Falinn milljarður Baugsfeðga

Baugsfeðgar eiga reiðufé upp á 1,2 milljarða króna eða lánstraust fyrir sömu fjárhæð hjá öðrum en Arion banka sem efnir til lokauppgjörs við næst dýrustu feðga Íslandssögunnar. Tuskubúðirnar þrjár sem Jón Ásgeir fær úr Högum eiga að kosta 1,2 milljarða og bankastjóri Arion segir feðgana verða að greiða með reiðufé.

Landsbankinn á erfitt með að losna við feðgana af sínum spena enda hafa þeir talið ríkisbankanum trú um að Jón Ásgeir sé sérstaklega snjall rekstrarmaður á sviði fjölmiðlunar. Viðskiptamódel Jóns Ásgeirs eftir hrun er að Hagar hafa keypt auglýsingar sem halda uppi 365-miðlum og afgangurinn kemur frá Landsbankanum.

Þegar það liggur fyrir að feðgarnir eiga meira en milljarð króna væri ekki athugandi fyrir Landsbankann að rukka þá um ógreiddar skuldir. Eða tryggir bandalag Jóns Ásgeirs og Samfylkingarinnar áframhaldandi fjáraustur ríkisbankans í hít feðganna?  Kannski lánar Landsbankinn Jóni Ásgeiri fyrir tuskubúðunum?


mbl.is Þarf að greiða með peningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og alveg örugglega ekki eini aurinn sem þeir luma á.  Það sem hlýtur að vera stórt spurningamerki að Finnur Árnason verður áfram við stjórnvölin, eftir allar yfirlýsingarnar um nauðsyn þess að hafa gamla nátttröllið að störfum sér við hlið.  Hlýtur að vera handónýtur í starfi miðað við hvað málið var fyrir honum stórt og þýðingamikið.  Sem og að Steinn Logi sem var forstjóri á vegum Baugsfeðga (að ég best veit) yfir Húsasmiðjunni þar til að Landsbankinn yfirtók hana.  Örugglega mjög hæfir menn en tengingar sem þessar eru fullkomlega óþarfar og illásættanlegar.  Finnur td. hlýddi eins og barinn rakki með að verja í fjölmiðlum misnotkun á auglýsingafé þjóðarinnar og moka því í vasa feðganna, er ekki traustvekjandi.  Þar fór hann langt yfir línu trúverðugleika og það sem stjórnendur þurfa að hafa til að vera marktækir.  Hvað myndi slíkur aðili vera tilbúinn að leggjast lágt?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 14:29

2 identicon

Fram kemur að Jóhannes fær bíl og sumarhús á "markaðsverði", 41 milljón króna.  Ef þetta er húsið á móti Akureyri, sem áhvílir um 400 milljónir, er þetta góður kostur fyrir Jóhannes en á kostnað hvers ? Eins og vanalega, fólksins í landinu.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband