Hrun og hræðslan við hrun

Talan sem rætt er um að flytjist frá lánastofnunum til skuldara með dómi Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar liggur á bilinu 100 milljarðar til 540 milljarðar króna. Stærsti hluti af þessum lánum eru skammtímalán vegna bílakaupa og hluti af þeim pakka eru endurkröfur uppgreiddra lána.

Rétt og maklegt er að dómur Hæstaréttar leggist af fullum þunga á bílalánafyrirtækin sem brutu lög. Þau eiga að fara í gjaldþrot. Við það er drýgsti hluti heildarfjárhæðarinnar tekinn út fyrir sviga og hægt að meta stöðu bankanna. Líklega eru Arion og Íslandsbanki í fínum málum en Landsbankinn er með SP-fjármögnun á sinni könnu og gæti þurft að bæta eiginfjárstöðu bankans við gjaldþrot SP-fjármögnunar.

Afar ólíklegt er að við stöndum frammi fyrir nýju hruni. Hræðslan við hrun mun hins vegar fylgja okkur áfram. 


mbl.is Íslenska fjármálakerfið í sviðsljósið á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Orkar tvímælis að tala um tap í þessu samhengi. Glæfraspil og lögbrot eru bara að koma í hausinn á þessum stofnunum og þau uppskera eins og þau sáðu.  Hér eru menn að framreikna ólöglegan verðauka og vexti og kalla það tap. Næ engu samhengi í þetta bull.

Það tapast ekkert, heldur bjargast hundruðir heimila og gjaldþrotum einstaklinga verður forðað. Í stað þess að eignir einstaklinga og fyrirtækja fari forgörðum þá kemur þetta fé inn í veltuna í landinu.

Þetta eymdarbreim er hreinlega fáránlegt. Það stendur ekki allt og fellur með uppblásnum fjáglæfrastofnunum, ó nei.  Hér er frekar verið að forða öðru hruni og fjöldalandflótta en hitt.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.7.2010 kl. 10:40

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Líklega eru Arion og Íslandsbanki í fínum málum en Landsbankinn er með SP-fjármögnun á sinni könnu og gæti þurft að bæta eiginfjárstöðu bankans við gjaldþrot SP-fjármögnunar."

Þessi lán voru flutt til Arion og Íslandsbanka sem lögleg lán og væntanlega kallar það á einhverskonar forsendubrest og eða "leiðréttingu en sá afréttari mun væntanlega koma úr vasa skattgreiðenda og þá sérstaklega þeirra sem erum með verðtryggð lán eða þeirra sem sýndu fyrirhyggju og tóku ekki bílalán [sic!].

Eiginfjárstaða Landsbankans verður bara bætt með skattfé.

"Orkar tvímælis að tala um tap í þessu samhengi" Já ekkert tap ef það er hægt að skattgreiðendavæða tjónið af glæpnum.

Budduhagfræði blómstrar sem aldrei fyrr, samkvæmt sömu hagfræði er gott að vinna sem ruslakarl í Noregi.

Eggert Sigurbergsson, 14.7.2010 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband