Óverðugur Ólafur og kirkjan

Þjóðkirkjan lenti í klóm óverðugs þegar Ólafur Skúlason var kjörinn í æðsta embætti hennar. Þótt ásakanir sem Ólafi eru bornar á brýn verða úr þessu hvorki sannaðar né afsannaðar er heildarmyndin skýr. Biskup glímdi við alvarlega bresti í skapgerð og siðferði.

Frami Ólafs innan kirkjunnar átti með réttu ekki að geta orðið sem raun varð á. Stórbrenglaðir menn kunna einatt þá list að villa á sér heimildir. Náttúran gefur stundum stórskertum afbrigðum sínum hæfileika til að ljúga sig til metorða. Afbrigðin kunna að spila á litlu lestina hjá hversdagsfólki og eru einbeittir og marksæknir eftir völdum. 

Ef stórfelldar breytingar verða gerðar á starfsháttum kirkjunnar sökum þess að maður eins og Ólafur Skúlason komst þar til valda verður að spyrja hverju sé verið að fórna. Regluverk á ekki að miða við afbrigðin. Fólk flest er heilbrigt og reglur eiga að taka mið af því.


mbl.is „Snöggvondur, mjög reiður"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þjóðkirkjan lenti í klóm óverðugs já, umræddur biskup var auðvitað ekkert annað en skrímsli í mannsmynd. Hins vegar virðist alveg gleymast í umræðunni og skýrslunni líka að Ólafur Skúlason átti sér hundtrygga stuðningsmenn innan prestastéttarinnar og það væri barnalegt að leyfa sér að halda því fram að margir þeirra hafi ekki vitað hvern mann, eða ómenni, Ólafur hafði að geyma. Sögusagnir og almannarómur um hann byrjaði ekki daginn eftir að hann varð biskup. Ábyrgð þessara stuðnings-varðhunda Ólafs Skúlasonar er mikil en þögn þeirra frá því að glæpir hans komust í hámæli er drynjandi hávær og vekur mann til að velta fyrir sér siðferði þeirra sjálfra. Þeir eru ekki stikkfrí með yfirhylminguna á samviskunni.

corvus corax, 10.6.2011 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband