Aðildarsinnar eru sérstakur þjóðflokkur

Malta fékk enga varanlega undanþágu frá reglum Evrópusambandsins, aðeins tímabundna fresti til að taka upp ESB-reglur. Aðildarsinnar á Íslandi reyna að kalla það undanþágu þegar samið var um tilteknar reglur um fjölda veiðileyfa strandveiðibáta við Möltu.

Íslensku aðildarsinnarnir eru dálítið sérstakur þjóðflokkur í Evrópu. Þeir eru einu aðildarsinnarnir í álfunni sem gera út á undanþágurnar frá reglum Evrópusambandins. Aðildarsinnar í öðrum ríkjum, t.d. hjá frændum okkar í Noregi, finna að jafnaði eitthvað annað en undanþágurnar Evrópusambandinu til ágætis.

Meginröksemd aðildarsinna fyrir inngöngu er allar fínu undanþágurnar sem hægt er að fá í Brussel. Íslenska þjóðin er löngu búin að gera upp hug sinn og kýs stærstu undanþáguna - sem er að standa utan Evrópusambandsins.


mbl.is Segir ESB hlusta á gæði raka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Fáum undanþágu frá Evrópusambandinu eins og það leggur sig.

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.9.2010 kl. 19:01

2 identicon

Guð hjálpi okkur. Er hægt að fá varanlega undanþágu frá Tilfallandi athugasemdum? Þvílík steypa.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 20:07

3 identicon

Það versta við síversnandi ástand á Íslandi, er kvótakerfisvandinn. Þegar það kerfi var sett á, var skrifuð grein um verknaðinn vestur í Seattle USA, þar var því blákalt haldið fram að fjármálasiðferði landsmanna yrði eyðilagt með þessu. Ekki er að sjá annað en það hafi gengið eftir. nú virðist sáttanefnd um breytingar á kerfinu, skipuð kvótahöfum og pólitíkusum, vilja hafa óbreytt kerfið áfram, og þá um leið sama vandamálið áfram. Eina leiðin til að brjóta upp smákóngaklíkur kvótakerfisins ásamt himinháum landbúnaðarstyrkjum og okurvöxtum gjaldþrota banka sem búið er að ræna innanfrá að auki, sem unga fólkið flýr nú útaf, til nágrannalanda, sem aldrei fyrr, virðist því vera að fara í EU bandalagið, hér mun ekkert breytast, það er fullreynt að fjölmargra mati.

Robert (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 20:20

4 identicon

Sammála Hirti, langbesta lausnin er varanleg undanþága frá ESB....og einnig frá núverandi "stjórnvöldum" svona sem bónus

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 20:50

5 identicon

Mér líst vel á að fá varanlega undanþágu frá aðild að ESB! 

Njáll (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 21:08

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hrafn, já slepptu því að lesa síðuna. Hver er að neyða þig til þess?

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.9.2010 kl. 21:14

7 identicon

Hrafn.  Er ekki löngu kominn tími á að þú látir þig hverfa af síðunni?  Enda er tilgangurinn ekki neinn annar en að reyna að eyðileggja alla eðlilega umræðu með tröllskap og einstaklega rætnum og heimskulegum innkomum, augljóslega á spena rakka ESB.  Ef þú værir ekki svona einstaklega húmorslaus og blátt áfram leiðinlegur þá væri í góðu lagi að hafa þig eins og alvöru ESB þorpsfíflin Ómar Kristjánsson og Jón Frímann. 

Gerðu þér og ESB þann greiða að halda þér úti.  Þeim veitir ekki að að ná  eitthvað fleirum en 19% þjóðarinnar inn á að sjá eitthvað jákvætt í inngöngu.  Meir að segja þá náðu Icesave borgunnar sinnar með ESB 26% fylgi þegar best lét.  Það féll niður í 1.8%.  Þökk sé ESB sinnum að þjóðin sá í tíma að ESB og Icesave er sín hvor hliðin á sama peningnum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 21:17

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Malta fékk eina undanþágu (í protocol 6), eina sérlausn um stærð fiskibáta og tvær sérstakar bókanir.

Önnur bókunin tryggir að ekki þurfi að breyta stafsetningar- eða málfræðireglum í maltnesku tungumáli þótt orðið "euro" sé notað á seðla og mynt.

Það eru öll ósköpin. Þetta kallast víst glæsileg niðurstaða.

Haraldur Hansson, 25.9.2010 kl. 21:40

9 identicon

Malta er ekki með neinar auðlindir eins og við...geta alls ekki veriið sjálfbærir. Það er ekki hægt að bera Möltu og Ísland saman. No way!

anna (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 23:42

10 Smámynd: Tryggvi Thayer

Þú vilt kannski benda okkur á dæmi um þennan málflutning ESB-sinna sem þú nefnir, þ.e. að einhver segir að við eigum að ganga í ESB út af undanþágum sem við kunnum að fá...

Tryggvi Thayer, 26.9.2010 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband