Ríkisstjórnin í minnihluta á alþingi og fallin

Þrír þingmenn VG gefa út yfirlýsingu um að þeir séu á móti stjórnarráðsfrumvarpi Jóhönnu Sig. forsætisráðherra og þar með er stjórnin fallin. Ríkisstjórnin er með 34 þingmenn af 63 á alþingi. Þegar þrír stjórnarþingmenn eru á öndverðum meiði við stjórnina er hún komin í minnihluta.

Vönduð yfirlýsing þremenninga um það hvers vegna þeir styðja ekki frumvarp forsætisráðherra sýnir að þeir eru vel meðvitaðir um tímamótin. Í yfirlýsingunni er kröftug pólitík.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er fallin. Aðeins á eftir að gefa út dánarvottorðið.


mbl.is Eru andvígir frumvarpi Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Þetta er hárrétt ályktað hjá þér.  Þremenningarnir fara ekki í grafgötur með skoðanir sínar, þó mér finnist þær í mikilli andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar, en þeir eru að þjónkast við málstaðinn og flokkinn sinn. Er það til þess sem menn eru kosnir á Alþingi?

 En stjórnin er dauð. "Gone has better money"

Hvumpinn, 16.6.2010 kl. 14:27

2 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Hjartanlega sammála þér Páll, ríkisstjórnin er fallin með braki og brestum.

Kransinn sem lagður verður að styttu Jóns Sigurðsonar á morgun og er sigurtákn um sjálfstæði íslensku þjóðarinnar verður jafnframt útfararkrans ríkistjórnarinnar.

Anna Björg Hjartardóttir, 16.6.2010 kl. 14:52

3 identicon

Mikið fagnaðarefni ef brátt sér fyrir endann á þessari stjórn öfgamanna og siðlausra "styrkþega".

Kosningar STRAX!

Karl (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 15:09

4 identicon

Rétt. Þessi ríkisstjórn er löngu dauð og eftir er aðeins skjaldborgin utan um Jóhönnu. Hefði hún verið verkstjóri á einhverjum þeirra vinnustaða sem ég hef komið nálægt, þá hefði hún fengið uppsagnarbréfið fyrir löngu síðan. Framleiðslan er engin, fremlegðin er engin, afköstin eru engin, aðeins er unnið að því að skemma "fyrirtækið"!

Því miður þá munu þau ríghalda í stólana, þó vera þeirra í valdastöðum sé að stórskemma alla okkar hagsmuni. Nýlega kynnti fjármálaráðherra dauðadóm yfir verktaka- og ráðgjafastarfsemi á Íslandi. Sú kunnátta sem hefur verið byggð upp í áranna rás mun að stórum hluta glatast, því það er flótti á öllum sviðum til útlanda. En væntanlega kemur svo klisja Steingríms um að moka flórinn og allt það. Maðurinn sér það ekki að hann er ekki bara búinn að fella fjósið, heldur er hann að slátra kúnum!

Jóhanna valdi að segja ekki neitt í eldhúsdagsumræðum. Það endurspeglaði fullkomlega hugsun hennar! Áhuginn er enginn, þegar ekki er hægt að fjalla um gæluverkefni Samfylkingar. Vg topparnir dansa flestir með, enda stólar í húfi! Í ljósi framkomu Steingríms Joð og fleiri úr hans flokki, þá ætla ég að vona að ég þurfi ALDREI að heyra hann kalla framsóknarflokkinn hækju sjálfstæðismanna. Vinstri grænir eru almennt stoðtækjasafn Samfylkingar. "Nyttige idioter" er orðtak sem er notað um svona fólk í nágrannalöndum okkar!

KOSNINGAR STRAX!

Ófeigur (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 20:33

5 identicon

"Það þarf ekki mikinn kjark til að brjótast út úr meirihlutaröðum gegn félögum sínum.."

Tveir framsóknarmenn eru fylgjandi frumvarpinu svo það er óþarfi að kætast strax

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband