Norðmenn undirbúa uppsögn EES-samnings

Andstaða vex í Noregi gegn EES-samningnum og fremur er horft til tvíhliða samninga við Evrópusambandið, líkt og Sviss hefur. Norðmönnum finnst ýmis ákvæði EES-samningsins íþyngjandi s.s. reglur um póstþjónustu og ákvæði um afleysingastörf á vinnumarkaði.

Andstaða Norðmanna við aðild að Evrópusambandinu hefur aldrei verið meiri, um 70 til 80 prósent, og því eru litlar líkur að brottfall EES-samningsins auki fylgi aðildarsinna. 

Norðmenn eru sannfærðir um að Evrópusambandið sé búið að vera. EES-samningurinn er aukaaðild að ESB og hver vegna að eiga aukaaðild að deyjandi ríkjasambandi, spyrja Norðmenn.

Stjórnvöld á Íslandi fylgjast vitanlega ekki með umræðunni í Noregi frekar en í Evrópu almennt. Össur og Jóhanna halda enn að Evrópusambandið sé staðurinn til að vera á og liggja á þröskuldinum í Brussel.


mbl.is Segir EES lýðræðislegt klúður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Norska blaðið Aftenposten kallar aðild Noregs að Evrópska efnahagssamningnum lýðræðislegt klúður og vísar í því samhengi til skýrslu þar sem gerð hefur verið heildarúttekt fyrir norska Stórþingið á EES-samningnum síðustu 20 árin og áhrifum hans á Noreg.

Aftenposten segir að sá lýðræðislegi halli sem komi fram í skýrslunni skjóti styrkari stoðum undir rök þeirra sem hafa viljað að Noregur sæki um aðild að Evrópusambandinu um leið og hún styrki jafnframt málflutning þeirra flokka sem hafa viljað slíta tengslin við EES-samstarfið.

gangleri (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 22:17

2 identicon

Nøyaktig halve folket vil enten ha EU-medlemskap eller en fortsatt EØS-avtale. Men tre av ti nordmenn vil bytte ut avtalen med en handelsavtale.

Debatten om EU-medlemskap er lagt på is. Bare 12 prosent av det norske folk vil nå ha landet inn i EU, viser en måling som Respons har gjennomført for Aftenposten. 38 prosent vil videreføre EØS-avtalen.

Tilsammen er det dermed 50 prosent som enten vil ha medlemskap eller fortsatt tilknytning til EU gjennom EØS. 29 prosent foretrekker en tosidig handelsavtale mellom Norge og EU, mens hver femte spurte er usikker.

Bakgrunnstallene viser som ventet store variasjoner etter partifarge. Blant tilhengerne av Sp, KrF og Fremskrittspartiet er det nå en overvekt av de spurte som vil bytte ut EØS med en handelsavtale. Sterkest er EØS-støtten blant Høyre- og Ap-velgere. Men bare 18 prosent av ja-partiet Høyres velgere, og 11 prosent av Aps, ønsker nå medlemskap i EU. Størst er ja-prosenten nå i Venstre, med 25 prosent.

Målingen omfatter også to spørsmål om hva EØS-avtalen betyr for norsk næringsliv, og for landet som helhet. Nesten syv av ti opplever avtalen som enten svært eller ganske viktig for næringslivet. Et stort flertall mener også at EØS er viktig for Norge totalt sett.

Motstanderne av norsk EU-medlemskap har i alle vært delt i synet på EØS-avtalen. Organisasjonen Nei til EU vil også ut av EØS. Men i målingen fra Respons er det 44 prosent av medlemskapsmotstanderne som vil beholde EØS-avtalen. 37 prosent av nei-folket vil bytte den ut med en handelsavtal

gangleri (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 22:21

3 identicon

http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/politikk/Rapport-EOS-avtalen-er-en-demokratisk-fiasko-for-Norge-6742382.html#.TxSibG9m513

gangleri (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 22:22

4 identicon

Mögnuð speki ESB varðhundanna hér sem á öðrum vefjum ESB - efasemdarpenna sem þeim hefur sérstaklega verið plantað...  80% Norðmanna segjast alls ekki vilja sjá að ganga í ESB og að segja upp ESS samningnum hlýtur að hljóma eins fögur tónlist í eyru þeirra sömu. 

ESB - einangrunarsinnar ættu endilega að skýra út fyrir okkur og Norðmönnum að þeir eigi líka að taka upp evruna strax á morgun....

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 22:40

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mikill meirihluti Norðmanna vill EES samninginn og viðurkennir mikilvægi hans fyrir Noreg. Meirihluti ,,Nei-sinna" í Boregi er líka fylgjandi EES.

Svo, Noregur er ekkert að fara úr EES eða í eitthvað tvíhliða dæmi.

Ef þeir fara eitthvað þá fara þeir í EU. Sem væris kynsamlegt samkvæmt nýbirtri skýrslu. því þá ykju þeir fullveldi sitt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.1.2012 kl. 00:45

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Norðmennirnir mínir brosa,yfir þessari ath.semd.þeir vita betur,Ómar. Meirihluti Norðmanna má ekki til þess hugsa að ganga í ESB. Mikilvægi? Fullveldið er eins og okkar,það miklvægasta.

Helga Kristjánsdóttir, 17.1.2012 kl. 01:09

7 identicon

Ha ha ha ... og enn koma brekkurnar, ESB - einangrunarsinnarnir og núna er stórkostlegur sigur fyrir ESB trúboðið að 80% Norðmanna biður ESB að halda sér úti og helst sem allra lengst í burtu.  Jú nú er EES samningurinn er svo stórkostlegur að þeir geta ekki hugsað sér að vera án hans.  Það er jú sami handónýti EES samningurinn með öfgafrjálshyggjuklámi kratahyskisins að sögn ESB - einangrunarsinna sem er eins og allir vita stærsta ástæða hrunsins og sömu ESB - einangrunarsinnar segja að ástæða þess að losna undan honum með að ganga í ESB í staðinn....  EES samningurinn er ónýtur hérlendis en svo stórkostlegur í Noregi.   

Hvað næst .... ESB - einangrunarsinnar....  Er Grikkland jafnvel orðið eitt stöndugasta ríki veraldar.... þökk sé evrunni og ESB.....  ????  

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 01:32

8 identicon

Eivind Smith prófessor í ríkisrétti í Osló kallaði EES-samninginn "konstitusjonell katastrofe." Smith hefur nokkrum sinnum komið til Íslands, varaði til dæmis árið 2005 við því, sem stjórnlagaráðið hefur að undanförnu verið að bauka.

Í Noregi hefur verið bent á, að falli EES-samningurinn niður, taki eldri samningar við ESB aftur gildi. Auk þess sé opin leið að leita nýrra samninga eftir þörfum, eins og Sviss hefur gert.

Sigurður (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 01:48

9 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það væri mikill happafengur ef Norðmenn segðu upp EES samningnum en þá væri sjálf hætt fyrir okkur, þegar við losnum út úr EES þá tekur við bókun 6 sem okkur hefði gefist betur að þróa frekar á sínum tíma í tvíhliða viðræðum við ESB.

Það er deginum ljósara að "tollabandalagið" ESB er úlfur  í sauðsgæru enda fylgir því alsjálvirk upptaka þegna "tollabandalagsins" á Evrópusambands ríkisfangi sem engin getur afþakkað. Ríkisfangsskipti er bara eitt pennastrik þegar búið verður að sölsa stóran hluta af fullveldi meðlimana undir einræðisvald í Brussel.  Til að kóróna vitleysuna þá er "tollabandalagið" með sinn eigin þjóðsöng. Innganga í ESB er klárlega framtíðarávísun á algjört afnám fullveldis þeirra þjóða sem álpast þarna inn.

Eggert Sigurbergsson, 17.1.2012 kl. 03:18

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Í Noregi vinnur verklýðsforystan fyrir almenning. Það er ekki sama sagan á Íslandi. Í því liggur stóri munurinn.

Það er ekki nokkrum manni sem dettur í hug að það sé raunverulega það eina rétta að ganga í ESB, fyrir utan hóp fólks sem er ESB-trúarbragða-kristnaður, og svo malar sú áróðurs-trúar-kvörn með örfáum undantekningum, sjálfstætt hugsandi vel gerðra persóna, sem vega og meta frá sínu eigin hjarta.

Sá sem aldrei efast eða skiptir um skoðun, í rökræðum við annað fólk um fleiri sjónarmið, er blindur í trúnni, og gengur hiklaust í opinn dauðann fyrir trúna. Það er ekki út af engu sem trúmál eru höfð svo gríðarlega í umræðunni þessa dagana á Íslandi. Mannskepnan þarf að trúa á eitthvað, því hluti af heilanum er til þess gerður. Þetta vita þeir "stóru" falda valdið sem fjarstýrir Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.1.2012 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband