Evrópska kratafrjálshyggjan og hrunið

Íslensku bankarnir þöndust út í skjóli Evrópureglna um bankaviðskipti. Reglurnar eru samdar fyrir Stórríki-Evrópu og innleiddar af íslenskum frjálshyggjukrötum hér heima. Hvorki atvinnulífið á Íslandi né stjórnkerfið var undir það búið takast á við veruleika Stórríkis-Evrópu. Hrunskýrslan staðfestir það.

Brennt barn forðast eldinn og þess vegna munu Íslendingar ekki ljá máls á inngöngu í Evrópusambandið næstu 50 árin. Evrópuför Samfylkingarinnar verður feigðarför flokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Og áframhald spillingar-fylkingarinnar við stjórnvölinn verður feigðarför þjóðarinnar. 

Elle_, 13.4.2010 kl. 19:35

2 identicon

Páll Vilhjálmsson !

Í sama hjólfarinu, reyndu að komast úr því !

JR (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 20:25

3 identicon

Eins og ég sagði fyrir löngu var og er ekki gæfulegt (né sérlega gáfulegt) að blanda saman þessum tveimur gjörólíku málefnum: úrlausn hrunsins/einstakra þátta þess og aðildarumsókn að ESB.  

Hefur sennilega verið of augljóst til þess að veruleikafirrtir óreiðumenn stjórnmálanna * myndu gera sér grein fyrir því; enda of uppteknir af því að vernda eigin hagsmuni og fárra útvalinna.  

Afleiðingarnar blasa við núna. 

* afsakið orð-bragðið, en svona er þetta bara. 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 20:44

4 identicon

Ég sé að ég gleymdi að setja þessa samatekt hér inn.  Með ólíkindum hvað óreiðu-stjórnmálamennirnir *  telja að þeir getu logið upp í opið geðið á fólki hér.

Fjór-flokknum er ekki sjálfrátt í stjórnleysinu.  

Enda blasa afleiðingarnar nú við öllum. 

--- 

* * afsakið orð-bragðið, en svona er þetta bara.  

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 23:06

5 Smámynd: Elle_

JR mætti hætta að verja veruleikafirrta Evrópuumsókn verulikafirrtra pólitíkusa. 

Elle_, 16.4.2010 kl. 13:13

6 Smámynd: Elle_

Og Hákon, orðalagið þitt passar vel. 

Elle_, 16.4.2010 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband