Ríkisstjórnin gefst upp fyrir Magma

Með því að setjast að samningaborði við raðbraskarann Ross Beaty, landssöludeild Íslandsbanka og útrásarafgöngum í felulitum er ríkisstjórnin búin að gefast upp að berjast fyrir því að halda HS-Orku í almannaeigu.

Ekki þarf að fara mörgum orðum um svikasöguna á bakvið kaup Magma á HS-Orku. Íslandsbanki er aðalhönnuður að svikafléttunni til að sölsa HS-Orku undir braskara. Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson lögðu grunninn og Árni Magnússon fyrrverandi ráðherra og yfirmaður orkudeildar bankans heldur vinnunni áfram. Eins og venjan er í útrásarfléttum fer saman hátt flækjustig og lágt siðferðisstig. 

Geysir Green var verkfæri Hannesar og Jóns Ásgeirs og Glitnir var bankinn þeirra. Íslandsbanki var reistur á grunni gjaldþrota Glitnis og með kennitöluflakki var helstu verðmætunum komið til skúffufyrirtækisins Magma. Forstjórinn var látinn fylgja með HS-Orku til Magma og leiksýning sett upp í því samhengi.

Ríkisstjórn sem semur við svikahjörð er óhæf.


mbl.is Semja um styttri nýtingarrétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Og þú sem kaust þetta fólk Brútus minn

Halldór Jónsson, 25.1.2011 kl. 14:10

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þótt mér hafi verið illa við þennan magma gjörning þá er ég á þeirri skoðun að þeir vita að þetta var ekki rétt fjárfesting. látum á eiga þetta þessvegna it 120 ára og bönnum svo sölu á svona fyrirtækjum til annarra en ríkisins ef þeir vilja kaupa. Þetta er sterkasti leikurinn. Meinum þeim að selja og verum í samkeppni við þá. Magma er hálf gjaldþrota en þetta var leikur til að ná Geysir Green sem ég tel að eigi í Magma í gegn um Sitka Foundation.

Valdimar Samúelsson, 25.1.2011 kl. 14:13

3 Smámynd: Alfreð K

Gott hjá Páli að vera óþreytandi við að minna á þennan skítagjörning suður með sjó. Ég er ekki í minnsta vafa um að allt sem Páll segir hér er meira og minna eins og það er í raun. Ef bara fleiri fjölmiðlar hefðu dug og kjark til að feta í sömu spor og Páll.

Alfreð K, 25.1.2011 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband