Íslenskur aðall, útrásin og umsóknin

Auðmenn útrásarinnar voru flestir illa gert fólk, þjófótt jafnvel í aðra kynslóð, undirförult, hégómlegt og falskt. Þórður Helgason vekur máls á því í Lesbókinni í dag hve illa gerða fólkið var viðrinislegt í tali. Auðmenn og helstu meðhlauparar þeirra koma fyrir sem illa gefin eintök í rannsóknaskýrslu alþingis og geta ekki hróflað heilli setningu á þokkalega skiljanlegu máli.

Þórður spyr hvaða aðall tekur við af útrásaraðili. Jú, það er umsóknarliðið.

Samfylkingin fer fyrir umsóknarliðinu sem ætlar sér að verða nýr aðall á Íslandi. Rétt eins og útrásin byrjar umsóknin með lygi. Samfylkingin segir að við séum á leið í aðildarviðræður þegar hið rétta er að aðlögun er í boði þar sem Ísland lagar sig að reglum sambandsins á meðan viðræður standa yfir.

Eins og útrásin er orðræða umsóknarinnar hlaðin hálfsannleik og mótsögnum. Samfylkingin segir til dæmis að ekki sé hægt að taka upplýsta ákvörðun um aðild að Evrópusambandinu fyrr en aðildarsamningur liggur fyrir. Af því leiðir að ákvörðun Samfylkingarinnar um að berjast fyrir inngöngu er ekki upplýst.

Samfylkingin segir að umsókn og aðild að ESB myndi kjarnann í efnahagsstefnu flokksins til lengri tíma. Jafnframt fullyrðir flokkurinn að valdaframsal til ESB verði óverulegt. Þetta tvennt fer ekki saman. Ef efnahagsmál á Island taka breytingum við inngöngu hlýtur það að vera af því að ákvarðanir um efnahagsmál flytjast frá Íslandi til Brussel.

Íslenskur aðall lætur ekki að sér hæða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

eigum við ekki að kalla þetta ferli sínu rétta nafni Páll?  Þetta verður ekki aðild heldur innlimun

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.8.2010 kl. 17:00

2 identicon

Ennþá tala umsókarmenn betri íslensku en útrárarmenn.

Birgir 'olafsson (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 20:07

3 identicon

It’s all in your head
You need to unwind
You’re loosing your grip
The paranoia never ends
It’s all in your head
What you see in your mind
There’s no reason to trip
The paranoia never ends

Pétur H. Petersen (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 21:11

4 Smámynd: Elle_

Glöggt skrifaður pistill, Páll.  Já, Jóhönnufylkingin hefur barist með kjafti og klóm og milljörðum af skattfé landsmanna fyrir ÓUPPLÝSTRI NIÐURSTÖÐU. 

Elle_, 15.8.2010 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband