Útrásardraugur á vegum Íslandsbanka

Geysir Green er gjaldþrota útrásarfyrirtæki sem átti að nafninu til HS - Orku. Íslandsbanki á Geysi Green og sendi forstjórann, Ásgeir Magnússon, úr gjaldþrotafyrirtækinu í skúffufyrirtækið Magma sem líklegast er leppur fyrir útrásarauðmenn.

Geysir Green neitar að veita upplýsingar til að skýra ferlið sem leiddi til þess að HS-Orka komst í hendur Magma. 

Tilkynningin frá Geysi Green er nafnlaus enda þorir trúlega enginn að kannast við ósvífnina sem þar má lesa. Einn höfundanna er án efa gamli félaginn í auðrónadeild Framsóknarflokksins og fyrrum ráðherra, Árni Magnússon. Árni stýrir orkudeild Íslandsbanka.


mbl.is Umboðslaus rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ótrúlegur hroki svífur þarna yfir og allt um kring, þessa "nafnlausu" yfirlýsingu af hálfu fyrirtækisins.  Þessi gjaldþrota hræ eru greinilega farin að safna vopnum á ný, og komin í kunnuglegan hrokaham, sem stráfelldi þá fyrr.

Það er hálf asnalegt að lesa hvað fyrirtækjum finnst eða finnst ekki.  Vissi ekki þar til nú að "fyrirtæki" gæti haft grjótharðar skoðanir, sem svo vammlausir forráðamenn kannast ekkert við!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 26.8.2010 kl. 14:51

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er naumast sem það er kjaftur í þessum GGE mönnum.  Gjaldþrota fyrirtæki í eigu gjaldþrota banka (Íslandsbanka 40%) og gjaldþrota fyrirtækis (Atorka 40%).  Forstjóri GGE er fyrrverandi fjármálastjóri Glitnis og tendgdasonur Kristjáns Ragnarssonar LÍU vælukjóa.   Þetta lyktar svo langar leiðir af spillingu að hálfan væri nóg.  Þetta fyrirtæki ætti að vera undir rannsókn allt árið um kring um ókomin ár.

Guðmundur Pétursson, 26.8.2010 kl. 14:53

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Yfirlýsing GGE kemur mér í sjálfu sér ekki á óvart, enda það fyrirtæki, eða vofa þess, enn föst í "2007 útrásarandanum".    Það sem slær mig hins vegar, er það að GGE leggst gegn því að Efnahags og viðskiptaráðuneytið, afhendi upplýsingar tengdu málinu. Efnahags og viðskiptaráðuneytið, eða nefnd á vegum þess, gaf grænt ljós á þessa fjárfestingu, hafandi þessar upplýsingar eða gögn undir höndum.

  Hvaða upplýsingar liggja í Efnahags og viðkiptaráðuneytinu, sem ekki mega líta dagsins ljós?  

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.8.2010 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband