Samfylkingin er ósakhæf

Alþingi komst að þeirri niðurstöðu að Samfylkingin er ósakhæf. Hvorki formaður flokksins né ráðherra bankamála ber ábyrgð á hruninu. Aðeins formaður Sjálfstæðisflokksins er ábyrgur.

Í refsimálum eru geðveikir ósakhæfir. Hver er skýringin á ósakhæfi Samfylkingarinnar?


mbl.is Mál höfðað gegn Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Samtryggininn æi meina Samfylkinginn er eitt mesta spillingarbælið hví ætti þetta nú að koma þér á óvart. Bankamálaráðherra þarf ekki að svara til neinna saka því hann var bara yfir bönkunum þegar þeir hrundu!!!!!. Þetta pakk sem er þarna niðri á lága alþingi ætti að fara koma sér burt.

Elís Már Kjartansson, 28.9.2010 kl. 17:31

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Hver er skýringin á ósakhæfi Samfylkingarinnar? spyrð þú Páll. Ég tel það vera ofsahræðslu forsætisráðherra við ákæru á sjálfa sig og vissu hennar um að verða dregin fyrir Landsdóm ef ISG hefði verið ákærð. Nokkur flokkssystkini hennar fylgdu forystusauðnum og það dugði.

Magnús Óskar Ingvarsson, 28.9.2010 kl. 17:34

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Akkúrat Magnús..

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.9.2010 kl. 17:41

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Nýju fjórmenningaklíkuna skipa: 

  • Helgi Hjörvar
  • Ólína Þorvarðardóttir
  • Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
  • Skúli Helgason

Þau kusu eftir flokksskírteinum, já við Geir og nei við Ingibjörgu Sólrúnu.

Framganga þeirra var það ógeðfelldasta sem sást á Alþingi í dag. Til að gera þetta enn ljótara sögu konurnar tvær já í atkvæðagreiðslunni um Björgvin. Greinilega að undangenginni hausatalningu til að líta betur út á eftir.

Nógu slæmt er þegar heilir flokkar rotta sig saman, en þetta er margfalt verra. Paþþettikk!

Haraldur Hansson, 28.9.2010 kl. 17:43

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Allir út við viljum velja nýtt fólk þarna inn á alþingi! Eftir þetta útspil þá er ekki nokkurt vit í að stjórnin komi saman þann fyrsta ókotber þetta er landráðapakk!

Sigurður Haraldsson, 28.9.2010 kl. 17:48

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sjálfstæðisflokkurinn reisti skjaldborg um Samfylkinguna og þingmenn flokksins hljóta að vera hreyknir af árangrinum. Nú getur Icesave-stjórnin haldið áfram að rýra lífskjör í landinu og Steingrímur mun ekki láta langan tíma líða þar til nýr Icesave-samningur liggur fyrir. Er ekki beinn og breiður vegur framundan, varðandi innlimun landsins í Evrópuríkið ?

 

Hins vegar er máli Þingvalla-stjórnarinnar ekki lokið og andófið gegn Icesave-stjórninni mun halda áfram. Þegar Geir kemur fyrir Landsdóm, mun hann verða staðgengill allrar stjórnar sinnar. Upplýst verður hvaða ráðherrar báru hina raunverulegu ábyrgð á úrræðaleysi stjórnarinnar. Geir er auðvitað rétti maðurinn til að upplýsa um það.

 

Með öðrum orðum þá eru allir ráðherrar Þingvallastjórnarinnar dregnir fyrir Landsdóm, þótt Geir sitji einn í ákærenda-stúkunni. Verði Geir dæmdur, þá situr öll ráðherra-hjörðin uppi með glæpinn. Hugsanlegt er að eftir málaferlin verði dómur landsmanna sá, að Geir H. Haarde sé minnst sekur af ráðherrunum. Verður það ekki sérkennileg staða fyrir þá sem ekki vildu að réttur dómstóll fjallaði um málið ?

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.9.2010 kl. 17:54

7 identicon

Já.  Var þetta ekki ansi vel að orði komist.

 Samfylkingin virðist ósakhæf.

Hver ætli sé hæfur eða hafi geð í sér til sérstakrar geðrannsóknar á þeim flokki?

jonasgeir (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 18:20

8 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Mikið verður það aumt ef það verða ekki fjöldaúrsagnir úr samfylkingunni á morgunn.

Magnús Gunnarsson, 28.9.2010 kl. 20:51

9 identicon

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sat í stjórn seðlabankans og tók þátt í öllu því sem þar gerðist athugasemdalaust. Sagði af sér eftir hrun - en ekki fyrr og varð flokkshetja samfylkingar fyrir óbragðið. Hennar atkvæði er sjálfsvörn.

Asta (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 22:03

10 identicon

Rétt Páll, Berlusconifylkingin. Sama aðferð og einræðisherrann á Ítalíu.

Ingolf (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 23:01

11 identicon

"Magnús Gunnarsson" 

Fjöldauppsagnir úr Samfylkingunni segir þú, já ég vona svo sannarlega að svo verði. Því aumari flokkur hefur ekki setið á Alþingi okkar íslendinga.  

Enn alla vegana einn ungur Samfylkingarmaður sýndi þann manndóm af sér í dag að segja sig úr Samfylkingunni. Hafði greinilega fengið nóg af hráskinnsleiknum og sýndarmennskunni. 

Þessi ungi maður er sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

Ungir menn hafa oft og miklu frekar þann dug, kjark og þor sem okkur eldri skortir og hafa heldur ekki týnt hugsjónunum á altari valdanna !

Húrra fyrir honum !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband