Samfylkingin og hrundeild Sjálfstæðisflokksins

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Baugsútgáfunnar fer fyrir hrundeild sjálfstæðismanna en þar eru útrásarmenn og meðhlauparar. Í leiðara í dag tekur Ólafur undir málflutning Jóhönnu Sig. um að Vinstri grænir séu óalandi og óferjandi.

Ólafur óskar eftir samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks en þeir flokkar stóðu hrunvaktina. Fyrsta samstjórn þessara flokka fékk viðurnefnið Baugsstjórnin, en það var með yfirlýstri velvild auðkýfinga að flokkarnir tveir náðu saman í maí 2007.

Samfylkingin og hrundeild Sjálfstæðisflokksins eiga eitt annað en auðmannadekur sameiginlegt, en það er löngun til að komast í Evrópusambandið.

 


mbl.is Gremja í herbúðum VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega sammála þér Páll.

 Ég er reyndar á þeirr skoðun, að Samfylkingin sé ekki stjórntækur flokkur.  Samfylkingin valtrar yfir allt og alla með frekju og yfirgangi og treður sínum málum í gegna án þess að spá í framtíðina.  Allt er gert með stundarhagsmuni í huga og til að gleðja einhverja háværa sérhagsmunahópa.

Samfylkingin var ekki fyrr komin í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum árið 2007 áður en að farið var að sparka í samstarfsflokkinn með einhverjum pólitískum glósum.

Og þrátt fyrir að það hafi staðið í stjórnarsáttmálanum árið 2007 að ekki yrði farið út í það að skoða aðil að ESB á því kjörtímabili, var blekið vart þornað í stjórnasáttmálanum, áður en að Samfylkingarfólk var farið að krefjast aðildar að ESB og upptöku Evru.

Einar S. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 09:44

2 identicon

Ekki má heldur gleyma því, að Fréttablaðið er málgagn Samfylkingarinnar.

Eyjólfur St. Erlingsson (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 10:49

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ósköp er ég feginn að Ólafur er hættur hjá Mogganum,hafði lítið gaman að lesa boðskap hans þar.

Ragnar Gunnlaugsson, 29.3.2010 kl. 10:50

4 identicon

Já, Ólafur Steph. gerði hvort eð er ekkert annað en að skrifa upp úr prófritgerðum sínum um ESB.

Þorgeir K. Albertsson (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 13:06

5 identicon

Það er eins gott að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin haldi sér sem lengst frá hvorum öðrum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband