ESB-sinnar í skjóli Björns Bjarnasonar

Björn Bjarnason er annar höfundur nefndartillögu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um að hlé verði á aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið og þeim ekki haldið áfram nema að undangengnu þjóðaratkvæði. ESB-sinnar hanga í pilsfaldi Björns enda vita þeir að meirihluti landsfundarins vill afturkalla umsóknina og þar með slíta viðræðum.

Spurningin á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er því þessi: hvort verður aðildarumsóknin skotin eða hengd?

Hitt er svo annað mál að Bjarni Benediktsson mun tapa formennskunni ef tillaga um að hætta aðildarviðræðum verður ekki samþykkt. Í Icesave var Bjarna ekki treystandi fyrir húshorn; ekkert nema málefnaleg handjárn er nóg í ESB-málinu.


mbl.is Umsókn um aðild verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Páll, það verður þá að nota öðruvísi og strekari handjárn en notuð eru í VG

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 13:36

2 identicon

Niðurstaða er fengin úr kosningunni og þá er hún dæmd ógild eða endurtekin þar til rétt niðurstaða fæst. Eru þetta fréttir af fundi Samfylkingarinnar?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 13:45

3 identicon

Mæli með hún verði skotin.

Örn Ægir (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 14:31

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Bjarni Ben var kosinn sem formaður með 55% atkvæða. Þannig að þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.11.2011 kl. 16:37

5 identicon

Það fór sem Elín spáði, já, nú er það ljóst:

Kosningin var dæmd ógild, því hún þótti ekki gefa nógu loðna afstöðu og var því  endurtekin ... þannig að úr yrði samfylkt moðsuða og opin í báða enda.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 16:46

6 identicon

Þessum flokki er ekki treystandi fyrir húshorn, frekar en kvígu á svelli, svo vitnað sé í prestinn sem í stólinn sté og Pál postula sjálfan.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband