Samfylking afhjúpar sig sem druslu

Sjálfstæðisflokkur tók prinsippafstöðu og var á móti að ákæra ráðherra hrunstjórnarinnar. Vinstri grænir tóku prinsippafstöðu og vildu ákæra forkólfa ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Samfylkingin lagðist í plott og fann út að Geir H. Haarde skyldi bera syndir Ingibjargar Sólrúnar og Björgvins G. Sigurðssonar.

Á alþingi í dag sýndi og sannaði Samfylkingin að flokkurinn er úrhrak, stjórnað af siðspilltum og prinsipplausum hugleysingjum.

Á meðan töluð verður íslenska er Samfylkingin og druslupólitík samheiti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt, Páll.

Þessi flokkur er viðbjóðslegur.

Hvernig getur heiðarlegt fólk kosið þetta ógeð og stutt fulltrúa þessa flokks á þingi?

Rósa (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 19:04

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það sem stendur uppúr varðandi þetta leikrit er, að Jóhanna, Össur, Þórunn, Kristján og Ásta Ragnheiður skyldu ekki víkja sæti! Þau hafa með þessari afstöðu undirritað sinn eiginn pólitíska dauðadóm

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.9.2010 kl. 19:35

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Já þetta er rétt,  hálf sjoppulegir þessir aðilar sem ákváðu að segja stundum já og stundum nei.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.9.2010 kl. 19:53

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þú meinar Aumingjaflokkinn. Samfylkingin hefur skipt um nafn, ekki kennitölu.

Sigurður Þorsteinsson, 28.9.2010 kl. 20:08

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Skrælingjafylkingin væri réttnefni.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.9.2010 kl. 20:38

6 identicon

 Svar mitt á Eyjunni til Ólínu Þorvarðardóttur þann 18. sept. sl.

Gunnlaugur Ingvarsson // 18.9 2010 kl. 09:23

Þú talar nú mjög heimspekilega um að nú þurfi mikla „djúphygli“ þingmanna til að greiða atkvæði um það hvort að senda eigi þessa fyrrum 4 hrun ráðherra fyrir landsdóm eins og meirihluti rannsóknarnefndar Alþingis hefur komist að eftir mikla vinnu og skýrslur færustu sérfræðinga.

Ég er alveg viss um það fyrirfram að þessi rosalega „djúphygli“ þín er bara til þess að finna það út hversu djúpt þú þarft að kafa til þess að finna heimspekilega og haldbæra afsökun fyrir því að þú greiðir atkvæði gegn því að hrun kerlingin Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði dreginn fyrir Landsdóm og fái þar þann dóm sem hún á skilið !

Sanniði til þó þú sért á margan hátt skeleggur þingmaður Ólína þá veit ég ekki eitt einasta dæmi um það að þú farir gegn FLokknum þínum !

Þetta hefur nú komið skýrt fram og það með endemum !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 21:05

7 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Eftir að Geir var ákærður..þá átti Bjarni Ben að tala við sína félagsmenn..og segja að þeir myndu sitja hjá..þá hefðu allir verið ákærðir..nú er þetta orðið pólítiskt fall Samfylkingar!!

Ægir Óskar Hallgrímsson, 28.9.2010 kl. 21:34

8 identicon

Druslupartí.

Bara hreint og beint.

jonasgeir (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 22:04

9 identicon

Hverju orði sannara.  Aðrir ráðherrar hrunstjórnarinnar eru komnir með vottorð frá Alþingi að þau eru ósakhæf vegna andlegra annmarka að hafa ekki getað gert sér grein fyrir því sem flestir þokkalega gefnir vissu, að eigendur Samfylkingarinnar myndu leggja þjóðfélagið í rúst fyrr en síðar.

Samfylkingin sér um sína.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 22:37

10 identicon

Þessi "mismæli" Davíðs Oddssonar á landsfundinum um árið reynast þá réttmæli eftir allt saman - Samspyllingin.

Jóhannes (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 23:31

11 identicon

Þú meinar að þingmenn Samfylkinginnar kusu hver og einn eftir eigin sannfæringu, eins og þingmenn Framsóknarflokksins, á meðan þingmenn annarra flokka fóru eftir flokkslínu. Auðvitað hentar þér betur hinn flokkslegi agi, þar sem aðeins er ein leyfð skoðun, enda staðfastur aðdáandi Davíðs og Sjálfstæðisflokksins.

Anna (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 23:36

12 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já drusluflokkurinn, um hann er ekkert að segja og  Framsóknarflokkurinn er náttúrulega bara gap, opið í báða enda og veit ekki hvað snýr fram eða aftur frekar en sæbjúgu sem þó eru lokuð í báða enda, svona hér um bil. 

Ákærendurnir stóðu sig vel en það er spurning hvort þeir standi sig svona vel þegar sæbjúgun, kolkrabbarnir og rækjurnar kæra Jóhönnu og Steingrím fyrir landráð sem engum hefði dottið í hug fyrir tveimur árum síðan.

En nú er það orðið sjálfsagt, enda skyldist mér á einhverjum tíma að til þess væri landsdómur að lostna við starfandi vandræða ráðherra en ekki að dæma þá sem farnir væru til að koma aftur.

Við hljótum að leggja af stað gegn núverandi fjármála ráðherra og álftinni sem hann eltir og steipa undan þeim. 

Hrólfur Þ Hraundal, 29.9.2010 kl. 00:41

13 identicon

Eðli nöðrunnar lúrir víða.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband