Geta kvenprestar nauðgað?

Ólafur Skúlason fyrrum biskup er sakaður um kynferðisbrot, hann hefði betur aldrei orðið biskup. Kirkjan hvorki nauðgaði né misþyrmdi konunum þrem sem báru sakir á Ólaf, en embættismenn kirkjunnar voru sumir klaufskir við málsmeðferðina.

,,Biðjandi, boðandi og þjónandi" kvenprestar ættu að íhuga afstöðu sína til Ólafsmála í því ljósi að fyrr heldur en seinna verður kvenpresti á í messunni. Réttsýnir menn munu ekki líta á yfirsjónir kvenpresta sem kynbundinn kvilla er verði að útrýma með því að afnema prestgengi kvenna. 

Meint kynferðisbrot eins manns réttlæta ekki kröfu um afsögn sitjandi biskups. Þeir sem fara fram með slíka kröfu eru með aðra dagskrá en lýtur að velferð þjóðkirkjunnar. 


mbl.is „Biskup þarf að segja af sér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski svona áratugur síðan kvæntur karlprestur og giftur kvenprestur hófu ástarsamband. Það samræmdist víst örugglega heilagri ritningu. Þarna réði náttúran.

Árinn (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 14:53

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé því haldið fram að krafan sé að biskupinn núverandi taki á sig syndir sóðans Ólafs Skúlasonar.

Ég hélt að afsagnar Karls væri krafist vegna afleitrar meðferðar hans og úrvinnslu á því máli öllu, sem embættismaður og sálusorgari.

Þeir sem sjá kirkjuna heila og sterka með núverandi biskup áfram á stóli, hafa undarlega sýn á velferð kirkjunnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.6.2011 kl. 14:53

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gerði kirkjan nokkurn tímann upp mál Auðar Eirar Vilhjámsdóttur?

Kannski var Bjargsmálinu aldrei stefnt inn á borð kirkjunnar en ekki man ég til þess að það hafi heft með nokkru móti frama hennar né aðgang að embættum innan þjóðkirkjunnar.

Ég nefni þetta mál vegna þess að fregnir af því voru ljótar og ef í þeim var fólginn sannleikur þá var það ekki sæmandi presti.

Árni Gunnarsson, 14.6.2011 kl. 16:16

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tek undir með Axel.

Árni Gunnarsson, 14.6.2011 kl. 16:18

5 identicon

Uhh já kvenprestar geta nauðgað og gera það.

Auðvitað á Karl að taka ábyrgð á því að fela þetta, stinga ofaní skúffu... Vandamálið er eins og svo oft áður með krissa, Sússi er búinn að fyrirgefa honum.

Kristni er jú kennsla í ábyrgðarleysi, það tekur enginn ábyrgð.

doctore (IP-tala skráð) 14.6.2011 kl. 16:19

6 Smámynd: Egill Óskarsson

Sá sem heldur að krafan um afsögn Karls Sigurbjörnssonar sé réttlætt með kynferðisbrotum Ólafs Skúlasonar ætti að lesa meira og skrifa minna.

Egill Óskarsson, 14.6.2011 kl. 17:43

7 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Egill Óskarsson! Lestu yfirlýsingu Sigríðar sóknarprests í Grafarholti. Þar krefur hún um afsögn Karls Sigurbjörnssonar m.a. vegna viðbragða hans við ásökunum um kynferðisbrot Ólafs Skúlasonar. Prófa þú að setja þig í spor biskups.

Kjartan Eggertsson, 14.6.2011 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband