Írland á sjúkrabörum ESB

Írsk-evrópskur farsi hefur verið á dagskrá alþjóðlegu fjölmiðlanna um helgina. Fréttir um að írsk stjórnvöld séu í viðræðum við Evrópusambandið um neyðaraðstoð eru bornar til baka í Dublin. Eftir helgi er ekki lengur hægt að neita því augljósa. Írland er á sjúkrabörum Evrópusambandsins og fær litlu ráðið um meðferðina.

Írland á aðeins einn kost, segir Peter Oborne aðalstjórnmálaskýrandi Telegraph, og það er að hætta dauðadæmda samstarfinu við meginlandsríkin um evru og taka upp írska pundið á ný.

Írland er í spennitreyju evrunnar og getur sig hvergi hrært. Hér á landi er minnihlutahópur sem vill írskt ástand fyrir Ísland. Afgerandi meirihluti þjóðarinnar segir nei takk, ekkert ESB. Drögum umsóknina misráðnu tilbaka.


mbl.is Viðræður milli Írlands og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Auðvitað eru fréttir bornar til baka af þessu af því að þær einar og sér hafa afar skaðleg áhrif á efnahagslíf og stöðu þeirra gagnvart öðrum. Lítum okkur næt t.d.

Það gildir það sama um þjóðir og banka. Allt stendur og fellur á orðrómi og orðspori, hvort sem satt er eða logið. Banki, sem viðurkennir staðreyndir um stöðu sína, er búinn að vera. Banki, sem á allt sitt eigið fé í loftbólum hrynur ef fólk fær að vita það. "Greiningadeildir" eða talnaeldhús bankanna eru til þess gerð aðsporna við því að hið sanna komi í ljós fegra myndina og matreiða tölur bankanum í hag.

Heiðarleiki er andstæðingur banka í þessu samhengi og einnig þjóða. ÞAð eru seðlabankar þeirra, sem skilja á milli feigs og ófeigs þar.

Í þessari stöðu voru ráðamenn hér undir hrun. Þeir vissu en gátu ekki sagt, eða þá að fjármálageirinn lét í té rangar upplýsingar vitandi vits um ástandið. Hvað halda menn að hafi valið því að menn innleystu allt á "réttum tíma" kortér fyrir hrun? Heppni?

Staðreynin er sú að ef sannleikurinn hefði komið í ljós þá hefði hrunið orðið hraðara verra og dýpra.  Nú er sannleikurinn kominn fram á Írlandi. Guð blessi Írland.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2010 kl. 17:26

2 identicon

Örugglega ert þú á móti ESB, sem er frekkar sörglegt því þú vilt halda þessari vitleysu með kr. og verðtryggingu áfram. Það þíðir ekkert að bera saman önnur lönd sem öll eru stærri. Heldur á að semja um hvað við getum fengið úr ESB ogvíst getum við átt okkar fisk.

Wake up and smell the bacon......

Þorsteinn Halldórsson (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband