, hentar okkur engan veginn og ESB kemur afar furðulega fram við okkur.

Þú ættir að rökstyðja að ÓRG sé "embarrasment" fyrir þjóðina. Hvernig þá? Að tala máli hennar erlendis þegar kjörnir fulltrúar sem eiga að gera það sleppa því alveg?

Málflutningur þinn er innihaldslausar fullyrðingar og "We´ve seen enough" of Sf.

Helgi (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 15:37

18 identicon

Það að Jóhann Hauksson auglýsi Þóru ætti að vera nóg fyrir allt heiðarlegt fólk til að taka þá ákvörðun að ALLS ekki kjósa hana.

Enda á Ólafur heldur betur skilið eitt atkvæði hjá mér og sem flestum eftir Icesave ósköpin.

Kallin gerði það rétta þrátt fyrir að hans bakland væri þar að miklu leyti að verki. Kallin lét þarna skynsemi og samvisku sína ráða sem er mikið, mikið meira en hægt er að segja um einn einasta samfylkingarþingmann á Alþingi.

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 16:19

19 identicon

Elle, flott að linka á þetta,

þegar Ólafur Ragnar rúllaði Jóhanni Haukssyni upp. 

Upplýsingafulltrúi helferðarstjórnarinnar, Jóhann Hauksson, var þarna að reyna að selja sig sem pútu fyrir hönd Jóhönnu og Steingríms og hrægammanna og erlendu vogunarsjóðanna.  Hve lítilla sanda og hve lítilla sæva þetta helferðarpakk og pro og post hrunalið allt er.

Ólafur var púta líka, EN hann reis upp og stóð með þjóðinni, eftir undirskriftasafnanir almennings og virkjaði lýðræðið. 

Batnandi manni er alltaf best að lifa, en þeim sem kjósa að vera pútur áfram, já áfram, og afneita þjóðinni og vilja hennar, gegn Icesave, gegn aðlögun að brunarústum ESB, gegn ægivaldi hrægamma og erlendra vogunarsjóða munu hverfa og tími þeirra út renna í sandinn og brátt enginn mun vilja muna Jóhönnu og hennar pútnahirð stundinni lengur. 

Brátt verður Jóhönnu og pútnahirð hennar í brók og mun þar enginn vilja nálægur vera þá HRUN-ráðherrann fer undan í flæmingi með rennandi, pípandi skitu.  Ekki einu sinni pútnahirð hennar,

heldur mun hún nú brátt sundrast.    

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 16:21

20 identicon

Ólafur rokkar. Finn til með Hauki.

"I´ve seen enough of him."

Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 16:26

21 identicon

Ólafur Ragnar er maður fólksins.

Hann hefur sýnt það og sannað.

Megi hann lengi lifa. 'Húrra, húrra.

Jóhanna (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 16:35

22 identicon

Eftirtektarvert hversu litlar kröfur Íslendingar gera til sinna embættismanna. Þjóðin kaus afglapana Dabba ár eftir ár, trekk í trekk, þar til allt var komið í þrot. Manninn, sem forseta ræfillinn kallaði skíta karakter. Núna vælir Óli og grátbiður þjóðina um enn eitt kjörtímabilið, henni Dorrit sinni líði svo vel á Bessastöðum. Og ég lofa að hætta eftir 2 ár. Promise. Er jafnvel til með að borga með sér. Það er einhver infantile meðvirkni og dómgreindarskortur hjá þjóðinni. Og núna ætlar þetta fótfúna gamalmenni að sækja sér atkvæði með því að ota fram sinni snobb dúkku, sem hefur aldrei dýft hendinni í kalt vatn, en safnar demöntum. Hvað ætli móðir mín sáluga hefði sagt við þessu, sem á áttræðisaldri vann í fiski? Hello, folks, wake up!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 16:39

23 identicon

Vörumst fjölmiðlafulltrúa

helferðarstjórnarinnar!

Hvort sem þeir heita Jóhann Hauksson

eða Þóra Arnórsdóttir! 

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 17:04

24 identicon

Kjósum Ólaf Ragnar

Þór (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 17:09

25 identicon

Hinn ágæti Haukur Kristinsson virðist vera algerlega blindaður af hatri á Ólafi og Dabba. Það virðist algerlega koma í veg fyrir að hann taki málefnalega afstöðu, fer í manninn en ekki boltann. Það nennir auðvitað enginn að hlusta á slíka menn til lengdar.

Hvað heldur annars Þóra Arnórdóttir að hún hafi til að bera til að ráða við að vera forseti? Af hverju skyldi maður ætla að hún verði betri forseti en Ólafur?

Svo er enn ein rök sem hníga að því að skipta ekki um forseta: Ef Þóra vinnur verðum við með 3 forseta á fullum launum. Höfum við efni á því?

Helgi (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 17:27

26 identicon

Ólafur Ragnar hefur beðið þjóðina afsökunar á útrásarblindu sinni!

Jóhanna og Össur HRUN-ráðherrar fyrir hönd fjármagnseigendanna

þegja hins enn þunnu hljóði

og bjóða fram Þóru sem fjölmiðlafulltrúa sinn, til að fela syndir þeirra

og sópa öllu syndaregistri þeirra í brunarústirnar í Brussel,

þar sem möppudýrin fegra viðbjóðinn og búa til upplogna helgimynd. 

NEI, við biðjum um lýðræði, ekki alræði samtryggðra möppudýra.

Ólafur er maður lýðræðisins:  Þjóðin ráði örlögum sínum!

Ólafur hefur virkjað lýðræðið gegn samtryggðum möppudýrum.

Það mun þjóðin muna þegar kemur að kjördegi og kjósa Ólaf Ragnar,

vegna lýðræðisins.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 17:27

27 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ólafur er toppurinn!!! Kjósum 'olaf!

Eyjólfur G Svavarsson, 13.5.2012 kl. 17:33

28 identicon

Þóra ræður ágætlega við útsvarið og Eurovision kynningar.

Það gerir Brynja Þorgeirsdóttir líka og enn frekar Páll Óskar.

En þegar kemur að alvöru málum, sem varða ískalda hagsmuni þjóðarinnar,

þá vil ég sjá Ólaf Ragnar áfram á Bessastöðum, sem mótvægi við gjörspillta

stjórnsýsluna og allar ríkisstofnanirnar.  Svo einfalt er það, þrátt fyrir allt.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 17:41

29 identicon

Flestir sem hér skrifa ummæli eru innbyggjarar Gamla Íslands. Íhaldssamir, heimóttarlegir, þröngsýnir. Vilja viðhalda gamla vonlausa kerfinu, kerfinu sem unga fólkið flýr til útlanda. Jónas Kristjánsson skrifaði hörku góðan pistil í morgun:

Viðbjóður valdakerfisins:

"Djúp er fyrirlitning mín á siðareglulausum forseta Íslands. Alþingi er eins og við sjáum það í hálftíma hálfvitanna. Ekki gramm af trausti ber ég til dómsvaldsins, mundi sjálfur aldrei vísa málum til þess. Í stíl við þetta er handónýt stjórnsýsla. Sjáum hana í Matvælastofnun og í embætti Landlæknis, Persónuvernd, Útlendingastofnun og Fjármálaeftirliti, Umhverfisstofnun og Úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Stjórnsýslan er eins og dómsvaldið, Alþingi og forsetinn. Hvenær sem er tæki ég alþingi götunnar, dómstól götunnar og embættisvald götunnar fram yfir viðbjóð kerfisins, sem við þurfum að þola."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 17:43

30 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ólafi er treystandi til þess að standa uppi í hárinu á hvaða ríkisstjórn sem er, það hefur hann bæði sýnt og sannað.

En hvað með Þóru, ef hún er einungis kandídat núverandi ríkisstjórnar, sem á minna en eitt ár eftirlifað. Hvert verður hennar hlutverk þá eftir ríkisstjórnarskiptin?

Er Þóra tilbúin til þess að taka því að núverandi viðhlægjendur verði þá að óvinum, líkt og núverandi forseti hefur reynt á eigin skinni?

Kolbrún Hilmars, 13.5.2012 kl. 17:45

31 identicon

Haukur þú ert lítt skárri en elliæri kynvillingurinn. Hafðu sóma í því að tjá þig ekki við fullorðið og vitborið fólk. Fólk eins og þú sem átt að fara af landi brott með hinum ónytjungunum.

Egill (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 17:46

32 identicon

Haukur vitnar í Jónas Kristjánsson:

"Hvenær sem er tæki ég alþingi götunnar, dómstól götunnar og embættisvald götunnar fram yfir viðbjóð kerfisins, sem við þurfum að þola."

Það er undarlegt að Haukur og Jónas átti sig ekki á því,

að það var einmitt téður Ólafur Ragnar, sem þorði einmitt að virkja lýðræðið,

að virkja alþingi, dómstól og embættisvald götunnar,

þegar hann vísaði Icesave til úrskurðar þjóðarinnar!

Fyrir það er þjóðin ánægð með Ólaf Ragnar og er nú tilbúin til að fyrirgefa

honum eldri syndir,

enda er hann sá eini innan valdakerfisins sem það hefur gert.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 18:02

33 identicon

Enda er hann sá eini innan valdakerfisins, sem hefur beðist afsökunar!

Þjóðin er ekki refsiglöð, en hún metur þá sem iðrast. 

Hefur Jóhanna Hrun-ráðherra beðist afsökunar?  NEI, hún reigir sig enn.

Hefur Össur Hrun-ráðherra beðist afsökunar?  NEI, hann reigir sig enn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 18:06

34 identicon

Skýringar forsetans á atgjörvi útrásar-bófanna (London 2005)

 

Nr. 11. Óli um Íslendinga erlendis. Fascinating eccentrics who can do no harm.

Eleventh, because of how small the Icelandic nation is, we do not travel the world with an extra baggage of ulterior motives or big power interests rooted in military, financial or political strength. No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 18:20

35 identicon

Margir tóku pistli Jónasar rétt áðan fagnandi. Þessi er splunkunýr.

 

Sameining eða sundrung

“Við þurfum forseta, sem sameinar meira en hann sundrar. Höfum fengið upp í kok af leðjuslag, sem oftast er kenndur við hálftíma hálfvitanna á Alþingi. Þurfum frið til að jafna okkur eftir áfallið 2008. Þurfum forseta, sem setur sér almennar siðareglur í umgengni við umhverfi sitt. Þurfum EKKI forseta, sem ryðst fram vígvellina með gargi og látum að hætti Vigdísar Hauksdóttur. Þurfum að losna við allt gamla hænsnahúsið innan og utan fjórflokksins, sem hefur of lengi ráðið ferð. Setjum á oddinn gott fólk. Ósnortið af leðjuslag fyrri ára, sem vonandi eru senn liðin. Við þurfum forseta fyrir framtíðina.”

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 18:47

36 identicon

Ólafur Ragnar er greindasti embættismaður þjóðarinnar. Þessum manni vill V.G. og Samfylkingin sparka út frá Bessastöðum. Mál er að inni. Rikisstjórn og stjórnarflokkar verða að átta sig á því að almenningur í landinu treystir Ólafi Ragnari forseta. Við skulum nú ekki ræða um sko.... þau sem sitja alþingi í dag.

Oft segir Jónas Kristjánsson góða hluti. Þá fjallar það um mat og þjónustu veitingahúsa. en annað...Nei.

Jóhanna (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 18:49

37 Smámynd: Elle_

Haukur, eins og okkur sé ekki nokk sama hvað Jóhann Hauksson og Jónas Kristjánsson segja??  Persónulega vil ég hæfan og lýðræðssinnaðan mann, reyndan mann, í forsetaembættið.  Og kýs Ólaf.  Og eins og Helgi sagði að ofan er málflutningur þinn innihaldslausar fullyrðingar.

Elle_, 13.5.2012 kl. 18:58

38 identicon

Já, já Haukur Kristinsson.

Þóra Arnórsdóttir fór á árunum 1997-2007 nokkrum sinnum til Bretlands ásamt Björgvini G. Sigurðssyni, Hrannari B. og öðru álíka liði til þess að vinna í kosningabaráttu verkamannaflokksins þar í landi. Tilgangurinn var þá væntanlega að tryggja stríðsglæpamanninum Tony Blair góða kosningu í þingkosningum (Björgvin G. Sigurðsson, 2010, Stormurinn-Reynslusaga Ráðherra, bls. 205-207).

Það gerir Þóru ekki að stríðsglæpamanni er það nokkuð Haukur frekar en það gerir Ólaf að útrásarvíking að hafa aðstoðað helstu styrktaraðila samfylkingarinnar í viðskiptum erlendis?

Seiken (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 19:06

39 identicon

Hinn ágæti Gísli Baldvinsson skrifaði eftirfarandi;

 

“Ólafur Ragnar Grímsson hóf leðjuslaginn – því miður.

Eitt er að skilgreina muninn á frambjóðendunum til forseta – annað að hjóla í manninn.

Ólafur gerir meir en það. Hann hjólar í hjónin.

Þetta eru ein ósmekklegustu ummæli sem ég hef heyrt í upphafi kosningabaráttu áður en ljóst er hver sé áherslumunur frambjóðenda.

Styrmir Gunnarsson hafði rétt fyrir sér. Leðjan sullast frá Ólafi.

En viljum við svona kosningabaráttu um Bessastaði?”

 

Nú er það alls ekki svo að ég geri mikið af því að kópí-peista. En þar sem ég verð sterklega var við mikla fáfræði og þröngsýni hjá viðhlæjendum Páls, geri ég þeim líklega greiða þessu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 19:14

40 identicon

Þóra hlýtur að bera ábyrgð á framboði sínu en ekki forsætisráðherra. En Þóra fer illa af stað með því að leyna upplýsingum um reynslu sína sbr. ferilskrá á heimasíðu framboðsins. Þóra var fulltrúi vinstri manna í stúdenta- og háskólaráði og síðar sem framkvæmdastjóri hjá ungum jafnaðarmönnum og ekkert athugavert við það í sjálfu sér. Það er hins vegar vægast sagt mjög ótraustvekjandi að skauta fram reynslu mótunarára sinna og gefur til kynna að hún og aðstandendur framboðsins muni ekki víla fyrir sér að skauta fram hjá loforðum um afskiptaleysi af pólitík.

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 19:16

41 identicon

Vörumst fjölmiðlafulltrúa

samfylktrar og samtryggðrar helferðarstjórnarinnar!

Hvort sem þeir heita Jóhann Hauksson,

Hrannar vask-þjófur,

Björgvin Blair eða Össur Brown

... as pooh ...

eða Þóra Arnórsdóttir! 

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 19:24

42 Smámynd: Elle_

Gat nú verið að þú veldir einn Brusselsinnann og heitan ICESAVE sinna og Samfylkingarmanninn enn.  Nú er það Gísli Baldvinsson. 

Næst ferðu væntanlega að vitna í ´Ásmund´ eða Ás-jarlinn sem berst á hæl og hnakka undir hverjum einast pistli Vinstrivaktarinnar fyrir að troða okkur inn í Brussel og troða ICESAVE ofan í kok á okkur.  

Já eða Eirík Bergmann, Hrannar Jóhönnu, Jón Frímann, Magnús Helga, Ómar Kristjánsson.

Elle_, 13.5.2012 kl. 19:27

43 Smámynd: Elle_

Ég var að meina Hauk næst að ofan.

Elle_, 13.5.2012 kl. 19:28

44 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ólafur fær prik fyrir Icesave.

Verkin tala.

Hrannar Baldursson, 13.5.2012 kl. 19:32

45 identicon

Torfi Hjartarson bendir á mikilvægt atriði, sem varðar það hvort helgimynd, sem aðstandendur framboðs Þóru vilja búa til um þá um margt ágætu konu, standist yfirhöfuð skoðun.  Datt okkar ágæta fjölmiðlakona bara beint af himnum ofan, sem heilög mær, kannski sem Jóhanna af Örk?  Nei, varla:

"Það er hins vegar vægast sagt mjög ótraustvekjandi að skauta fram reynslu

mótunarára sinna og gefur til kynna að hún og aðstandendur framboðsins muni

ekki víla fyrir sér að skauta fram hjá loforðum um afskiptaleysi af pólitík.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 19:36

46 identicon

Ólafur á mitt atkvæði ++++++ og miklu fleiri++++

Jóhanna (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 20:08

47 identicon

Það mætti halda að Óli kallinn væri barasta hreinn og óflekkaður sveinn, hvað pólitík varðar. Hefði aldrei látist freistast af slíku. Hinsvegar er það svo að fáir stjórnmálamenn hafa verið eins lauslátir í henni pólitíkinni og Óli. Búinn að hórast með öllum flokkum, jafnvel með maddömu Framsókn.

Hættið þessu bulli, please.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 20:12

48 identicon

Til viðbótar við góða og greinandi athugasemd Torfa Hjartarsonar má því segja,

að við vitum öll að Ólafur Ragnar er ekki heilagur maður, en verra er það,

þegar Þóra verður uppvís að leyndarhyggju

og vill ekki kannast við sína pólitísku fortíð.  Er það gegnsæi í stíl Jóhönnu?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 20:13

49 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað gerist ef Þóra verður kosin, og fer svo í fæðingarorlof?

Þá verða 2/3 forsetavalds í höndum forstæðisráðherra og þingforseta.

P.S. Plís hættið að reyna að skreyta flokkinn ykkar með Icesave. Það á enginn stjórnmálamaður tilkall til Icesave, sem var unnið á vegum samtaka á borð við Indefence, kjósum.is, Advice, Samstöðu þjóðar og aðra sem létu sig málið varða vegna þess að stjórnmálamenn voru flestir með klofna tungu í málinu. Í forsetaframboði eru núna tveir menn sem létu það mál til sín taka: Ólafur Ragnar sem þurfti að taka einfalda ákvörðun á grundvelli tugþúsunda undirskrifta frá almenningi, og svo Jón Lárusson sem actually tók þátt í að safna þessum undirskriftum og koma þeim til Bessastaða. Þessa menn vita allir hvar þeir hafa hvað þetta varðar, en aðrir þurfa að vera þeim mun afdráttarlausari þegar þeir svara til um þetta ætli þeir að vera sannfærandi, því þeir hafa ekki sama ferilinn á bakvið sig sem vísa má til stuðnings í.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.5.2012 kl. 20:27

50 identicon

Hárrétt athugað Guðmundur Ásgeirsson. 

Það vorum við, sauðsvartur almúginn, sem stóðum Icesave vaktina, en

það verður ekki frá Ólafi Ragnari tekið, að hann þorði að virkja lýðræðið,

að virkja alþingi, dómstól og embættisvald götunnar,

þegar hann vísaði Icesave til úrskurðar þjóðarinnar!

Fyrir það er þjóðin ánægð með Ólaf Ragnar og er nú tilbúin til að fyrirgefa

honum eldri syndir, sem allir vita hverjar eru og enginn fer í launkofa með.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 20:55

51 identicon

Haukur Kristinsson breyttu um stíl, vertu málefnalegur.

Andrés Ingi (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 21:02

52 Smámynd: Halldór Jónsson

Óli áfram, ekki spurning!

Halldór Jónsson, 13.5.2012 kl. 22:56

53 identicon

Síðuhöfundur segir að Samfylkingin standi að baki framboði Þóru, kannski. En hver stendur að baki ramboði forsetans?

Guðmundur  Ásgeirsson: Hver er handhafi forsetavalds þegar herra ÓRG er erlendis?  Það er skiljanlegt að menn hræðist þetta sérstaklega þar sem á sínum tíma þurfti að leggjast í miklar æfingar til að ákveðin þingmaður fengi uppreist æru. Sporin hræða.

thin (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 00:40

54 Smámynd: Skeggi Skaftason

Getum við ekki gert þá lágmarkskröfu að Forseti SEGI SATT?

(NEI Ég sagði það aldrei!

Skeggi Skaftason, 14.5.2012 kl. 13:03

55 identicon

Mikið væri það ánægjulegt ef helferðarhjúin fætu komið hreint til dyra

og viðurkennt, að þau brugðust þjóðinni með því að fela Svavari Gestssyni,

að negla íslenskan almenning á krossinn fyrir  syndir alls hins alþjóðlega

fjármálakerfis.  Og hann hló og fannst það bara sniðugt

og sagðist ekki nenna þessu, enda ríkis-verðtryggður og bólginn til ríkis-

lífeyris og því alveg sama um hinn venjulega og óbreytta almenning.

Nei, því miður þá hafa þau hjúin, Jóhanna og Steingrímur

endur-einkavætt bankana og það algjörlega á þeirra ábyrgð. 

Því skal haldið til haga að þá virkjaði Ólafur Ragnar lýðræðislegar óskir

alls hins óbreytta almennings, en Jóhanna og Steingrímur urðu brjáluð,

enda drullusama um það þó hrægammar og erlendir vogunarsjóðir

væru settir til höfuðs öllum almenningi. 

Þeirra opinbera uber-framfæri væri tryggt, útbólgið til grafarbakkans.

Það lýsir alvarlegum siðferðilegum bresti þeirra Jóhönnu og Steingríms.

Þau verðskulda það ekki að vera fulltrúar þjóðarinnar, eftir öll svik sín. 

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 14:57

56 identicon

Batnandi manni er hins vegar best að lifa! 

Og um það er þjóðin sammála, þó stalínistar og júró-kratar vilji annað!

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 15:01

57 Smámynd: Elle_

Forsetinn sagði aldrei að hann VÆRI BÚINN AÐ ÁKVEÐA eða ÆTLAÐI að hverfa til annarra verka.  Hann var að tala um ef það færi svo: - - - ákveði ég að hverfa til annarra verka - - - .  Þetta er ekkert nema útúrsnúningur andstæðinga hans.

Elle_, 14.5.2012 kl. 16:38

58 Smámynd: Elle_

Og viti menn, það er Einar Karl, langtíma forhertur ICESAVE vinnumaður og samfylkingarmaður sem skrifar svona blekkjandi um forsetann.  Kemur alls ekki á óvart frá Einari Karli.  Ætli hann hafi ekki líka örugglega hjálpað Jóhönnu við að finna Þóru?????

Elle_, 14.5.2012 kl. 17:07

59 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég tek undir að "Ólafur fær prik fyirr Icesave" og bæti við 2 prikum fyrir flottar eiginkonur, enda yrði ég ekki leið ef Dorrit væri áfram á Bessastöðum.

 Ég mun hinsvegar kjósa konu!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.5.2012 kl. 02:43

60 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://blogg.smugan.is/einarkarl/2012/05/13/eg-gerdi-thad-alveg-skyrt-til-fjogurra-ara/

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.5.2012 kl. 03:06

61 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://blogg.smugan.is/einarkarl/2012/05/13/eg-gerdi-thad-alveg-skyrt-til-fjogurra-ara/

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.5.2012 kl. 03:06

62 identicon

Öll matsfyrirtæki heims, allar stærstu bankar heims, allar helstu fjármálastofnanir heims, FME og Seðlabanki Íslands gáfu íslensku bönkunum og útrásarvíkingunum fullt hús stiga fram á síðasta dag.

Ólafur er ekki sekur um annað en að trúa því sama og allir aðrir gerðu á þessum tíma.

Ólafur hafði engar aðrar upplýsingar en jón og gunna á götunni, FME og Seðlabankinn höfðu nægar upplýsingar um pýramídasvindlið og stjórnmálastéttin öll var í vösunum á útrásarvíkingunum eftir að hafa þegið hundruði miljóna múturgreiðslur á góðæristímanum.

Þegar hins vegar spilaborgin féll, og skíturinn fór að leka út skellti Ólafur öllum hurðum á þetta lið og tók sér stöðu með íslenskum almenning, mútuþegarnir hins vegar tóku sér stöðu með þeim sem rústuðu hér öllu og rændu, sú staða stendur óhögguð og öll vinna mútuþeganna frá haustdögum 2008 hefur snúist um að verja hagsmuni þeirra sem greiddu þeim múturnar.

Það er ekkert um það deilt í dag að Svavarsafrekið hefði leitt þjóðina lóðbeint í greiðsluþrot, og síðari samningurinn væri nú þegar búinn að kosta okkur tugi miljarða til dagsins í dag og enginn veit hver endanlegur kostnaður hefði orðið, en allir vita að þessi peningur er ekki til.

Ég ætla að kjósa Ólaf, hann hefur unnið vel fyrir kaupinu sínu síðustu árin, vonandi lukkast kjósendum svo að losa sig við restina af mútuþegunum í næstu kosningum svo hér verði hægt að reisa nýtt Ísland, laust við viðgjóð fjórflokksins.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 18:04

63 identicon

Heyr, heyr meistari Sigurður #1.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband