Samsæri stóru flokkanna um ábyrgðarleysi

Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin ætla að ná saman um pólitískt ábyrgðarleysi á hruninu. Gangi þessi ætlun fram er samfélaginu gefið langt nef. Stjórnmálamenn úr stórum flokkunum þurfa að axla ábyrgð. Eftir það sem á undan er gengið er ekki nóg að útrásarauðmenn komist undir manna hendur.

Pólitísk ábyrgð þeirra stjórnmálamann sem tóku þátt í útrásarkúltúrnum er veruleg. Stjórnmálamenn eiga að þjóna almennahagsmunum en margir gerðust sekir um sjálftektarhugsun græðgisvæðingarinnar.

Hrunverjar stóru flokkanna munu reyna að snúa bökum saman og gera lítið úr sakargiftum. Þeir stjórnmálamenn sem ætlar sér hlut í endurreistu íslensku samfélagi eiga að gera kröfu um pólitíska ábyrgð.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur víkur ekki frá ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ég er algjörlega þverpólitískt sammála, það er okkar allra sem utan stjórnmála  standa að berja þessa sjálfsögðu og nauðsynlegu kröfu í gegn. 

Fólkið sem brást, á að axla ábyrgð kvitt og klárt.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.4.2010 kl. 16:30

2 identicon

Stjórnmálamönnum ber að þjóna almannahagsmunum, en ekki hagsmunum nokkurra veruleikafirrtra ofbeldismanna eins og við höfum nú verið að horfa uppá allt of lengi.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 17:30

3 Smámynd: Elle_

Og af hverju var Steinnunn Valdís Óskarsdóttir., milljónaþegi Landsbankans, sett yfir þingnefnd til að fjalla um rannsóknarskýrsluna???

Elle_, 13.4.2010 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband