Einangrun elur á örvæntingu

Samfylkingin er einangruð í íslenskum stjórnmálum og þeim fækkar óðum sem vilja halda í illa þokkaða stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Forsætisráðherra heggur í sama knérunn og kennir vinstri grænum um ófarir stjórnarinnar.

Skynsamlegt er af hálfu vinstri grænna að taka ummæli forsætisráðherra formlega á dagskrá þingsflokks. Umræðan varpar ljósi á örvæntingu Samfylkingarinnar.

Íkveikjustjórnmál Samfylkingar verða aðeins upprætt með því að mæta þeim af hörku. Það er Samfylkingin sem er að einangrast. Vinstri grænir eru í góðum málum.


mbl.is VG ræðir ummæli forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við Íslendingar höfum ákaflega lítinn húmor, sérstaklega fyrir sjálfum okkur. Ef við værum í Englandi væru Vg þingmenn þegar komnir fram í fjölmiðlum stoltir af uppnefninu og krefðust þess að héðan í frá væri þingflokkur Vg alltaf kallaður "kettirnir" og þingflokksherbergi þeirra "Kattholt".

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 21:59

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er alveg auðséð á orðum Heilagrar Jóhönnu, hverjir telja sig vera húsbændurna og hverjir séu skepnurnar og auðsveip húsdýrin á þessum Bæ í þessari Ríkisstjórn.

Samfylkinginn og hennar hyski allt saman, minnir mig alltaf meir og meir á yfirlæti og hroka siðspilltu SVÍNANNA í ádeilu kvikmyndinni "ANIMAL FARM" !

Gunnlaugur I., 28.3.2010 kl. 22:22

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Smala köttum? Hvenær hefur það verið hægt?

Helga Kristjánsdóttir, 29.3.2010 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband