Allir sammála um hlé ESB-ferli - nema Samfylking

Ólafur Arnarson er einn þeirra sem stóðu að sáttinn á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um Evrópumál. Sáttin felur í sér að hlé verði gert á aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið og viðræður ekki teknar upp að nýju fyrr en að undangengnu þjóðaratkvæði.

Ólafur skrifar

Í utanríkismálanefndinni náðist mikilvæg sátt milli fulltrúa andstæðra sjónarmiða í Evrópumálum. Flokkurinn áréttaði andstöðu sína við aðild að ESB enda er meirihluti sjálfstæðismanna andvígur aðild Íslands. Sáttin felst í því að Sjálfstæðisflokkurinn fellur nú frá þeirri kröfu að slíta skuli aðildarviðræðum, sem verið hefur stefna flokksins frá síðasta landsfundi. Flokkurinn vill nú gera hlé á viðræðum og ekki hefja þær að nýju fyrr en vilji þjóðarinnar til þess hefur komið fram í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Einu teljandi bandamenn Samfylkingarinnar er minnihlutahópur innan Sjálfstæðisflokksins. Þegar sá hópur telur að lengra verður ekki komist að sinni, og vill gera hlé á viðræðum, er fokið í flest skjól fyrir samfylkingarhluta ríkisvaldsins og ESB-umsóknina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

En hvað um Vinstri græna (þá sem eftir eru í þingflokknum) – vilja þeir hlé á viðræðunum og endurupptöku þeirra einungis með því skilyrði, sem landsfundur sjálfstæðismanna setti, þ.e. að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu?

Þessum málum hefði mátt skipa betur í afgreiðslu landfundar. Tillagan hefði átt að vera sú, að þingflokkur sjálfstæðismanna beri fram tillögu á Alþingi um að aðildarferlinu verði slitið (m.ö.o.: umsókn Össurargengisins dregin til baka), en nái slík tillaga ekki meirihlutasamþykkt, skuli önnur tillaga lögð fram: að hlé verði gert á viðræðum og þær ekki hafnar á ný "fyrr en vilji þjóðarinnar til þess hefur komið fram í þjóðaratkvæðagreiðslu."

Menn eiga að setja markið hátt, og það veitir ekkert af því á landsfundi þessa flokks, sem lætur á stundum stýrast af annarlegum hagsmunum, því að efndirnar verða oft í skötulíki, sbr. Icesave-málið, sem Bjarni hefur enn ekki beðizt afsökunar á!

Jón Valur Jensson, 22.11.2011 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband