Lífeyrissjóðir í nýspillingu

Lífeyrissjóðir geta ekki yfirtekið smásöluverslun undir formerkjum endurreisnar atvinnulífsins. Engin endurreisn felst í því að endurlífga ónýtan rekstur sem ætti að fara á hausinn. Það heitir nýspilling þegar almannafé lífeyrissjóða er dælt í rekstur sem á að fara í þrot.

Á smásölumarkaði er nógir um hituna og safnaðist Húsasmiðjan til feðra sinna yrðu margir til að fylla eyðuna á augabragði.

Lífeyrissjóðir gætu átt heima sem fjárfestar í mikilvægum samgöngufyrirtækjum, t.d. Flugleiðum, með þeim rökum að almannfé eigi veita í að styrkja innviði samfélagins.

Enginn friður verður um smásölurekstur lífeyrissjóða.


mbl.is Ályktun á misskilningi byggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Alveg sammála þér.

Sigurður Sigurðsson, 31.8.2010 kl. 12:35

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Alveg sammála!

Lífeyrissjóðirnir hafa að mínu áliti (og reyndar líka samkvæmt lögum um lífeyrissjóði) það eina hlutverk að ávaxta peninga sjóðanna á sem öruggasta og hagkvæmasta hátt. Þeim ber ekki að hafa neina svokallaða "samfélagslega ábyrgð" frekar en bara bankareikningnum mínum eða þínum.

Lífeyrissjóðirnir eru ekkert "almannafé" þeir eru eign þeirra sem greitt hafa í þá. Og ef þeir eru öruggari og ávaxtast betur erlendis þá eiga þeir að vera það.

Og þetta dj... brask með lífeyrissjóðina sem nú er í gangi ætti að stoppa umsvifalaust.

Jón Bragi Sigurðsson, 31.8.2010 kl. 12:37

3 Smámynd: Gústaf Níelsson

Flugfélög hafa nú aldrei þótt sérlega góður fjárfestingakostur, en nýspilling er ágætt hugtak, því Framtakssjóðurinn lyktar af spillingu.

Gústaf Níelsson, 31.8.2010 kl. 17:13

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Tókuð þið eftir því að þeir ætla að selja Húsamsiðjuna, Teyni og Vodafone sem arðbær fyrirtæki. Eitthvað gekk fyrri eigendum illa að finna gróðann.

Halldór Jónsson, 31.8.2010 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband