Lehman-dagar í Evrópu

Á morgun hittast Merkel kanslari Þýskalands og Sakozy forseti Frakklands til að koma sér saman um tillögur tvíeykisins fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í lok vikunnar. Leiðandi þýskir fjölmiðlar segja Lehman-daga í Evrópu með vísun í gjaldþrot Lehmans banka í Bandaríkjunum haustið 2008 sem hleypti af stað fjármálakreppu.

Grikkland er Lehman-banki Evrópu. Grikkir eru gjalþrota og lifa á ölmusu frá Evrópusambandinu. Krafa fjármálamarkaða er að Grikkir fái varanlegar niðurgreiðslur frá ríku Norður-Evrópuþjóðunum. Að öðrum kosti verður keðjuverkun í evrulandi þar sem grískt ástand verður ríkjandi í allri Suður-Evrópu.

Ríkisfjármálabandalag evruríkja er yfirlýst markmið Merkel kanslara Þýskalands, en þó með stórum fyrirvörum s.s. að valdheimildir til að leggja á skatt verði ekki fluttar frá Berlín til Brussel. Merkel vill heldur ekki sameiginlega skuldabréfaútgáfu né peningaprentun Seðlabanka Evrópu.

Líkur eru á að ríkisfjármálabandalagið verði fyrst og fremst fólgið í því að embættismenn frá Brussel yfirtaki ríkisrekstur Suður-Evrópuríkja. Þar með væri hægt að komast hjá Lehman-dögum. Í staðinn kæmi andspyrna sem hvorttveggja væri innblásin af hugmyndunum frönsku byltingarinnar um lýðræði og skæruhernaði gegn hernámsliði Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld.

Hvorki evruland né Evrópusambandið kemst heilt út úr skuldakreppunni.

 

 


mbl.is Kreppa truflar ekki jólagjafakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eg á von á því að "Europia" eigi ekki eftir að endast vikuna. Mig grunar að það verði góð dýfa á mörkuðum á morgun og þaðan verður kapphlaup á botninn. Það er ljóst að hvað sem út úr þessum funi kemur þá veruðr það of seint, eða ess eðlis að fólk í álfunni mun rísa gegn því og upplausn ríkja.

Örvæntingin er orðin fullkomin. Talandi um Lehman, þá eru Portúgalir að leika sama leik og þeir með að kokka bókhaldið fyrir uppgjör. Þeir eru búnir að þjóðnýta lífeyrissjóði til að laga ríkisböddsjettið á blaði. 

Þetta er svipað og þegar menn tóku stór lán eða létu taka stór lán fyrir sig til að leggja inn á reikning hjá sér til að fá greiðslumat langt yfir getu í húsnæðislánum og skila svo svikaláninu inn þegar húsnæðislánið var komiðí gegn.

Þeir eiga ekki þessa peninga og geta ekki notað þá. Guð hjálpi þeim ef þeir gera það allaveg.

Evrujóðirnar riða allar til falls. Black monday á morgun perhaps.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.12.2011 kl. 11:06

2 identicon

Þrátt fyrir allt þetta segir Össur skarpi okkur og helstu ráðamenn Samfylkingarinnar á Íslandi að hér sé aðeins um smámál að ræða, sem allt sé búið að teikna upp og kortleggja og nú sé bara verið að leysa þetta og upp rísi innan skamms hlemingi öflugra og sterkara ESB og Euro.

Á sama tíma segir Angela Von Merkel Kannslari Þýskalands að ástandið á Evru svæðinu sé grafalvarlegt og að það muni kosta miklar fórnir og mörg ár fyrir Evruríkin að vinna sig út úr vandræðunum.

En á meðan heldur Össur um stýrið á Samfylkingar- einka- flipps þotunni sem nú flýgur frá Íslandi á hljóðhraða í blindflugi sínu til Brussel.

En alveg eins og Össur hefur sjálfur sagt frá þá hefur hann "ekki hundsvit á efnahags- eða peningamálum" og mér vitanlega hefur hann heldur ekki hundsvit á flugvélum og hvað þá að fljúga þeim og það líka í blindflugi á hraða hljóðsins !

Hvað þarf eiginlega til þess að vekja þetta lið og fá þau til að horfa framan í staðreyndirnar um ESB og þessa arfavitlausu ESB umsókn þjóðarinnar !

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 12:22

3 identicon

Skildi einhver þetta furðulega viðtal við Evu Joly? Var hún að mæla með meiri miðstýringu ríkisstjórna skattaskjólanna? Náði þessu ekki alveg. Fór of mikill tími í að glápa á gleraugun. Beið eftir því að þau dyttu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband