Hreyfingin leiðir stjórnarandstöðuna

Krafan um afsögn Gylfa Magnússonar ráðherra er borin fram af siðferðisþunga sem Hreyfingin býr að en hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsóknarflokkur. Umræðan um stöðu Gylfa leiðir í ljós meginstyrk ríkisstjórnarinnar; veik stjórnarandstaða.

Ferill Hreyfingarinnar er skammur og skrykkjóttur en hún gæti orðið vísir að uppstokkun flokkakerfisins eftir hrun.

Sjálfstæðisflokkur á innistæðu meðal þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum. En hætt er við að innistæðan hverfi eins og dögg fyrir sólu þegar út í kosningabaráttu er komið. Sjálfstæðisflokkurinn er hreinlega úti á þekju í pólitískri umræðu.


mbl.is Gylfi algjörlega ótrúverðugur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÞórSari er  algjörlega ótrúverðugur !

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 13:26

2 identicon

Sammála.  Sjálfstæðisflokkurinn er búin að vera úti á túni í stjórnarandstöðunni.  Virðast stökkva á vagninn þegar það er loksins jóst hvað þjóðin er að fara.  ESB og Icesave eru góð dæmi um afar veika stjórnarandstöðu þeirra þar til að kannanir sýndu svart á hvítu hvað þjóðin vildi.  Þá komu þeir hikandi inn og hafa látið lítið fyrir sér fara. Athafnaleysis stjórnunarleysisstíll Þorsteins Pálssonar virðist vera kominn aftur á með Bjarna Ben. Framsókn hafa verið skömminni skárri en betur má ef duga skal.  

Núna eru íslensk stjórnvöld enn einu sinnu búin að draga Hollendinga og Breta að samningaborðinu eftir árangurslausar tilraunir allt frá þjóðaratkvæðagreiðslunni, til að reyna að sannfæra þá um að við eigum að borga Icesave reikninginn, þó svo að allir aðrir vita að engin lög segja að við eigum að gera slíkt.  Meir að segja fullyrðir framkvæmdastjórn ESB að rök íslenskra stjórnvalda standist engan vegin með að það hafi verið ríkisábyrgð á reikningsóþverranum.  En Steingrímur segir það breyti ekki neinu.  Hann vill borga hvað sem það kostar.  Sjálfsagt hefur hann fundið upp kenninguna að ESS reglugerðunum var klúðrað fyrir áratugi þegar þær voru teknar upp, þó svo engar skýringar hafa fylgt hvert klúðrið nákvæmlega er og þá hvers vegna það hafi aldrei verið gerð nokkur athugasemd af Brussel bákninu. 

Hefur eitthvað heyrst frá þessum tveimur stjórnarandstöðuflokkum vegna þessa stærsta hagsmunamáls þjóðarinnar sem 98.2% þjóðarinnar fordæmir og bókstaflega stendur gegn aumingjaskap stjórnvalda?  Hreyfingin eru þau einu sem hafa haldið upp raunverulegri stjórnarandstöðu sem hefur ekkert með fyrri flokkaátök að gera.  Stunda stjórnarandtöðu eins og á að gera.  Hverju veldur að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eru eins og hálf sofandi farþegar á fylliríi í aftursæti hjá örflokknum?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 14:09

3 identicon

Ef skoðuð eru störf Þórs Saari á alþingi og þau borin saman við aðra sem þar starfa, er varla hægt að kalla hann ótrúverðugan. Frekar en aðra Hreyfingar þingmenn.

Þingmenn Hreyfingarinnar eru að vinna gott starf á alþingi.

Einar (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband