Austur-Evrópskt flugfélag fyrir Pálma í Fons

Auðmaðurinn Pálmi í Fons er arfleifð frá útrásartímum og átti til skamms tíma bæði ferðaskrifstofuna Icealand Express og flugfélagið Astreus. Núna er ferðaskrifstofan eftir, Astreus er komið í þrot. Austur-Evrópskt flugfélag mun flytja farþega ferðaskrifstofu Pálma.

Í sumar eiga Íslendingar þess kost að fljúga frá landinu með íslensku flugfélagi, norsku, bandarísku, færeysku og bresku.

Auðvitað munu Íslendingar hópast í flug með Pálma í Fons og Austur-Evrópska félaginu.


mbl.is IE semur við tékkneskt félag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar er þá Mið-Evrópa?

Stefán (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 14:32

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Pálmi "á" einnig ferðaskrifstofurnar Úrval útsýn, Ferðaskrifstofu Íslands og Plúsferðir. Eins gott að vita að ef maður vill ekki halda upp útrásarvíkingnum Pálma, sem hefur kostað bankakerfið og þjóðina alla ómælda erðifleika, þá kaupir maður ekki þjónustu hans. Sömuleiðis þiggjum við ekki vinninga frá eim, eins og Vilhjálmur Bjasrnaqson lét ekki bjóða sér, enda slíkir vinningar ataðir blóði landsmanna.

Nú loksins eru menn að skilja að Iceland express er ekki flugfélag, heldur ferðaskrifstofa - þverf ofan í það sem fjölmiðlar flestir hafa étið upp eftir þessum kónum fram að þessu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.11.2011 kl. 17:26

3 Smámynd: Björn Emilsson

Tími til kominn að stöðva þetta ólánsflugfélag áður en slysið skeður. Endalausar tafir hafa verið vegna bilana.

Björn Emilsson, 21.11.2011 kl. 19:29

4 identicon

A-Evrópa? hefurðu horft á landakort?

Tékkland hreinlega gæti eiginlega ekki verið meira miðsvæðis í Evrópu. Að halda því fram að Tékkland sé í Austur Evrópu er einsog að halda því fram að Ísland sé á Balkanskaga.

brynjar (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband