Martin Wolf um ASÍ-rottuna og evruna

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ er eins og rotta sem nýbúið er að bjarga en vill ólm um borð í sökkvandi skipið. Þannig lýsir Martin Wolf aðalhagfræðingur Financial Times viðhorfi Gylfa sem vill fórna krónunni en taka upp sökkvandi evru.

Martin Wolf segir Íslendinga koma þjóða best undan kreppunni. Tvær ástæður eru fyrir giftu okkar. Önnur er sú að við létum bankana í gjaldþrot og hin er krónan.

Grátkórinn sem hallmælir krónunni sínkt og heilagt ætti kannski að íhuga hvort aðrar efnahagsráðstafanir séu nærtækari en að fórna krónunni. Kannski að skipta um rottur? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Almenningi var fórnað fyrir rottubankana sem Jóhanna og Steingrímur gáfu skotleyfi á skuldara.  Þannig var nú ´gjaldþrotið´ sem ICESAVE-STJÓRNIN stærir sig af nú og heimurinn veit ekki enn nóg um.

Elle_, 21.11.2011 kl. 19:07

2 identicon

Hvað eruð þið ásamt nokkrum nóbelsverðlaunahöfum í hagfræði að leyfa ykkur að efast um það sem alfræðingarnir Gylfi og hvað þá Össur (sem eiðsvarinn fyrir framan rannsóknanefnd þingsins sagðist ekki hafa hundsvit á efnahagsmálefnum) eru að uppfræða ykkur um ágæti evrunnar og ESB...????

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 22:13

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Martin Wolf veit að engin bjargar rottu, viðbjóðslegustu kvikindi sem til eru,er ég þó dýravinur. Líkindamál skerpir á vitleysunni,sem augljóslega  blindar þennan forseta alþýðunnar. Elle það þarf að láta heiminn vita,Icesave-stjórnin á ekki að fá að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Ekki meina ég þetta til þín,þótt sért jafnvíg á enska tungu,sem íslenska. Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2011 kl. 23:07

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Að Alþýðusamband Íslands skuli ennþá hafa þennan ræfil í frontinum er óskiljanlegt með öllu.  Af hverju!!!!! Spyr eins og barnabarnið mitt Af hverju?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2011 kl. 23:29

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Að þakka krónunni fyrir að bjarga okkur frá hruninu er í fyrsta lagi bull því sú mikla verðbólga og hækkun lána sem notkun hennar hefur valdið okkur hefur dregið verulega úr neyslugetu okkar og þar með aukið atvinnuleysi. Það hefur engin magnaukning orðið í útflutningi þrátt fyrir lágt gengi krónunnar. Ástæðan er fyrst og fremst hári vextir sem er einn af fórnarkostnuðum þess að afa krónuna. Þar að auki er krónan einn af megin orsakaþáttum þess hversu illa við fórum út úr hruinu.

Vissulega hefur það ýmsa kosti að hafa gjaldmiðil sem getur fallið en þeir vega minna en ókostirnir.

 Janvel þó kostirnir væru fleiri en gallarnir þá væri það að þakka krónunni fyrir að bjarga okkur úr hruninu eins og sjómenn á skipi sem siglir á ísjaka og sekkur en þeir ná að bjarga sér með því að fara upp á ísjakan. Síðan þakka þeir ísjakanum fyrir að þeir björguðust.

Sigurður M Grétarsson, 21.11.2011 kl. 23:58

6 Smámynd: Sandy

Ég skil ekki heldur hvers vegna Gylfi situr við völd, engu er líkara en að Villi Egils (SA) hafi safnað fyrir hann atkvæðum við síðustu kosningum hjá ASÍ.

Sandy, 22.11.2011 kl. 01:42

7 identicon

Og samtryggð slefan slitnar ekki á milli Villa og Gylfa.  Dapurleg sjón.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 02:26

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég skil ekki alveg hvað er slæmt við það að samtök vinnuveitenda og samtök launþegar nái saman um það sem báðir telja bestu leiðirnar til að ná landinu upp úr þeirri kreppu sem það er í og bæta lífskjör launþega á sama tíma og hagur vinnuveitenda batnar líka. Þetta þurfa ekki að vera andstæður. Sterk og öflug fyrirtæki eru forsenda þess að lífskjör í landinu batni. Það er úrelt hugsun að launþegar og vinnuveitendur séu andstæðingar þó  vissulega þurfi þeir að deila um skiptingu á kökunni en það eru sameiginlegir hagsmunir beggja að kakann stækki þannig að meira sé til skiptanna.

Ein af öflugustu leiðunum til að stækka kökuna er sú að ganga í ESB. Það mun efla útflutningsfyrirtæki okkar og örfa erlenda fjárfestingu og einmitt geta auðveldað okkur að ná stöðgugleika sérstaklega ef við tökum upp einn stöðugasta gjaldmiðil veraldar sem er Evran. Vissulega eru tímabundin vandæði á þeim bænum í dag eins og víðar í heiminum og vissulga getur kvarnst úr því samstarfi en Evran mun um langa hríð verða einn af aðal gjalmiðlum veraldar. Fullyrðingar um dánarlegu hennar eru verulega ýktar.

Sigurður M Grétarsson, 22.11.2011 kl. 09:02

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og fólk er enn að berja hausnum við steininn.  Hér í Austurríki bíða menn átekta, þeir eru farir að spá í að taka upp aftur sinn eigin gjaldmiðil.  Ég heyri líka á fólki af erlendum uppruna sem býr hér er farið að skoða aðra möguleika, og kemur þá Noregur fyrst upp í huga íslendinganna allavega.  Ekki bendir þetta til að vistin í ESB löndum sé fýsilegur kostur eins og er þó Össur og áhangendur hans lofi gulli og grænum skógi þá eru þeir víst þeir einu sem reyna að halda í þann martraðardraum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2011 kl. 09:57

10 identicon

Hagfræðingurinn segir:

2. Having a currency of one’s own is useful when things go badly wrong, even if the currency area is as small and the currency and financial system as mismanaged as Iceland’s. A collapsing currency is a simple alternative to renegotiating millions of contracts, piecemeal. Iceland’s current account shifted from a deficit of 28 per cent of GDP in 2008 to a small surplus this year. The main reason for this was a 30 per cent reduction in domestic purchasing power, itself largely due to the currency collapse. Should Iceland decide to abandon its currency, it will have to do a far better job of managing the consequences than current members of the eurozone.

Ég skil þetta svo, að hann treysti okkur tæplega til að haga okkur betur í framtíðinni en hingað til. Hið sama gildir auðvitað um þá sem vilja halda í krónuna. Hún er þægileg agalausum skussum við stjórn efnahagsmála.

Vigfús Magnússon (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 10:10

11 Smámynd: Elle_

Ekki mælti ég með að halda í sírokkandi örmiðil sem ICESAVE-STJÓRNIR og rottubankar kolfella að vild.  Og held persónulega að við ættum að vera með 2 + gjaldmiðla. 

Wolf segir, já: >Should Iceland decide to abandon its currency, it will have to do a far better job of managing the consequences than current members of the eurozone.<

Wolf segir þarna að ef við ætlum að hætta með okkar gjaldmiðil, verðum við að gera miklu betur í stjórn peningamála en sambandsríki evrusvæðins gera nú.  Getum við það? 

Elle_, 22.11.2011 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband