Samfylkingin öfgaflokkur í afneitun

Samfylkingin er einangruð í Evrópumálum og nú bætist við annar stór málaflokkur þar sem flokkurinn stendur einn, sjávarútvegsmál. Jóhanna Sig. gerði Samfylkinguna að ótrúverðugu stjórnmálaafli með frekjukastinu vegna úrskurðar Hæstaréttar um ólögmæti stjórnlagaþingskosninga. Á alþingi tengdi Jóhanna stjórnlagaþingið við sjávarútvegsstefnuna sem var heldur langsótt og sýndi inn í hugarheim veruleikafirringar.

Samfylkingin hefur undanfarin misseri jafnt og þétt fjarlægst íslenskan veruleika. Flokkurinn talar fyrir lítinn hóp einstaklinga sem flestir eru á opinberu framfæri og eru hvorki með tenginguna við landsbyggðina né atvinnulífið.

Óþjóðleg og óboðleg stefna Samfylkingarinnar í þjóðþrifamálum hlýtur að leiða til þess að Vinstrihreyfingin grænt framboð endurskoði ríkisstjórnarsamstarfið.


mbl.is Leiðir til gjaldþrota í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt er gott við  þær heitingar Jógrímu að láta kjósa aftur. Það yrði hennar banabiti haldi hún því til streitu. En ég heyrði það bara si sona á venjulegu hjólbaraðaverkstæði að nú sé komið að suðumarki almennings og stutt í kveikiþræðinum. Þessir kallar eru víst örugglega með hondina á púlsinum og vita hvað er í bígerð.

Púkinn (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 23:14

2 identicon

Áhugavert af heimasíðu vg

http://www.vg.is/stefna/sjavarutvegur/
 

4. Stjórn fiskveiða

  • Réttlát skipting
  • Jafnræði og þjóðareign
  • Innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda
  • Aðrar leiðir til skoðunar
  • Ráðstöfun aflaheimilda við gjaldþrot handhafa
  • Atvinnuréttindi sjómanna og byggða

Séra Jón (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 23:51

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fleira úr stefnuskrá VG:

Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópursambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað.

Gunnar Heiðarsson, 31.1.2011 kl. 01:48

4 identicon

Merkilegt hvað kvótagreifar geta grenjað og beðið sér vægðar minnir á bankanna eftir hæstaréttar dómin í suma þegar gengistrygðu lánin voru dæmd ólögleg þá sögðu bankarnir að þyrfti að sýna sangirni ,

hafa kvótagreifar einhver tíman sýnt sanngirni þegar þeir voru að véla til sín kvóta 

hafa kvótagreifar sínt leigendum kvóta sanngirni 

borguðu kvóta eigendur skatt af leigu kvóta þórunnar sveinsdóttur leigðu kvótan á meðan nýtt skip var smíðað fyrir 2 miljarða skipið kostaði 1,5 miljarð 

bpm (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband