Össur selur Ísland fyrir eigin frama

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ætlar sér stöðu innan Evrópusambandsins eftir að hann og Samfylkingin hafa komið Íslandi inn í sambandið. Orð Össurar á alþjóðlegri norðurslóðaráðstefnu um að Ísland fái hlutverk í norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins, eftir inngöngu, eru staðfesting á viðurkenndri aðferðafræði Evrópusambandsins gagnvart umsóknarríkjum.

Umsóknarríki fá sérstakan kvóta í aðalstöðvum ESB. Venjan er að helstu samningamenn og stjórnmálamenn, einkum smáríkja, gangi í vel borgaðar stöður hjá Evrópusambandinu eftir inngöngu.

Þegar Noregur stóð frammi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild árið 1994 var það gefið út að Thorvald Stoltenberg utanríkisráðherra yrði framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála hjá ESB. Undirmálin voru þau að sjávarútvegshagsmunum Noregs væri borgið í höndunum á Stoltenberg. Norðmenn bitu ekki á agnið og höfnuðu aðild.

Trúlega halda þeir í Brussel að Össur sé betri beita fyrir Íslendinga en Stoltenberg fyrir Norðmenn. Stoltenberg er heiðarlegt nafn í Noregi. Ísland er ekki hátt skrifað í Brussel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hann er allur fyrir sjálfan sig. Þetta ESB mál allt er frá og fyrir hann.

Valdimar Samúelsson, 25.1.2011 kl. 12:38

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki finnst mér Össur neitt geðslegri nmaðkur fyrir mig en aðrir spikfeitir alikratar. En spurning er hvort það léttir á okkur í heildina ef þeir fara nógu margir til Brüssel?

Halldór Jónsson, 25.1.2011 kl. 14:15

3 Smámynd: Jón Kristjánsson

Joe Borge varð líka sjávarútvegsstjóri hjá ESB eftir að hafa svikið Möltu inn í glæpasamtökin. 

Jón Kristjánsson, 26.1.2011 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband