Steingrímur J. þvær hendur sínar af umsókninni

Stærsta fréttin af blaðamannafundi Steingríms J. og Jóhönnu Sig. í dag fór fyrir ofan garð og neðan hjá öllum fjölmiðlum nema pressunni.is Fjármálaráðherra sagði skýrt og skorinort að umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu væri ekki á vegum ríkisstjórnarinnar.

„Það er ekki þannig að það sé stefna þessarar ríkisstjórnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu og þaðan af síður að ganga í Evrópusambandið.“ Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG.

Umsóknin er á vegum Samfylkingarinnar og á ábyrgð þingsins en ekki ríkisstjórnarinnar. Af því leiðir tvennt. Í fyrsta lagi að ráðuneyti á vegum ráðherra Vg eru algjörlega óbundin af feigðarflani utanríkisráðherra til Brussel og eiga ekki að lyfta litla fingri til að aðlögunin nái fram að ganga enda umsókn og aðlögun sitthvað. Í öðru lagi á alþingi taka fyrir við fyrstu hentugleika þingsályktunartillögu um að umsóknin verði dregin tilbaka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er farsinn endalausi. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 22:26

2 identicon

Það er ótrúlegt að VG hafi einn einasta kjósanda eftir.

jonasgeir (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 22:44

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Steingrímur er að dansa tangó..meðan Jóhanna dansar pönk??

Ægir Óskar Hallgrímsson, 24.8.2010 kl. 23:12

4 identicon

Held að eftirfarandi vísa eigi best við þessi dæmalausu ummæli fjármálaráðherrans:

Saup hann drjúgt af flöskunni,

flónskan jókst við sopa hvurn,

hvenær mun á heimskunni,

hörgull verða, mér er spurn?

Baldur (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 23:12

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Úr stefnuskrá Vinstri Grænna...  " Við teljum að öll ríki heims eigi að hafa óskoraðan rétt og tækifæri til að nýta auðlindir sínar á skynsamlegan hátt í því augnamiði að byggja upp velferðasamfélög sem standast kröfur um sjálfbæra þróun. Til þess að svo megi verða þarf að leysa hinar fátækari þjóðir af skuldaklafa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans, og endurskoða starfsemi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar frá grunni. Leikreglum heimsviðskipta þarf að gerbreyta til að tryggja félagslegt jafnrétti og virðingu fyrir öllu umhverfi."  Ætli Steingrímur hafi lesið stefnuskrána? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.8.2010 kl. 23:55

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úr stefnuskrá Vinstri Grænna...  " Við teljum að öll ríki heims eigi að hafa óskoraðan rétt og tækifæri til að nýta auðlindir sínar á skynsamlegan hátt í því augnamiði að byggja upp velferðasamfélög sem standast kröfur um sjálfbæra þróun. Til þess að svo megi verða þarf að leysa hinar fátækari þjóðir af skuldaklafa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans, og endurskoða starfsemi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar frá grunni. Leikreglum heimsviðskipta þarf að gerbreyta til að tryggja félagslegt jafnrétti og virðingu fyrir öllu umhverfi."  Ætli Steingrímur hafi lesið stefnuskrána

Kolbrún takk fyrir þetta, þessu þarf að halda meira á lofti!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.8.2010 kl. 08:36

7 Smámynd: Guðmundur Karlsson

Alþingi samþykkti að sækja um aðild að ESB. Af því leiðir tvennt:

Öllum ráðuneytum ber embættisleg skylda til þess að vinna þær skýrslur og rannsóknir sem aðildarviðræðurnar krefjast. Hvort sem það er ráðuneyti VG eða annarra. Þetta er staðreynd hvort sem stjórnin hefur umsókn eða aðild á stefnuskrá sinni eða ekki.

Samninginn þarf að leggja undir þjóðaratkvæðagreiðslu og ef hann er samþykktur þá verða þær breytingar framkvæmdar sem þörf er á. Þetta stendur skýrt í síðustu leturbreyttu tilvituninni í blogginu sem þú vitnar í. Sá bloggari virðist ekki kunna ensku nógu vel til að skilja það.

Guðmundur Karlsson, 25.8.2010 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband