Neyslan staðfestir kreppulok

Hagtölur segja Íslendinga bjartsýna á horfurnar framundan. Þegar Íslendingurinn tekur til við að auka neysluna, eins og hagtölur staðfesta, gefur hann yfirlýsingu um að bjartari tímar séu framundan. Landinn eyðir fyrirfram væntanlegum ábata enda skuldar hann iðulega eitt eða tvö vísatímabil.

Eftir áramót eykst krafan um kauphækkanir og það verður ekki hlustað á neitt rugl í samtökum afneitara (SA) að ekki sé meira til skiptanna.

Næsta vor græðum við aftur á daginn og grillum á kvöldin.

Skál.

 

 


mbl.is Landsframleiðslan jókst um 1,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Ha, haa Páll, raunveruleikinn er bitrari en þetta.

Kreppan er rétt að byrja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2010 kl. 10:20

2 identicon

Kæri Páll. Láttu ekki hugfallast, en fréttin á Mbl er röng eins og framsetning gagnanna. Réttara er að bera verga landsframleiðslu eins ársfj. saman við sama ársfj. liðinna ára. Því miður sýna tölurnar að samdrátturinn heldur áfram. Tölurnar sýna aðeins að veltan innan ársins sveiflast upp á við, annað ekki. Sjá hagstofa.is, tölulegar uppl., undir lið nr. 10. Verg landsframleiðsla LÆKKAÐI um 2,1% á III. ársfj. 2010 samanborið við sama tímabil 2011. Ef þetta er rangt hjá mér vinsaml. leiðréttið mig.

Jens Pétur (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband