Bændur vita sínu viti

Evrópusambandið bjó til landbúnaðarstefnu sína snemma. Markmiðið var að tryggja fæðuöryggi á meginlandi Evrópu. Fæðuöryggi í Milanó, Gdansk eða Búkarest getur aldrei verið það sama og fæðuöryggi í Reykjavík. Samgöngur á meginlandi Evrópu eru aðrar, fjölbreyttari og tryggari en samgöngur til og frá Íslandi.

Íslenskir bændur framleiða fyrst og síðast fyrir innlendan markað. Þjóðin stendur í þakkarskuld við bændur sem ekki eru ofsælir af sínum kjörum.

Bændur ásamt hinum grunnatvinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútvegi, standa einarðir gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Til skamms tíma voru Samtök iðnaðarins hlynnt aðild en þau hafa hljóðlega dregið tilbaka stuðning sinn.

Væntanlegir embættismenn í Brussel úr röðum háskólamanna verða brátt eini hópurinn sem vill aðild. 

Aumingja Samfylkingin.


mbl.is Ítreka andstöðu við ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

TÍFALT-HUNDRAÐFALT  HÚRRA   FYRIR BÆNDASAMTÖKUNUM.

Númi (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 23:24

2 identicon

Þetta er ekki frétt. Kýr baular er ekki frétt, kýr heklar sjal er frétt.

Síðan löngu áður en bændur fjölmenntu til að mótmæla komu símans til Íslands hafa þeir verið á móti öllum breytingum. Eftir 1000 ára landbúnað þurfti að þvinga bændur til að slétta tún sín, fara að nota vélar (eins of Evrópa var búin að gera í nokkur hundruð ár) og hætta að nota orf og ljá. Það þurfti að snúa upp á hendur þeirra og troða í þá skattfé almennings til að fá þá til að flytja úr torfkofunum. Lambakjötið var spikfeitur viðbjóður þar til aðrir valmöguleikar urðu til þess að fólk hætti að kaupa ógeðið og þeir neyddust til að fara að framleiða æta vöru. Þeir voru ekki glaðir. Öllu sambandi og samskiptum við aðrar þjóðir telja þeir betra að hafna. Sama hvað er, undantekningarlaust eru bændur á móti öllum breytingum, annað væri frétt.

"Aðild Íslands að ESB og upptaka evru sem gjaldmiðils í stað krónu er eitt af helstu stefnumálum SI samkvæmt stefnumótun stjórnar og ráðgjafaráðs."- Stendur á heimasíðu Samtaka Iðnaðarins, ábyggilega mjög hljóðlega.

LúlliV (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 00:06

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Samfylkingar draumurinn sem  dó.    2011.

Helga Kristjánsdóttir, 10.3.2011 kl. 00:16

4 identicon

Hvílíkt áróðurskjaftæði. Ekki trúir þú þessu sjálfur maður?

Páll (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 00:19

5 identicon

Hversu eftirtektarvert er það að helstu málssvarar ESB boðskaparins eru háskólamenntað lið, fólk sem hefur aldrei komið nálægt veruleikanum, hefur ekki unnið á gólfinu, hefur ekki komist í snertingu við kalt vatn, hvað þá unnið sjálfstætt og veit þar af leiðandi ekki hvernig það er að vera einn í heiminum öðrum óháður. Þetta lið þekkir ekki annað en að vera á ríkisspena, hefur varla stigið út fyrir ríkisstofnun síðan það lauk námi, og sýgur mjólk úr kúnni - sem það vill slátra. Svokallað fræðifólk veður uppi, blaðrar blaðlaust í bullmiðla, les: rúv. Er ekki nokkur leið að losna við þessa meinsemd?

Helgi (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 02:22

6 identicon

HA HA HA HA

Þú ert alveg óborganlegur!´

Karl (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 08:59

7 identicon

S.s., menn eins og Ragnar Arnalds og nafni minn á þessu bloggi?

Páll (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband