Frambjóðandi Samfylkingar tapaði

Hanna Birna Kristjánsdóttir tapaði formannskosningu í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að Samfylkingin gerði hennar framboð að sínu. Eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti einarða afstöðu sína gegn áframhaldandi aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið, og útilokaði þar sem samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks,stigu talsmenn Samfylkingar á stokk og sögðu tímabært að skipta um formann í móðurflokki íslenskra stjórnmála.

Hann Birna beið of lengi með framboð sitt og þegar það loks var tilkynnt þá var komið það yfirbragð að hún væri með fulltingi Samfylkingar að leggja til atlögu við forystu Sjálfstæðisflokksins.

Bjarni hlaut veika kosningu vegna vingulsháttar almennt og svika í Icesave-málinu. Vingullinn þarf að gyrða sig í brók og sýna almenningi meiri trúmennsku en hingað til.


mbl.is Bjarni sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn með þessa niðurstöðu sé ekki að fara að komast í ríkistjórn. Held að óákveðnir hefðu hugsað sér að kjósa sjálstæðisflokkinn ef Hanna Birna hefði verið kjörinn.

Kristjan Birnir Ivansson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 15:26

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gamli Sjálfstæðisflokkurinn endurreistur á þessum fundi með veikan formann. En eru samsæriskenningarnar ekki farnar að verða langsótta hjá þér væni ?

Jón Ingi Cæsarsson, 20.11.2011 kl. 15:28

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Úrslitin voru það besta sem gat gerst, svona í þjóðhagslegu tilliti.

Þetta tryggir markvissa smækkun ykkar Páll og það gleður sannarlega þjóðina.

hilmar jónsson, 20.11.2011 kl. 15:36

4 identicon

Heill og sæll Páll; sem og aðrir gestir, þínir !

Páll !

Alveg burt séð; frá brambolti, Hönnu Birnu.

Trúir þú því virkilega; að Slepju- Bjarni taki upp á því, að sýna samlöndum sínum einhvern drengskap, héðan í frá - eða gyrði sig í brók; eins og þú væntir, augljóslega ?

Þurfið þið; aðdáendur Slepju- Bjarna ekki næst, að útvega honum eitthvert örreytis jarðnæði, vestur í Gufufirði, kærðu Barðstrendingar sig þá yfirleitt, um nærveru hans, Páll ?

Nema; hann eigi áfram innangengt, í Vafninga frumskóga Makaó - og nágrennis, jafnvel.

Með beztu kveðjum; öngvu að síður, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 15:59

5 Smámynd: Viggó Jörgensson

Ha Hilmar???

Er Páll sjálfstæðismaður???

Hélt að hann hefði kosið VG síðast???

Viggó Jörgensson, 20.11.2011 kl. 16:11

6 identicon

Fávitarnir halda áfram að kjósa og Össur og Árni halda áfram að telja atkvæðin.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 16:23

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samfylkingin vildi Bjarna. Sjálfstæðismenn létu heldur betur snúa á sig. Flokkurinn er endanlega dauður núna. Það er nokkuð ljóst.

Nú getur hvaða njóli sem er stofnað flokk og tekið völdin á Íslandi. Enginn mun kjósa hina gömlu. Nú fer samfylkingin að drita út smáframboðum í annarra nafni, eins og hún er byrjuð á og strategían virðist ætla að ganga upp. Valdarán með klækjum.

Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2011 kl. 16:28

8 identicon

Ótrúlega spaugilegt að sjá fulltrúa örflokkanna sem mynda stjórnarhörmungina og hafa nánast þurrkað út fylgið frá kosningum eru að reyna að gera lítið úr fylgi langstærsta flokki landsins.  Hilmar hefur sennilega rétt fyrir sér að kjósendur VG eru gengnir í Sjálfstæðisflokkinn, og með það á hreinu að Páll er það. 

Kommarnir hafa einstakar mannvitsbrekkur á að skipa sem "vaskra" liðsmanna rusl og rest sem ennþá taka þátt í lygaveitu VG og Baugsfylkingar.  40% kjósenda Baugsfylkingarinnar eru andvígir inngöngu í ESB, sem er langmesti klofningur sem mælist í nokkrum flokki um það auma málefni.  Er nema von að bjölluatið í Brussel er aðhlátursefni þar sem annarstaðar.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 16:29

9 identicon

Jú, það verður sannarlega fyndið að sjá þjóðina flykkjast á kjörstað til að kjósa vingul og svikara Guðmundur.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 16:38

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég hallast að kenningu Jóns Steinars. En bíðum bara eftir næstu marktæku skoðanakönnun til þess sjá hvert lausafylgið leitar nú.

Kolbrún Hilmars, 20.11.2011 kl. 16:49

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jón Steinar er með þetta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.11.2011 kl. 16:52

12 identicon

Þessum flokki er vart treystandi fyrir húshorn, fremur en kvígu á svelli, opinni í báða enda, svo vitnað sé í prestinn sem í stólinn sté og Pál postula sjálfan.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 17:05

13 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Húrra nú glittir loks í endalok Sjálfstæðisfokksins!

Sigurður Haraldsson, 20.11.2011 kl. 17:30

14 identicon

Mér virðist kominn tími til að jarðsetja endanlega allt 4-flokka hræið. 

Það er orðið svo úldið og viðskotaillt og fretar bara daunillu að venjulegu fólki, svona hálf-dautt og niðurgrafið hræið, nú þegar með hausinn ofan í jörðinni; lafir bara á lyginni af gömlum og yfirþyrmandi drepleiðinlegum vana og ávanabindingi, ojbara, ojbara, ojbara, ojbara.  Kominn tími á siðaskipti hin nýrri ... öxin og jörðin?  Nú liggur lagið í loftinu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 17:33

15 identicon

Í alvörunni, teljið þið annað hvorn frambjóðandann frambjóðanda Samfylkingarinnar?  Ef svo er er eitthvað mikið að hjá grey Sjálfstæðisflokknum eins og margt bendir til...

Skúli (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 20:54

16 identicon

Sæll.

Þessi formannskosning á eftir að verða flokknum og þjóðinni dýr. Þetta var þó vafningalaus niðurstaða. Flokkurinn verður sjálfsagt í 35% í næstu kosningunum en með HB í skipsstjórastólnum ætti hann möguleika á um 40%.

Bjarni getur t.d. ekki gagnrýnt stjórnina vegna Icesave þegar kosið verður. Hann á líka erfitt með að gagnrýna hana í sambandi við ESB því hann ekki óspenntur fyrir aðild fyrir fáeinum árum og vildi taka upp evru. Allir sem vilja sjá nú hvers konar hörmung evran var enda voru margir sem spáðu fyrir um þessi vandræði fyrir mörgum árum. Þetta skyldi Bjarni ekki og skilur ekki enn.

Bjarni gumaði af því að vera búinn að ná flokknum upp í það fylgi sem hann hafði fyrir hrun. Það er ekkert afrek þegar haft er í huga hversu yfirnáttúrulega léleg núverandi stjórnvöld eru. Hér flykkist fólk úr landi. Bjarni skilur ekkert í efnahagsmálum en virðist bara vilja verða forsætisráðherra. Viðsnúningurinn verður lítill sem enginn þegar hann tekur við enda hefur hann ekki gripsvit á efnahagsmálum. Hver skyldi segja honum fyrir verkum á því sviði þegar hann hefur tekið við sem forsætisráðherra?

Ekki er HB mikið betri en vegna svika Bjarna og vingulsháttar varð hann að fara. Sjallarnir eru að verða sífellt meira eins og samfylkingin og á meðan svo er kýs ég ekki flokkinn. Hér vantar ekki miðjuflokka heldur hægri sinnaðan flokk.

Helgi (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 22:21

17 Smámynd: Benedikta E

Forustuna í Valhöll skortir stjórnmálalæsi.

Benedikta E, 21.11.2011 kl. 00:56

18 identicon

Ég vil bara taka undir með Hallgrími Helgasyni og segja..:

Íslenska þjóðin man ei meir
það magn sem á fær dunið.
Við skulum því heldur gráta Geir
en gera upp við Hrunið.

he he he he

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 13:54

19 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hélt að ég hefði verið að lesa einhverja vitleysu þegar ég las þessa fyrirsögn. Eru menn gjörsamlega búnir að missa hér öll raunveruleikatengsl? Hvernig í ósköpunum tekst mönnum að tengja samfylkinguna við kosningar á formanni Sjálfstæðisflokksins? Þetta er svo barnalegt að það tekur engu tali.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.11.2011 kl. 17:50

20 Smámynd: Dexter Morgan

Ekki gæti mér verið meira sama, hvort í boði verði kúkur eða skítur. Því fyrr sem þessi FLokkur þurrkast út, því betra.

4flokkurinn er steindauður og verður ekki reistur upp frá dauða, héðan af. Góð lýsing á hræinu má lesa nokkrum kommentum ofar frá Pétri Erni Björnssyni. Góðar stundir.

Dexter Morgan, 21.11.2011 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband