Röksnilli Árna Þórs laumuaðildarsinna

Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vg er laumuaðildarsinni. Hann er helsti höfundur að Júdasarvegferð Vg þar sem kjósendum flokksins í apríllok 2009 var lofað að flokkurinn stæði gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Loforðið var svikið strax eftir kosningar og svikin innsigluð 16. júlí 2009 þegar alþingi samþykkti með atvæðum Árna Þórs og félaga að sækja um inngöngu.

Andlegar afurðir Árna Þórs eru ormétnar af óheiðarleika og hugarfarsbrenglun. Í nýlegum texta eftir þingmanninn stendur eftirfarandi

Um langt skeið var meirihluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar, ef marka má kannanir, að við ættum að sækja um aðild að ESB og láta reyna á hagsmuni okkar á þeim vettvangi.

Árni Þór vísar í kannanir sem Samtök iðnaðarins létu gera þar sem spurt var ,,Ertu hlynnt/ur því að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið?" Á grundvelli sem samtökin lögðu bjó Samfylkingin til pólitík um að hægt væri að fara í óskuldbindandi könnunarviðræður við Evrópusambandið. Hjá Árna Þór heitir það að ,,láta reyna á hagsmuni okkar," - en það er aðeins hugarburður Árna Þórs að vilji þjóðarinnar hafi staðið til þess.

Árni Þór og félagar seldu þjóðinni maðkað mjöl fyrir ári. Umsóknin mun ekki leiða til óskuldbindandi viðræðna heldur aðlögunar Íslands að  Evrópusambandinu, enda heitir ferlið ,,accession process" hjá Evrópusambandinu. Á alþingi liggur fyrir þingsályktunartillaga um að draga umsókn Íslands tilbaka og bæta fyrir mistökin frá í fyrra.

Árna Þór finnst það ekki góð hugmynd og skrifar eftirfarandi

Nú hafa komið fram hugmyndir um að rétt sé að draga ESB umsóknina til baka. Frá mínum bæjardyrum séð er það slæmur kostur. Það myndi að ég tel setja lok á frekari þjóðarumræðu um kosti og galla aðildar og koma í veg fyrir að þjóðin tæki ákvörðun á grundvelli upplýstrar umræðu og málefnalegra röksemda. Upplýst umræða og lýðræðisleg ákvörðun þjóðarinnar í kjölfarið er margfalt farsælli til lengri tíma litið en sú einfalda leið að ýta málinu út af borðinu. Slíkt á meira skylt við þöggun og það kemur ekki á óvart að harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum vilji fara þá leið. 

Í daufdumbu heilabúi þingmannsins er lok sett á þjóðfélagsumræðu ef umsóknin um aðild að Evrópusambandinu er dregin tilbaka. Og gott betur; það stappar nærri þöggun að alþingi bæti fyrir mistökin 16. júlí 2009. Málfrelsið er sem sagt í hættu vegna tillögu til þingsályktunar um að Ísland dragi tilbaka umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

Fábjánatexti Árna Þórs sýnir að fláræði elur ekki af sér skýra hugsun.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

Óheilindin skína í gegn þegar þessir textar eru lesnir.

Þetta kunna þeir kommúnistarnir.

Líka að nýta sér aðstöðu sín til að skara eld að eigin köku. Frægt varð þegar upplýst var að þingmaðurinn hefði hagnast um margar milljónir með BRASKI með bankabréf sem hann komst yfir í krafti stöðu sinnar.

Óskiljanlegt er að íslenskir sósíalistar telji þennan mann verðugan fulltrúa sinn.

Það lýsir geðleysi og uppgjöf að flokksmenn VG hafi ekki andmælt BRASKI þingmannsins og krafist afsagnar hans.  

Karl (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 15:45

2 identicon

Árni Þór er einstakur snillingur.  Honum er jafn umhugað um að þjóðin gangi  í ESB og að um að við verðum látin borga Icesave reikninginn sem við aldrei stofnuðum til og engin lög segja að það er hugsanlegur möguleiki að svo hafi  verið.  Öllu skal fórnað fyrir ESB.  Hann er höfundur mannvitbrekkukenningarinnar þegar lögfræðideild Seðlabankans ályktaði að þjóðinni bæri ekki að greiða krónu, að hún gengi sérstaklega erinda og hlýddi skipunum Davíðs.  Hann var löngu farinn úr bankanum þegar snillingurinn komst að þessari niðurstöðu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband