Uppgjör og einelti er sitthvað

Fimm ráðherra hrunstjórnarinnar átti að ákæra. Það hefði verið uppgjör við pólitíska menningu annars vegar og hins vegar aðgerðir eða aðgerðarleysi handhafa framkvæmdavaldsins í aðdraganda hruns.

Atkvæðahönnun þingmanna Samfylkingar sá til þess að aðeins einn ráðherra var ákærður; það er pólitískt einelti en ekki uppgjör.

Afturköllun ákærunnar á hendur Geir H. Haarde er eina rétta niðurstaðan.

 


mbl.is Rangt að ákæra Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Fimmti ráðherrann er þá Jóhanna Sigurðardóttir?

Sigurður Þorsteinsson, 17.1.2012 kl. 06:56

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sá fimmti er Össur, staðgengill Ingibjargar Sólrúnar.

Páll Vilhjálmsson, 17.1.2012 kl. 07:09

3 Smámynd: Sandy

Eftir þrjú ár eru ýmsir ráðherrar vinstri stjórnarinnar að átta sig á því að atlagan að Geir einum var ekki uppgjör við vinnubrögð stjórnarinnar í aðdraganda hrunsins heldur pólutísk atlaga. Kannski eru þeir hræddir um að fá sömu útreið frá sjálfstæðismönnum, sem ákváðu á sínum tíma að þessi atlaga skuli vera geymd en ekki gleymd. þessi stjórn er búin að brjóta svo á fólkinu í landinu að það ætti ekki einu sinni að hugsa um ákæru til handa henni, heldur ætti að ákæra alla stjórnina vegna eftirfarandi:

1. vegna Icesave 1,2,3=Sem kostaði þjóðina daggóðan slatta af peningum.

2. Vegna umsóknarinnar að ESB= Sem framkvæmd var á fölskum forsendum fyrst þjóðin var ekki spurð áður en lagt var af stað í þá vegferð, og hefur einnig kostað þjóðina slatta af peningum.

3. hvernig var staðið að uppgjöri gömlu bankanna, að það skuli hafa verið leift að innheimta stökkbreytt lán á heimilin í landinu og tala svo um eignaréttarákvæði stjórnsrskrár þegar kemur að ábyrgð bankanna gagnvart almenningi.

Bara þessi þrjú atriði af mörgum öðrum atriðum sem samkvæmt minni skoðun jaðra við landráð á ekki að horfa framhjá ef við viljum hafa hér heiðarleg stjórnmál í framtíðinni.

Sandy, 17.1.2012 kl. 08:01

4 identicon

Allt þetta mál snýst aðeins um eitt.

Pólitíska elítan er að koma í veg fyrir pólitískt uppgjör.

Um það hefur allt snúist frá hruni.  

Karl (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 08:11

5 identicon

Mikið er ég sammála Karli.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 08:39

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sandy

ESB umsóknin var ekki lögð fram á föskum forsendum.

Meirihluti Alþingis greiddi atkvæði með henni. Einsog með öll önnur mál.

Sleggjan og Hvellurinn, 17.1.2012 kl. 08:41

7 Smámynd: Páll Blöndal

Sjálfstæðismenn gugnuðu á því að ákæra Samfylkingarráðherrana og Árna Matt.
Þeim hefði verið í lófa lagið að gjöra svo, þar sem niðurstaðan um mál Geirs fékkst fyrst.

Hvað voru þínir menn í Sjálfstæðisflokknum að hugsa Páll Vilhjálmsson?

Sjálfstæðismenn vildu ENGAN ákæra

Páll Blöndal, 17.1.2012 kl. 09:08

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Mikið er ég sammála Karli. Þetta mál má ekki stoppa því pólitíska ábyrgðin þarf að fara fyrir dómstóla. Vissulega er það ekki gott að Geir einn er ákærður en hann var þó forsætisráðherra og hefði því alltaf verið talin bera mestu ábyrgðina af þeim sem lagt var til að yrðu ákærðir. Þó skulum við ekki gleyma því að sá sem á mestu sökina á hruninu var ekki ákærður því hans sök var fyrnd. Þar á ég við Davíð Oddsson. Hann ber bæði mestu pólitísku ábyrðina á að hafa komið á þeirri bólu sem sprakk í hruninu og síðan í meiriháttar klúðri sem hann sem gjörsamlega óhæfur seðlabankastjóri sem fékk það starf í pólitískum hrossakaupum setti Seðlabankann á hausinn. Eins lét hann afnema byndiskyldu á Icesave reikningunum og jók þannig á þann vanda sem það mál olli okkur.

Að færa þau rök að það eigi að draga ákæruna á Geir til baka vegna þess að ekki sé rétt að hann einn sé ákærður er álíka og að segja að Pólverjinn sem er í haldi vegna úraránsins á síðasta ári eigi að sleppa undan ákæru vegna þess að hinir þrír samverkamenn hans sluppu úr landi.

Sigurður M Grétarsson, 17.1.2012 kl. 09:14

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sandy. Það er með eindæmum hvað menn vilja kenna núverandi stjórnvöldum um afleiðingar hrunsins sem er þó skilgetið afkvæmi stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í 16 ár. Það eru þeir sem eiga sökina og því er verið að ákæra mann úr þeirra röðum þó vissulega hafi höfuðpaurinn Davíð Oddson sloppið á grunvelli fyrningarreglna.

Hvað tölusettu atriðin þín varða þá hef ég þetta um þau að segja.

1. Það er ekki búið að dæma í Icesave málinu. Það á því enn eftir að koma í ljós hvort það var góð eða slæm ákvörðun að hafna samningum í málinu. Það felst gríðarleg áhætta í því að fara með málið fyrir dómstóla og því út í hött að tala um það sem tilfeni til ákæru fyrir stjórnvöld að hafa ekki viljað taka þá áhættu.

2. Eins og Sleggjan og Hvellurinn bendir á þá var samþykkt tillaga á Alþingi um aðildarumsókn og hún var ekki sett fram á neinum fölskum forsendum. Það er verið að vinna samkvæmt því sem lagt var upp með og gengur ágætlega. Skoðanakannanir sýna að meirihluti þjoðarinnar vill klára aðildarsamning og kjósa um hann í þjóðaratkvæðagreðslu. Fullyrðingar um að annað sé í gangi en lagt var upp með og að í gangi sé eitthvert "aðlögunarferli" en ekki "umsóknarferli" er ekkert annað en haugalygi frá herndi ESB andstæðinga.

3. Það er alveg merkilegt hvað sumir gera lítið úr stjórnarskránni og ákvæðum hennar. Menn virðast ekki átta sig á því að stjórnarskráin setur valdi stjórnvalda skorður. Stjórnvöld geta ekki sett lög sem standast ekki stjórnarskránna. Gott dæmi um það er lagaákvæði sem sett var í tengslum við greiðsluaðlögun að lán með lánsveði skyldu vera þar inni og að eigendur þeirra lána skyldu sæta lækkun eins og aðrir lánveitendur í því ferli. Sparisjóður Vestmannaeyja fór í mál út af slíku láni og bar fyrir sig að krafa um að þeir sem lánað hafi viðkomandi skuldara með traustu lánsveið sem gerði þeim kleift að innheimta lánið að fullu ættu að taka á sig lækkun stæðist ekki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Þeir unnu málið því Hæstiréttur dæmdi þeim í vil það er að þetta lagaákvæði stæðist ekki eignarréttarákvæði stórnarskárinnar og þar með varð þetta ákvæði ógilt og því eru lánsveð undanþeginn þessari reglu og líka 110% reglunni.

Þessi Hæstaréttardómur segir allt sem segja þarf um það hvort það stæðist eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að lækka yfir línuna lán lántaka sem eru borgunarmenn fyrir sínum lánum eða eiga traust veð fyrir þeim. Vissulega hafa verið færð rök um forsendubrest en til að hægt sé að lækka lán yfir línuna á grunvelli hans þá þarf Hæstaréttardóm um að um forsendubrest hafi verið að ræða til að hægt sé að setja lög þar um. Vissulega er hægt að setja slík lög í trausti þess að Hæstiréttur dæmi að um forsendubrest hafi verið að ræða í málsókn sem lánveitendur munu örugglega hefja verði þetta gert en þá er tekin mikil áhætta því ef Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um slíkan forsendubrest að ræða að það réttlæti slíka lækkun lána þá verður ríkissjóður skaðabótaskyldur gagnvart lánveitendum og getur þar orðið um hátt í 200 milljarða kr. að ræða miðað við kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna.

Af öllju þessu er ljóst að rök þín um ábyrð núvearandi stjórnvalda sem réttlætt gætu málshöfðun fyrir Landsdómi halda ekki vatni og eru út í hött svo vægt sé til orða tekið.

Sigurður M Grétarsson, 17.1.2012 kl. 09:29

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það ætti að ákæra þá sem ekki skilja muninn á réttu og röngu. Siðferðis-brenglunin er svo gríðarleg, og einræðið í flokkununum er á hótunarstigi.

Meðan svona samkrull stjórnar landinu, í nafni lýðræðis og þvingaðs þingræðis af flokksforystu-strengjabrúðum auðvaldssins, þá eigum við ekki von á neinu öðru en áframhaldandi spillingu.

Það stoppar þessa spillingu enginn, ef almenningur gerir það ekki, eða forsetinn kemur einhverju ópólitísku starfsliði til starfa, til að framkvæma það sem verður að framkvæma. Ef eftirlits-brestirnir undanfarna daga eru ekki næg áminning um hversu hættulega stjórnsýslu-laust landið er, þá veit ég ekki hvað þarf til.

Það er hægt að láta þau sem sáu um rannsóknarskýrsluna stjórna landinu í einhvern tíma, í samræmi við skýrsluna, á meðan er verið að koma einhverri hreinsun í gegn! Það þorir enginn pólitíkus að taka á því sem verðurað taka á! Það er ekki hægt að halda samfélaginu gangandi lengur, án þess að fara eftir rannsóknarskýrslunni. Annars getum við bara öll farið að ræna bönkum í allar áttir, til að bjarga sveltandi rændu fólki. Þetta stjórnleysi og ó-löghlýðni er komið á það stig sem var í Villta Vestrinu fyrir c.a. 100 árum.

Fólk er skyldugt til að bjarga lífi sínu og sinna, og lífsskilyrðum. Ef stjórnsýslan er svo gegnsýrð sem raun ber vitni og svíkur þá sem síst skyldi, þá sem eru minni máttar og löghlýðnir! Í þeim tilgangi einum að bjarga lífeyrissjóðs og bankaræningjum.

Það er ekkert hægt að fegra ástandið í einhverju ræðurugli á alþingi.

Ég sá ég gær hvernig dugleysið og kjarkleysið draup af hverjum ráðamanni í gær, á þessum fyrsta þingdegi eftir jól. Það var ekki upplífgandi að sjá samspillinguna sem grasserar sem aldrei fyrr, hjá ólíklegasta fólki, sem talar sumt þverrt á sagðar meiningar.

Þannig leikaraskapur er fullreyndur, og eins gott að nýliðar í þeim blekkingar-kúnstum hætti slíkri vitleysu strax.

Þið eruð fullorðið fólk þarna á alþingi, og ég ætlast til að fullorðið fólk vinni af einhverri sanngirni, raunhæfri reynslu, kjarki og krafti. Hættið að haga ykkur eins og þau gömlu!!!Þetta er of greinilegt leikrit, til að slá ryki í augun á mér, því miður. Stundum óskar maður þess að hafa ekki næmni fyrir þessum lyga-leik, og gæti bara gengið um áhyggjulaus og bartsýn, jafnvel þótt við blasi hörmungar fyrir fjölda fólks!

Á hvaða plánetu heldur þetta ráðherralið að það sé statt, að undanskildum Ögmundi Jónassyni? Það er ekki von að Ögmundur komi öllu í gegn sem hann raunverulega vill, meðan svona dragbíta-lið upp til hópa heftir för!

Ein manneskja hafði leyfi til að tala af hjartans einlægni (og þó óvenju niðurlút) um hvernig neyðin er að veikja íslensk heimili dag frá degi. Það var Birgitta Jónsdóttir. Ég efast ekki um að þessi ágæta kona meinar þetta. Hún hefur aldrei verið jafn buguð og bæld í ræðustól alþingis og í gær. Kemur þetta við samviskuna hjá einhverri embættis-svikatuðrunni! Á maður að segja meira?

Heimilin og fjölskyldurnar eru hornsteinar samfélagsins, ef einhver skyldi hafa gleymt þeirri staðreynd.

Það er verið að rífa hornsteina samfélagsins, á sama hátt og Sjálfstæðis og Framsóknarflokkurinn gerðu með góðri aðstoð Samfylkingarinnar seinni árin.

Er það virkilega þannig sem þið viljið láta minnast verka ykkar?

Kaupmáttur hefur ekki aukist hjá þeim sem minnstu inntektina hafa, eins og Jóhanna fullyrti í gær. Það er vegna þess að neysluvörur hafa hækkað svo gríðarlega, að þó launin hefðu hækkað um þriðjung, þá hefði kaupmátturinn minnkað! Orðið kaupmáttur þýðir hvað þú færð fyrir kaupið, en ekki upphæðin á launaseðlinum, ef það skyldi vera eitthvað óljóst fyrir miljóna-launafólkið!

Auðvitað er þetta fyrst og fremst svikulum vinnubrögðum ASÍ og SA að kenna, því þeir stunda glæpsamlegt niðurrif á íslensku samfélagi, og hafa gert í fjölda ára! Ég er sammála Jóhönnu um það.

Skaðinn er samt sá sami fyrir heimilin, hvaðan sem niðurrifinu er nú í raun stjórnað! Ef einhver ætlar að drepa annan, þá er dauðinn alvarlegastur, en ekki nákvæmlega hver tók í gikkinn á aftökuvopninu!

Hvar er björgunarsveitin? Hvar er Ólafur Ragnar Grímsson? Ætlar enginn að gera neitt til að stoppa eyðilegginguna á heimilunum (hornsteinum samfélagsins), sem hefur heilsu og möguleika til þess?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.1.2012 kl. 10:08

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það hefur engin haldið öðru fram en að kaupmáttur heimilanna í landinu hefur minnkað frá því sem það var í bólguhagkerfinu fyrir hrun. Þá lifðum við langt um efni fram og þegar svo er gert kemur að skuldadögunum á endanum. Þegar slíkt hrun verður eins og varð hér árið 2008 er útilokað að komast hjá því að kaupmáttur fólks í landinu minnki á heildina litið. Það eina sem hægt er að gera er að stýra þeim byrðum með þeim hætti að það séu fyrst og fremst þeir betur stæðu sem taki þær byrðar svo hægt sé að halda í lágmarki þeim fjölda sem lendi rá vonarvöl og á ekki fyrir lífsnauðsynjum.

Þetta hafa stjórnvöld gert mjög vel miðað við þær aðstlður að þurfa á sama tíma að taka á 216 milljarða ríkissjóðshalla á ári. Það er erfitt að loka fjárlagagati af slíkri stærð samfara miklli lækkun landsfrfamleiðslu þannig að það bitni ekki á nánast öllum heimilum í landinu.

Núverandi ríkisstjórn hefur gengið vel að verja tekjulægstu heimilin fyrir þeirri óhjákvæmilegu lífskjarskerðingu sem almenningur á Íslandi hefur orðið fyrir í kjölfar hrunsins. Lækkun kaupmáttar hjá tekjuminnstu fjölskyldunum hefur orðið mun minni en hjá þeim tekjuhærri. Vissulega er alltaf hægt að gera betur en það er óhjákvæmilegt þegar tekist er á við jafn erfitt verkefni og núverandi ríksstjórn hefur staðið frammi fyrir að það séu gerð einhver mistök við björgunaraðgerðir efnahagslífsins og fjármál heimilanna.

Það er hins vegar verið að hengja bakara fyrir smið þegar núverandi stjórnvöldum er kennt um minnkaðan kaupmátt heimilanna sem er afleiðing af hruninu sem stjórn Sjálfstæðsflokks og Framsóknarflokks fár 1991 til 2007 á höfuðsökina á. Það eru þeir sem hafa fyrst og fremst valdið heimilum og fyrirtækjum þeim skaða sem þau hafa orðið fyrir frá hruni.

Sigurður M Grétarsson, 17.1.2012 kl. 10:44

12 identicon

Gáfukratinn Sigurður Magnaði hefur augsýnilega aldrei heyrt neitt um mesta skaðræðissamning allra tíma eða EES samninginn, sérstaklega í boði ESB og kratahyskisins sem núna felur sig bak við Jón Ásgeir og hrunhöfunda í Samfylkingunni.  Vegna EES samningsins gátu glæpamenn í boði krata, ESB og Samfylkingar lagt þjóðfélagið í rúst, vegna þess að þeirra starfsumhverfi var sérstaklega varðað og verndað af þessum stórkostlegu hugsuðum ESB og attaníossanna hérlendis.

Þegar Samfylkingargreyin settust í hrunstjórnina með Sjöllum, settu þeir fram kröfu um ótrúlegusta yfirlýsing allra tíma yrði sett í stjórnarsáttmálann.  Þar er rætt um "alþjóðlega þjónustustarfsemi," þar á meðal fjármálaþjónustu og segir orðrétt.:

"Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi."


Það var var sett inn í sjálfan stjórnarsáttmála hrunsstjórnarinnar að henni bæri að greiða götu "útrásarfyrirtækja" svo þau færu ekki með sitt hafurtask til annarra landa.

Getur málið verið eitthvað skýrara?

Kratabullur og og ESB - einangrunarsinnar fullyrða að með EES regluverkinu þá erum við búin að taka upp 80% af ESB lagagreinum frá Brusselmafíunni, og öllum þeim lagagreinum sem tengjast banka og  fjármálastarfsemina í landinu.   EES samningurinn var gerður þegar Samfylkingin hét Alþýðuflokkurinn, og forráðamenn flokksins hafa einir eignað sér allan heiðurinn að að hafa fært þjóðinni dýrðina, en í dag eru sennilega flestir farnir að efast um ágæti hennar.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flutti ræðu í febrúar 2003 og sagði meðal annars.:

"En svo skall á frostaveturinn mikli með fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar árið 1991 og þessi krafa um endurnýjun í stjórnmálum varð hálft í hvoru úti. Ef frá eru taldar breytingar í efnahags- og atvinnulífi sem urðu vegna EES-samningsins, undir forystu Jóns Baldvins og Jóns Sigurðssonar, og einkavæðing ríkisbanka hefur harla lítið nýtt borið til tíðinda í íslenskum stjórnmálum á áratug Davíðs Oddssonar. En núna eru vorleysingar og það getur allt gerst."


Og snillingurinn Jón Baldvin Hannibalsson bætir um betur  skömmu eftir hrun eða 24.11.2008.:

    "Sjálfstæðiflokkurinn hafði því ekkert frumkvæði að EES-samningnum og lét aldrei brjóta á sér í málinu. Þegar mestur styrr stóð um EES-samninginn fyrir kosningarnar 1991, fór Sjálfstæðisflokkurinn með löndum. Þeir óttuðust klofning. Það var ekki að ástæðulausu. Það var hörð andstaða við samninginn í landsbyggðararmi Sjálfstæðisflokksins allan tímann, þannig að það mátti vart tæpara standa að samningurinn hlyti meirihlutastuðning á þingi."


Eftir EES/ESB regluverksrusli krata störfuðu bankarnir og auðrónarnir sem Rannsóknarnefnd Alþingis fullyrðir að beri mesta ábyrgð á hruninu, og eftir EES/ESB reglugerðunum starfaði allt eftirlitið með þessum snillingum, og algerleg eftir forskrift þess og án nokkurra athugasemda.  Innleiðingu þess tóku embættismennirnir í Brussel út og gáfu fullnaðareinkunn á sínum tíma.  Í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB sem hún sendi frá sér 24. febrúar 2009, segir að Ísland hafi náð ásættanlegum árangri (svipað og meðaltal allra ESB landa) við innleiðingu regluverks ESB í samræmi við EES samninginn.:

    "In general, Iceland has a satisfactory track record in implementing its EEA obligationsAccording to the EFTA Surveillance Authority (ESA), the percentage of internal market legislation introduced into national legislation as required by July 2009 is at the same level as the average for EU Member States. [...]"

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis fjallar að stórum hluta um áhrif aðildar Íslands að EES á hrun bankanna. Þar er ekkert verið að draga neitt undan, heldur útlistað á afar skýran hátt hvernig allflesta ágalla bankakerfisins er hægt að rekja til inngöngunnar í EES, sem ma. hafi valdið 7 sérstaklega tilteknum atriðum, sem öll voru til þess fallin að auka lausung í bankastarfsemi með þeim árangri sem þjóðin þekkir.:

1. Auknar heimildir viðskiptabanka og sparisjóða til að fjárfesta í ótengdum atvinnurekstri.


2. Auknar heimildir til lánafyrirgreiðslu og annars konar fyrirgreiðslu til stjórnenda.

3. Auknar heimildir til að fjárfesta í fasteignum og í félögum um fasteignir.

4. Auknar heimildir til veita lán vegna kaupa á eigin hlutabréfum eða stofnfjárhlutum.

5. Minni kröfur um rekstur verðbréfafyrirtækja á vegum lánastofnana.


6. Auknar heimildir til að reka vátryggingafélög á vegum lánastofnana.


7. Auknar heimildir til að fara með eignarhluti í öðrum lánastofnunum.


Einstök uppskrift að skipulögðu bankaráni innanfrá eins og raunin varð.  Á öllu Evrópska efnahagssvæðinu voru gerðar sambærilegar breytingar á starfsumhverfi banka, vegna þess að EES var skapað í anda "torgreindrar peningastefnu" (discretionary monetary policy). Þar sem Seðlabankinn laut þessari sömu peningastefnu, var útilokað að hann gæti hindrað auðróna og bankaglæpagengi í illum ætlunarverkum sínum.

 Fyrir þá sem hafa fengið Baugssleggjuna full oft og mikið í skallann, þá er rétt að minna á að meirihluti alþingis samþykkti Icesave í þrígang en afrekuðu að fá 98,2% NEI frá þjóðinni.  81% þjóðarinnar sagði STÓRT NEI við hugmyndir kratahyskisins um inngöngu í ESB í könnun þegar hún var svikin inn í upplogið samningaferli sem hefur ítrekað sýnt fram á að er aðlögunarferli eins og reglur ESB segja skýrt til um.  Allar kannanir hafa sýnt að þjóðin vill ekkert með ESB hafa að gera og Brusselmafíularfar þess á þingi fá að standa fram fyrir dómi þjóðarinnar fyrr en síðar.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 12:50

13 identicon

Eitthvað hefur forritið tekið málið í sýnar hendur til að undirstrika eymd ESB.

Kaflinn á að vera.:


Þegar Samfylkingargreyin settust í hrunstjórnina með Sjöllum, settu þeir fram kröfu um ótrúlegusta yfirlýsing allra tíma yrði sett í stjórnarsáttmálann.  Þar er rætt um "alþjóðlega þjónustustarfsemi," þar á meðal fjármálaþjónustu og segir orðrétt.:

"Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi."


Það var var sett inn í sjálfan stjórnarsáttmála hrunsstjórnarinnar að henni bæri að greiða götu "útrásarfyrirtækja" svo þau færu ekki með sitt hafurtask til annarra landa.

Getur málið verið eitthvað skýrara?

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 12:56

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Þegar þú segir við, þá ert þú að tala fyrir þá sem það á við. Þeir voru margir, sem ekki eyddu um efni fram og áttu varla fyrir nauðsynjum fyrir hrun. Þessu er ekki hægt að horfa framhjá, og fullyrða að það fólk hafi það ekki svo slæmt í dag. Það ætti öllum að skiljast hversu verulega slæmt það fólk hefur það í dag.

Það er viðurkennd staðreynd að útilokað er að komast af með lægstu laun og bætur, þegar sú innkoma er langt undir framfærsluviðmiðum. Hvar á fólk að finna það sem vantar uppá? Hvernig á fólk að uppfylla ströng skilyrði og okurkröfur spillts og mótsagnarkennds kerfis, án þess að brjóta lögin og lenda í klónum á ónothæfu óréttlátu kerfinu?

Ég hef ekki hugmynd um hvernig það á að vera mögulegt, og síst af öllu fyrir gamalt og heilsulaust fólk, sem ekki getur unnið fyrir sér þótt það vildi.

Það er ekki hægt að loka augunum fyrir hvernig vöruverð hefur hækkað upp úr öllu valdi síðustu 3 ár. Þeir voru margir sem stóðu tæpt fyrir hrun, en þeim er ennþá ætlað að ráða við vitfirrta og óraunhæfa greiðslugetu, þrátt fyrir að það sé ekki mögulegt. Það blasir ekkert annað við mörgum en landflótti, og það er gömlu og sjúku fólki ómögulegt. Hvað á það fólk þá að gera?

Stjórnvöld hafa svikið þennan hóp fólks, og samtímis hefur vel stætt og svikult fólk úr Sjálfstæðis og Framsóknarflokknum fengið afskriftir, og heldur öllu sínu. Það ætti öllum að vera skiljanlegt hversu vonlaus, vanvirðandi og niðurlægjandi staða þeirra sviknu er. Er engum af ráðamönnum kunnugt um hvað ójöfnuður í þróuðu ríki, af svona vonlausri stærðargráðu er mikið álag, andlegt ofbeldi og kúgun, við þá sem ekki voru í klíkunnu, né stálu og sviku?

Er það ekki fyrir neðan siðferðislega réttlætiskennd og virðingu Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna að koma svona svívirðilega fram, við þá sem síst geta varið sig. Og heigla samtímis embættismönnum úr GRÍMULAUSRI STJÓRNARANDSTÖÐUNNI, eins og ein valdamikil kona var látin segja í gær? Við hvað starfar Halldór Ásgrímsson Framsóknarmaðurinn frægi í dag, og hver sá um að koma honum í starfið, annar en Össur Skarphéðinsson?

Hættið að ljúga að fólkinu í landinu.

Að fólk skuli svelta og ekki eiga pening fyrir lyfjum við hliðina á svona mannréttindasvikum og mismununin, er handan réttlætanlegra marka siðmenntaðs samfélags, laga og mannréttinda.

Það er ekki hægt að horfa framhjá stjórnarskránni og brjóta mannréttindi. Og samtímis er það réttlætt með því að þeir sem stjórnuðu áður voru ekkert skárri.

Ég er að tala um veruleikann eins og hann er, og að hann er ekki boðlegur fólki, sem ætlast er til að lifi af, án þess að lenda á sjúkrahúsi vegna fátæktar, og niðurbrots af völdum andlegs ofbeldis, af hálfu stjórnsýslu-kerfisins.

Þetta eilífa tilgangslausa þras um hvað er hverjum að kenna, gerir engan saddan og borgar ekki reikninga og lyf. Fólk þarf að koma sér á það stig að skilja svo einfaldar staðreyndir. Ef fólk í stjórn getur ekkert gert í þessu, þá á það að viðurkenna það, og segja af sér. Það yrði borin virðing fyrir slíkri heiðarlegri viðurkenningu.

Ólafur Ragnar Grímsson getur komið skýrslufólkinu í tímabundna stjórn, sem vann rannsóknarskýrslu alþingis, til að koma skýrslu-verkinu í framkvæmd. Stjórnvöld, hverju nafni sem þau nefnast, geta ekkert gert í því að framfylgja þeirri skýrslu. Það er alveg ljóst, og þarf ekkert að deila um það. Þeir sem setja sig upp á móti þessari lausn, eru að biðja um annað bankahrun, því leikreglurnar eru ennþá jafn gjörspilltar.

Enginn vill breyta neinu, vegna þess að gömlu flokksliðarnir brutu af sér fyrir hrun. Það eru rökin, sem eiga að réttlæta áframhaldandi spillingu. Spillingu sem einungis grefur undan samfélagsstoðunum, sem eru heimilin og fólkið í landinu. Hornsteinum samfélagsins skal fórnað, fyrir áframhaldandi óbreytta spillingu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 17.1.2012 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband