Valkostir í ríkisstjórnarmyndun

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er klofin, baklandið í verkalýðshreyfingunni er farið, landsbyggðin er í uppreisn gegn stjórnvöldum og Samtök atvinnulífsins hafa sagt upp stöðugleikasáttmálanum. Í meginatriðum eru þrír valkostir í landsmálapólitík næstu mánaða.

Í fyrsta lagi að boða til kosninga strax, sem tæki þrjá til fimm mánuði í undirbúningi, þannig að kosið yrði um mitt sumar. Þessi leið er ólíkleg enda hvorki hvatar til hennar hjá stjórn né stjórnarandstöðu.

Í öðru lagi myndun nýrrar meirihlutastjórnar. Þar eru tveir möguleikar fyrir hendi. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur - endurvakning á hrunstjórninni er varla möguleg rúmu ári eftir að hún féll. Þriggja flokka stjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er gerleg. Aðalkosturinn við þessa útgáfu er jafnframt helsti veikleikinn; Samfylkingin yrði utan stjórnar og gæti náð vopnum sínum í stjórnarandstöðu. Þó er fyrirsjáanlegt að forystukreppa eftir að Jóhanna hættir mun tefja fyrir.

Þriðji kosturinn er minnihlutastjórn Vinstri grænna sem studd yrði hlutleysi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Margt mælir með þessari leið. Starfsstjórn myndi eðli málsins samkvæmt ekki vera með aðra pólitík en að láta hlutina virka. Kosningum yrði frestað fram í desember í ár eða til vors 2011. Vinstri grænir myndu fá tækifæri að sanna sig sem handverksmenn í stjórnarráðinu, Framsóknarflokkur  að safna liði og Sjálfstæðisflokkur að ljúka uppgjörin við hrundeildina.

Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. ættu að hnippa í Steingrím J. og Ögmund og selja þeim skynsamlegustu niðurstöðuna fyrir þjóðina og alla stjórnmálaflokka nema Samfylkinguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Minnihlutastjórn VG? Hvað með umhverfismálin, atvinnumálin og orkumálin?

Björn Birgisson, 29.3.2010 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband