Vinstri grænir sameinast gegn Jóhönnu

Frekjupólitík Jóhönnu Sigurðardóttur ásamt dómgreindarleysi sameinar þingflokk Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og skýtur stoðum undir brú milli Vg og Sjálfstæðisflokks. Upphlaup Jóhönnu vegna stjórnlagaþings og hótanir hennar gagnvart undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, þar sem hún fékk samþykkt á flokkfundi Samfylkingar áskorun um að efna til þjóðatkvæðis gegn sjávarútvegi, eru korn sem fylla mæli þolinmæði langlundargeðs.

Samfylkingin er úr leik í íslenskum stjórnmálum. Eftirfarandi atburðarás er möguleg.

Vinstrihreyfingin grænt framboð myndar minnihlutastjórn með stuðningi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og gengið verður til kosninga í byrjun sumars.


mbl.is Skortur á sanngirni og dómgreind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki þjóðaratkvæði gegn sjávarútvegi, sem Jóhanna vill, heldur þjóðaratkvæði gegn sérhagsmunum útgerðargreifanna sem halda að þeir eigi fiskinn í sjónum. 

Ég hef ekki áttað mig á því fyrr að þú viljir viðhalda óréttlátu kerfi sem skilar ekki arði af sjávarútvegsauðlindinni til þjóðarinnar.

http://www.youtube.com/watch?v=1OeUfzGlu0I

Margrét (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 07:59

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Tillagan um þjóðaratkvæði er enn eitt gífuryrði af hálfu forsætisráðherra sem fær borgað fyrir að leiða þjóðina saman en ekki sundra. Við eigum að segja henni og Samfylkingunni upp.

Páll Vilhjálmsson, 31.1.2011 kl. 08:28

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er eitt sem ég skil ekki með þessa sjávarútvegsstefnu sem er nauðsynlegt að endurskoða. Ef hún fer á þann veg sem Samfylking vill þá er allt opið fyrir ESB en það kemst í gegn. Er Jóhanna meiri landráðamaður en ég hef líst hér áður. Hún er að terroræsa þjóðina. http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/1126470/

Valdimar Samúelsson, 31.1.2011 kl. 11:07

4 identicon

Sko, Margrét.  Það er bæði eitt og annað sem við verðum að laga í sjávarútveginum, um það þarf ekki að deila. En að segja að ,,núverandi kerfi skili ekki arði af sjávarútvegsauðlundinni til þjóðarinnar" það sum þú skrifar er bara staðfesting á því að þú þarft að kynna þér málin betur.

Staðreynd er að við, þjóðin, höfum mjög mikinn og góðan afrakstur að fiskveiðum, svo eftir er tekið.  En ýmislegt verður að bæta í núverandi kerfi, það er annað mál.

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 20:32

5 identicon

Ég tel nú engar líkur á því að VG og Sjálfstæðið taki saman, a.m.k. ekki innan 8 ára!  Það er það langur vegur og mikið óþol þarna á milli að það myndi aldrei ganga, jafnvel þó Framsókn og/eða Hreyfingin kæmi inn í það.  Óþolið milli VG og Samfó er margfalt minna þó menn séu þar orðnir þreyttir og pirraðir á hvor öðrum og allir að fara sínar eigin leiðir.   Frekar held ég að Samfó og Sjálfstæðið myndu mynda ríkisstjórn en þá þyrfti Jóhanna að yfirgefa svæðið og hún virðst ekkert á þeim buxunum.  Því held ég að vinstri stjórnin sé ekkert að fara í bráð.

Skúli (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband