Sannleikanum hagrætt í þágu stjórnvalda

Ýmist koma þau skilaboð úr Seðlabankanum að erlendar skuldir séu að sliga þjóðarbúið og við verðum að herða sultarólina, fækka utanlandsferðum og flytja minna inn, eða að allt sé í himnalagi með skuldastöðuna og lítið mál að snara út á bilinu 50 til 200 milljörðum króna til að ríkisstjórnin haldi andlitinu.

Opinber stofnun sem metur veruleikann eftir dyntum ríkisstjórnar hvers tíma er á hálum ís. Þegar um er að ræða seðlabanka er trúverðugleikinn fljótur að fara.

Seðlabanki Íslands slær ekki aðeins úr og í vegna Icesave-uppgjörsins heldur flöktir hann í evru-umræðunni. Sérhver með sæmilega dómgreind veit að Evrópusambandsaðild og evra verða ekki að íslenskum veruleika í fyrirsjáanlegri framtíð. Seðlabankinn ætti að haga sér samkvæmt því en láta ekki flokkspólitískan samfylkingardraum slæva heilbrigða skynsemi.


mbl.is Opinberar tölur eru villandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband