Ný stjórn Sjálfstæðisflokks og Vg

Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir hafa meðbyr í samfélaginu. Þegar Icesave-málið er frá þarf að stokka upp spilin og þá er rétt að gefa Jóhönnu, Össuri og Samfylkingunni frí.

Ný stjórn dregur tilbaka umsóknina um ESB-aðild, friðmælist við aðalatvinnuveg þjóðarinnar og leggur grunn að skynsamlegu efnahagslífi þar sem ábyrg umgengni við landið helst í hendur við uppbyggingu atvinnulífs.

Eftir ófriðarstjórn Jóhönnu Sig. er kominn tími á sátt milli þjóðar og ríkisstjórnar.


mbl.is VG stærra en Samfylkingin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Dream on Páll. Fyrr mun frjósa í helvíti..

hilmar jónsson, 1.3.2010 kl. 19:34

2 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Ekki tel ég líklegt, að Sjálfstæðisflokkurinn muni ganga til ríkisstjórnarsamstarfs með kommúnistum. Vinstrigræna kommúnistabandalagið er skipað fólki sem hefur á stefnuskrá sinni að brjóta þjóðfélagið niður, efna til fjöldaatvinnuleysis og efna til óeirða. Á réttu aungnabliki ætla kommúnistar sér að ræna völdum og setja á herlög og loka landinu og gera það að Norður Koreu Evrópu.

Blaðamenn Foldarinnar, 1.3.2010 kl. 19:48

3 identicon

Sammála Páli. Sé enga skárri option. Samfylkingin fékk góðan sjens, þrátt fyrir að hafa verið viðriðin hrunið, en bar ekki gæfu né getu til að standa sig. Framsókn er enginn stjórnmálaflokkur, fremur hagsmunasamtök eða vinnumiðlun. Og hvað er eftir; Sjálfstæðisflokkurinn + Vg.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 19:50

4 identicon

Sammála ... ég tel það afar ólíklegt að VG gangi til samstarfs með fasistum

Jón Garðar (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 20:10

5 identicon

Má ég biðja um allt annað en Svandísi Svafarsdóttir í stjórn aftur. Annar eins afturhaldsgeldingur og hún hefur ekki setið á Alþingi fyrr.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 20:11

6 Smámynd: Óskar

Ég trúi því ekki að óreyndu að landsmenn vilji hrunflokkinn aftur upp á dekk.  Eigum við að skoða aðeins núverandi þingmenn hans ?  Bjarni B. Milestone vafningur - Þorgerður Katrín 900 milljón króna kúlulán - Tryggvi Björgólfsprófessor 300 milljónr kr. kúlulán, - Ásbjörn Óttarsson arðgreiðslukóngur - Árni Johnsen dæmdur þjófur - Erla Ósk Icesavedrotting- Illugi sjóður níundi-    Svo þykist þessi flokkur hafa tekið til hjá sér eftir hrunið!!, já nei takk, þetta hyski hefur ekkert að gera í ríkisstjórn næstu 30 árin eða svo.

Óskar, 1.3.2010 kl. 20:12

7 identicon

Oft hef ég undrast hvaða veg Páll er að ganga. Hann var eitt sinn vinstrisinni og Samfylkingamaður. Nú er eins og hann hafi verið forsmáður. Allavega skrifar hann þannig. Hann talar um nýja stjórn, en hverja hefur hann í huga?

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 20:32

8 identicon

Afsakið, mér láðist að að ljúka kommentinu. Páll  veit vel að Vg og íhald hafa ekki meirihluta á þingi þannig að hann verður að bæta Framsókn eða Hreyfingunni, eða hvað sem hún heitir, í púkkið. Tveggja flokka stjórn er ekki möguleg núna án Samfylkingar. Hann verður að útskýra þetta nánar.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 20:40

9 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Mikið ómenni hlýtur þessi Óskar að vera. Hver er tilgangur hans með því að ráðast á nafgreinda menn í Sjálfstæðisflokknum með rætnum dylgjum og uppnefnum, sem hann getur ekki staðið við. En Óskar gleymir því, að Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, stendur fyrir heilbrigðar lífsskoðanir, umburðarlyndi og frelsi.

Öfundsýki gerir engann mann stóran, ekki heldur þig Óskar. Þú værir maður að meiri, ef þú gerðir hreint fyrir þínum dyrum og bæðir þá einstaklinga, sem þú ert að reyna að gera tortryggilega með uppnefnum, afsökunar á orðum þínum. Ef þú gerir það ekki, Óskar, þá ert þú úrhrak og ekki hæfur í samfélagi mennskra manna. 

Blaðamenn Foldarinnar, 1.3.2010 kl. 21:06

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Bíddu, sé ekki betur en að óskar hafi allnokkuð til síns máls, blaðamaður foldarinnar ( þvílík sjálfsupphafning )

Að hrunflokkurinn standi fyrir heilbrigðar lífsskoðanir umburðarlyndi og frelsi, er álíka rugl og að halda því fram að Hanne Hólmsteinn sé húmanisti.

Blessaður slepptu svona bölvuðu kjaftæði maður. Það getur vel verið að svona slepja gangi vel ofan í heilaþvegna Heimdellinga, en hlífðu okkur hinum..

hilmar jónsson, 1.3.2010 kl. 21:26

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Fyrirgefðu Blaðamaður.. Ég gleymdi að lesa athugasemd frá þér að ofan.

Sé núna að þú ert ekki með fulla fimmu, og því varla marktækur..

hilmar jónsson, 1.3.2010 kl. 21:35

12 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Við sjáum það, að Hilmari Jónssyni verður órótt við að lesa einfaldan sannleika. Verst er að geta ekki hjálpað honum. Hann er sammála rætni Óskars, án þess að gera sér grein fyrir í hvaða vítahring hann er kominn.

Ég hef ekki haldið því fram að Hannes H. Gissurarson sé húmanisti umfram aðra, en hann er engu að síður mikilhæfur maður og hefur komið mörgu góðu til leiðar fyrir land og þjóð.

Blaðamenn Foldarinnar, 1.3.2010 kl. 22:07

13 identicon

Skil ekki alveg þig ekki alveg Blaðamenn Foldarinn, þekki nú eitthvað til og sýnist nú annsi margt af þessari upptalningu hans Óskars bara vera annsi nær í lagi, margt annsi langt frá því að vera "dylgjur".

Að segja "Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, stendur fyrir heilbrigðar lífsskoðanir, umburðarlyndi og frelsi." finnst mér í dálitið einkennilegt

við skulum ekki gleyma að þessi flokkur sem stendur fyrir heilbrigðar lífsskoðanir  studdi stríðið í Írak, annsi góð leið til að undirstrika það að þeir séu umburðalyndir og styðji frelsi

Tryggvi (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 00:07

14 identicon

Fyndin umræða stundum. Verið að taka það fram að þessi eigi meira en hinn o.sfrv. Öfund fólk er sorgleg og hræsnin í Íslendingum er meinfyndin.

 Ég verð samt að segja svolítið. Menn og konur eru brjáluð yfir X-D, þjófar vont fólk o.sfrv. 

Ég ætla ekki að verja einn né neinn en hvernig væru að þið sem gagnrýnið grjóthaldið kjafti? Án gríns.

Ísland er fullt af þjófum og svikurum sem eru Íslendingar. Fólk sem vinnur svart og svíkur á annan hátt undan skatti, "skilur" uppá barnabætur o.sfrv o.sfrv o.sfrv. 

Já og það löngu fyrir kreppu. Það skiptir ekki máli hvort einhver stelur 100þúsund eða milljón,  sá hinn sami er jafn mikill þjófur. 

Þannig að þegið þið sem gagnrýnið og reynið ekki einu sinni að segja við mig að þið hafði verið 100% heiðarlegir. Ég þekki allt of marga já svona c.a. 99% af þeim sem ég þekki gagnrýna mig fyrir að vinna ekki svart o.sfrv þannig að já ég dæmi fólkið í landinu því svört vinna er allsstaðar. 

Spurning um að maður fari að hringja og segja til þessara aumingja sem vinna og þiggja svart. Tala nú ekki um aumingjana sem skrá sig úr sambúð til að fæ auknar barnabætur. 

Tala svo ekki um fólk sem eyddu efnum fram í góðærinu og vill ekki taka ábyrgð á eigin gjörðum. Talandi um hræsni!

Júlíus (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 07:07

15 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Mér líka skrif þín, Júlíus, þetta er rétti andinn. Annað hvort er maður heiðarlegur eða ekki, það er ekkert þar á milli.

Tryggvar vil ég segja þetta: Innrásin í Írak var nauðsynleg. Þar þurfti að stöðva þjóðarmorðingja. Innrásin í Írak var einnig til að stöðva útþenslustefnu múhameðstrúarmanna. Ég er stoltur af þátttöku Íslands í írakstríðinu.

Blaðamenn Foldarinnar, 2.3.2010 kl. 13:01

16 identicon

VG og D væri athygliverð ríkisstjórn, og sjálfsagt ágæt fyrir margra hluta sakir. En það gæti reynst erfitt fyrir þessa flokka að vinna saman. Ég er þess minnugur að fyrir síðustu kosningar sagði Steingrímur J. að helsta baráttumál VG væri að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Ekki atvinnumál, ekki Icesave, ekki menntakerfið eða neitt slíkt, heldur að halda ákveðnum flokki í stjórnarandstöðu.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband