Alfreð, Bingi og REI

Auðrónadeild Framsóknarflokksins sprengdi meirihlutasamstarfið í Reykjavík vegna REI-málsins haustið 2007. REI-málið snerist um það að færa almannaeigur úr OR til útrásarauðmanna eins og Hannesar Smára og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Á fundi framsóknarmanna 12. október 2007 kom fram að borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, Björn Ingi Hrafnsson, hefði notið stuðnings Alfreðs Þorsteinssonar til að plotta framhald á þjófnaði á almannaeigum.

Magma-málið í dag er skilgetið afkvæmi REI-fléttu auðrónadeildar Framsóknarflokks þar sem almannahag var fórnað á altari græðginnar.

Alfreð Þorsteinsson er álíka saklaus af hörmungarstöðu OR og þjófur sem staðinn er að verki.


mbl.is Röng viðbrögð eftir hrunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnar Bragi

Þú berð nákvæmlega enga virðingu fyrir staðreyndum og hvað þá velsæmi.

Það sést bæði á umfjöllun þinni um þetta mál og evópumál.

Þvílíkur málfutningur/hatursáróður frá boðbera íhaldsflokksins. Það var íhaldið sem var stöðvað í að rétta REI þessum mönnum og það veist þú, enda leka mútugreiðslurnar eins og skólp út úr Valhöll frá fyrirtækjum þessara manna. Fjallaðu um það :)

Agnar Bragi, 25.8.2010 kl. 09:29

2 identicon

Bíddu, ertu ekki að gleyma Sjálfstæðisflokknum í þessu máli, eða elskar þú svo FLokkinn að þú skrifar tómt bull til að ekki falli kusk á hvítflippa? Framsókn sleit meirihluta starfinu þegar Sjálfstæðisflokkurinn vildi selja Rei út úr OR á einu bretti með alla þekkingu OR til 20 ára fram í tímann. Reyna hafa staðreyndir réttar.

Valsól (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 09:37

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Haustið 2007 neituðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að styðja Vilhjálm borgarstjóra og Björn Inga oddvita Framsóknarflokksins að selja almannagæði OR í hendur útrásarauðmanna. Af því leiddi að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk - vegna þess að Björn Ingi vildi halda áfram útrásarævintýrinu með félögum sínum Jóni Ásgeiri og Hannesi Smára.

Páll Vilhjálmsson, 25.8.2010 kl. 09:41

4 identicon

Agnar Bragi og Valsól snúa þessu öllu á haus. Það voru sexmenningarnir í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins sem komu í veg fyrir að salan á REI næði fram að ganga. Að halda öðru fram sýnir ekki sérstaklega mikla virðingu fyrir staðreyndum.

Baldur (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 09:47

5 identicon

Var það ekki svo að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins stoppuðu söluna vegna þess að það átti að selja röngum mönnum.

Enda tyggur Páll á nöfnum þeirra Jóns Ásgeirs og Hannesar.

Magnús (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 10:00

6 Smámynd: Agnar Bragi

Athyglisvert að ekki var gerð athugasemd við að mútugreiðslurnar leka eins og skólp út úr Valhöll fyrst það var allt annað leiðrétt í færslu minni :)

Annars er sögufölsun aldrei réttlætanleg. Íslensk fjölmiðlastétt er hins vegar ekki í blaðamennsku heldur áróðri, hvort sem menn hafa verið að vinna fyrir Baug eða íhaldið. Það er staðreynd.

Agnar Bragi, 25.8.2010 kl. 10:11

7 identicon

Samkvæmt ársreikningi OR 2008 hækkuðu skuldir fyrirtækisins um nær 100%. Sú hækkun var vegna gengishruns. Fram af því var eiginfjár hlutfallið nær 50% en lækkaði í 18%. Þarna liggur hundurinn grafinn. Svo geta menn deilt um það hvort eðlilegt sé að taka erlend lán á móti innlendum tekjum. En það er nú það sem nánast öll stærri fyrirtæki gerðu. Eru þá allir asnar ? Það þýðir lítið fyrir Pál að míga fram af svölunum i myrkrinu til að svala fíknum sínum. Hann verður að skilja grundvallaratriði málsins.

Starkaður (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 10:18

8 identicon

Menn rífast hér um hvort Sjálfstæðismenn eða Frammsókn sé verri og spiltari.

Það þarf ekkert að vefjast fyrir mönnum. Sannleikskýrslan segir að Sjálfstæðisflokkurinn með Frammsíknarflokkinn sem meðvirkan fylgjanda. Rústuðu þessu landi upp á eiginn spítur.

Þessir tveir flokkar eru krabbamein þessarar þjóðar. Enda er þeim alsveg sama um almannahag. Svo lengi sem þeirra ríku ættir geti hagnast þá líður þeim vel.

Ísland hefur aldrei verið fyrsta forgansmál þessara glæpasamtaka. Heldur að hagnast af Íslandi.

Már (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 10:26

9 identicon

Starkaður. Ég sé á máli þínu að þú hefur ekki mikið vita á málum. En fyrir þig, lán eru framtíðartekjur þínar. Það þarf ekkert að deila um hversu heimskulegt það er að taka lán í erlendri mynt á móti 75% af tekjum í innlendri handónýtri mynt eins og OR gerði. Og með þannig ákvörðunum þá get ég alveg fallist á að stjórnendur "stærri" fyrirtæki eins og þú orðar það eru jú asnar. Gengis- sveiflurnar eru til lengri tíma mun óhagstæðari en sem nemur innlendum vöxtum og verðtryggingu.

Vestlendingur (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 10:32

10 identicon

Vestlendingur. Ég ætla ekki að þræta við þig um vit mitt á málum. En af því að þú gerir það að umtalsefni, dreg ég þá ályktun að þú sért drambsamur samfylkingarmaður, þeir tala oft í þessum tóni. En hvað um það. Tek undir með þér að óvarlegt er að taka erlent lán á móti innlendum tekjum. Að sjálfsögðu á að skerma áhættuna af til að jöfnuðurinn verki ekki skakkur. Sérstaklega þegar í hlut eiga almennings fyrirtæki sem sinna þjónustuhlutverki. En ef við stöldrum við það sem gerðist, þá er ástæða þess að skuldirnar jukust, sú, að gengið hrundi. Margir komu að þeirri ákvörðun og sennilega var það að bestu manna yfirsýn að þessi leið var farin. Hér hefði húsmóðurhagfræðin vafalítið átt betur við, eins og oft áður.

Starkaður (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 11:10

11 identicon

Það veldur manni satt að segja áhyggjum um lélegt siðferði og gildismat fólks, að það skuli fjöldi manns ganga hver undir annars hönd að réttlæta spillingu Donsins. Þvílíkt og annað eins þegar staðreyndir liggja á borðinu!

Serafina (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 12:32

12 identicon

Skelfilegt að sjá mannvonskuna í vinstrimönnum, sem vilja ekkert við barnið sitt Rei kannast....

Hilmar (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 14:22

13 identicon

ekki gleyma mælaeigandanum Finni Ingólfssyni

setti hann ekki krana á kerfið sem tryggir hagsmuni hans um aldur or ævi ?

Þór (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband