Vigdís býður sátt í ESB-málinu

Veikar forsendur fyrir samþykkt alþingis um að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu eru dragbítur á umsóknina. Staðfesting á því að Evrópusambandið tekur aðeins ný ríki í sambandið samkvæmt aðlögunarkröfum þar sem umsóknarríki lagar sig jafnt og þétt að regluverki ESB á meðan samningaviðræður standa yfir gengur þvert á loforð stjórnvalda um óskuldbindandi viðræður.

Nær engar líkur eru fyrir stjórnvöld að hnika umsókninni áfram við núverandi aðstæður. Aðeins hluti ríkisstjórnarinnar vinnur að framgangi málsins og engir úti í samfélaginu leggjast á árarnar með Samfylkingunni.

Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um að efnt verði til þjóðaratkvæðis um það hvort aðlögunarferlinu inn í Evrópusambandið skuli haldið áfram. Tillaga Vigdísar réttir sáttarhönd til þeirra sem vilja halda umsókninni til streitu. Til að nokkur einasti möguleiki verði fyrir umsóknina að verða að aðildarsamningi þurfa stjórnvöld umboð frá þjóðinni - sem þau hafa ekki í þessu máli.

Þegar fyrir liggur að ,,kíkja-í-pakkann" rökin eru steindauð þurfa aðildarsinnar að munstra áhuga þjóðarinnar á aðlögun.Tillaga Vigdísar hlýtur að vera fagnaðarefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband