Hæstiréttur bjargar heimilunum, krónan landinu

Dómur Hæstaréttar í dag bjargar mörgum heimilum og gerir ríkisstjórnina óþarfa. Dómurinn staðfestir einnig að útrásarvæðing bankakerfisins var lögleysa. Þriðja atriðið sem dómurinn staðfestir er samt það mikilvægasta. Íslenska krónan er bjargvættur efnahagslífsins.

Án krónunnar væri ekki hægt að fella gengið til að auka samkeppnishæfi landsins og tilraunir til að binda krónulán við erlenda mynt er ólögmætt.

Óvarkárir lánveitendur sitja uppi með sárt ennið eftir þennan dóm og er það maklegt.

 


mbl.is Áhrif dómsins að mestu til góðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.

XXX (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 00:20

2 Smámynd: Friðrik Jónsson

Það er bara ekki rétt hjá þér að krónan sé bjargvættur efnahagslífsins,efnahagur fjölskyldunnar í landinu sem tók ekki erlend lán og er með verðtryggingu er í rúst.Dómurinn hefur bjargað mörgum í dag og ég samgleðst þeim sem voru hófsamir.En margir æddu áfram í sukkinu og fjárfestu villt og galið og vissu um áhættuna,er ekki eins sammála því.

Friðrik Jónsson, 17.6.2010 kl. 00:21

3 identicon

Það að Hæstiréttur sé að halda hlífðar skyldi yfir fólki sem getur ekki tekið ábyrgð á gjörðum sínum, að taka lán í erlendri mynt, er hneisa. Hver endar svo á að borga brúsan, skatt greiðendur.

XXX (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 00:25

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sorglegt að sjá svona færslur eins og frá xxx. Hvað er það sem skattgreiðendur eiga að taka á sig.

Lánveitandi útbjó samningana og hafði her lögfræðinga til að lesa þá yfir. Þeir ætluðu að græða á gengismun en hæstiréttur henti þessum gjörningi í hausinn á þeim.

Sigurður Sigurðsson, 17.6.2010 kl. 00:42

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

 Páll, áður en ég kafna endanlega við lestur þessarar setningar:

 "Án krónunnar væri ekki hægt að fella gengið til að auka samkeppnishæfi landsins ......]"

þá óska ég þér og okkur öllum gleðilegs þjóðhátíðardags.  

Hrollurinn gamli, "gengið var fellt í morgun" þarna á árunum 1980-1989, þegar þáverandi forsætisráðherra sagði að unga fólkið væri að reisa sér hurðarás um öxl, kvartandi og kveinandi yfir 130% verðbólguskoti, sjálfur keyrandi um á jeppling keyptan korteri fyrir gengisfellingu, (hann var í heppna liðinu)og lánaösku sem brann upp rétt fyrir verðtryggingu.

Þú ert með öðrum orðum að vísa til gömlu og "góðu" tímana þegar hægt var að fella gengið til að auka samkeppnishæfi sjávarútvegs á KOSTNAÐ almúgans, sem þurfti bara að læra að borða grjónagrjót og herða helvítis ólina.  Þegar íslenskur iðnaður leið út af, vegna samkeppnisóhæfni við lánskjaravísitölu, launavísitölu, og síðan þessa byggingavísitölu sem aldrei virtist dansa í sama takt og systur hennar.

Sérðu ekki ennþá ljósið eða á bara að taka annan hring í rússíbanana í  handstýrðri þorsktengdri íslenskri krónu?    puff puff þar gaf ég upp andann!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.6.2010 kl. 02:13

6 identicon

Þetta á ekki við um lán sem tekin voru í erlendri mynt, þessi lán voru tekin í íslenskum krónum og bundin við gengi erlendra gjaldmiðla. Þetta eru ekki erlend lán, það fékk enginn evrur eða dollara í hendurnar.

Jón (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 03:10

7 identicon

Vel orðað hjá þér Páll.

Fólk verður samt að aðskilja hlutina. Krónan er ekki vandamál þeirra sem eru með verðtryggð Íslensk lán.

Vandamálið heitir verðtrygging annars vegar og ríkisábyrgð á einkarekstri hins vegar. Hvorugt málið kemur krónu við. 

Það á að vera skýlaus krafa að verðtrygging sé felld niður af lánum sem greiðast upp á nokkrum árum. Stjórnin getur bara fellt niður verðtrygginguna af skammtímalánum (Íslenskum) strax í dag.

sandkassi (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 03:58

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Páll.  Tek undir með Jenný að þá höfðum við næstvitlausasta forsætisráðherra Íslandssögunnar en nú höfum við þann vitlausasta.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 17.6.2010 kl. 05:51

9 identicon

Allt þetta tal um að krónan bjargi okkur þegar fólk er að sligast undan hækkun lána (vegna verðtryggingar), hækkun á matvöru og neysluvöru er ótrúlegt.  Það er jafnvel ótrúlegra að sjá fólk skrifa að króna og verðtrygging séu sitt hvor hluturinn.  Verðtryggingin er eimitt útaf því að það treystir enginn sér til að lána krónur til lengri tíma án hennar vegna þess að krónan er sífellt að tapa verðgildi sínu.  Ef að verðtryggingin væri tekin út væri valkosturinn himinháir vextir í staðinn sem er bein afleiðing þess að vera með krónuna sem gjaldmiðil.

pta (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 23:16

10 identicon

ekki rétt, verðtrygging á ekki heima á skamtímalánum og hefur útgáfa krónu ekkert með verðtrygginguna að gera þótt ýmsir vilji meina það.

Valkosturinn er ekki "himinháir vextir" heldur breytilegir vextir sem og vextir reiknaðir út frá vísitölu en vísitölu neysluverðs. 

sandkassi (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 23:39

11 identicon

þarna vantaði annari vísitölu

sandkassi (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband