Aðlögun er innlimun

Evrópusambandið gerir ráð fyrir að umsóknarríki hafi staðfastan vilja til inngöngu. Talsmaður sambandsins staðfestir að aðein ein leið er í boði og það er aðlögunarleiðin. Aðlögun felur í sér að lög og reglur sambandsins eru tekin upp samhliða viðræðuferlinu. Evrópusambandið fylgist með framvindu aðlögunarinnar og skrifar reglulega skýrslur sem gefa yfirlit yfir aðlögunina.

Í lok aðlögunar er búið að innlima Ísland og þjóðaratkvæðið staðfesting á orðnum hlut. Í munni aðildarsinna heitir þetta lýðræði.


mbl.is ESB hafnar hugmyndum Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það má aldrei verða!

Sigurður Haraldsson, 15.11.2010 kl. 22:31

2 identicon

Hvað skiptir það máli hvað þetta er kallað. Það eru bara tveir möguleikar í boði af hálfu EBU. Annað hvort ertu eða ekki. Bæði og er ekki í boði. Hvernig væri nú að finna út frá þjóðartekjum á mann hvað er í veskinu hjá okkur fyrir EBU en ekki öfugt,þessar reglur eru öllum opnar. Síðast þegar ég gáði þurftum við að borga 50.000.000.000. Eins og þýsku þingmennirnir sögðu í Spegli RUV gott að fá þjóð sem borgar inn en tekur ekki bara út. En á móti gætum við fengið styrki,glæsilegt. Vil minna á að vextir og matarverð á Íslandi er ákveðið hér heima þannig að ef við viljum breyta því er það hægt án þess að tala við EBU.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 03:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband