ESB-trúður hjá RÚV

Ríkisútvarpið setti alvarlega niður í kvöld þegar trúðslátum í búningi fræðimennsku var hellt yfir alþjóð í innslagi í Kastljósi þar sem formaður Bændasamtaka Íslands sat fyrir svörum. Trúðurinn sem RÚV telur tilhlýðilegt að kalla upp á dekk heitir Eiríkur Bergmann Einarsson og státar af doktorgráðu frá Baldri Þórhallssyni samsinnungi Eiríks Bergmanns.

Doktorsgráða Eiríks Bergmanns er álíka virði og gráður frá bandarískum kverúlantaskólum sem hafna kenningu Darwins um þróun tegundanna og gera út á bábiljur sem þola ekki fræðilega skoðun.

Eftir Eiríki Bergmann var haft að hann hefði ,,rannsakað" landbúnaðarstefnu ESB og teldi á þeim grunvelli að bændur gætu sótt um styrk til menningarbúmennsku til að vega upp á móti því að afnám tollverndar mun leggja íslenskan landbúnað í rúst.

Eiríkur Bergmann telfdi fram þeirri röksemd á sínum tíma að Ísland ætti að ganga í ESB vegna þess að það yrði auðveldara að versla á netinu eftir inngöngu.

Hver á RÚV ber ábyrgð á þessum trúðslátum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það skal engan undra að Eiríkur og stór hluti akademíunnar migi utan í ESB. Þeir hafa sitt lifibrauð af styrkjum frá þessu batteríi. Ef menn litu á það hve miklu bandalagið dælir inn í háskólana hér í hin ýmsu "rannsóknarverkefni" þá munu menn skilja af hverju þeim finnst Háskólar landsins vera trúðaskólar.

Það ætti nú að fá fólk til að kasta sér einhuga á evrópuvagninn fyrst þetta er svona gott fyrir "menningarbúmennsku" (hvað svo sem í fjandanum það er), svo ekki sé talað um hagræðinguna í að versla sér bók af Amazon. (hver sem hún nú er)

Þetta lið getur ekki tekið hinti. Samfylkingin er í dauðateygjunum út af málinu, en þeir skrifa það allt á Icesave í afneitun sinni. Farið hefur fé betra, segi ég. Vona að þessi svikráðaflokkur þurrkist út sem fyrst. Hann einn og sér, er stæsta ógnin sem að þessu landi steðjar.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.3.2010 kl. 22:17

2 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Var Jón Gunnar Sigvaldason að gefa álit? Ég hélt að Rúv hefði ákveðið að leggja honum eftir að hann fór að skrifa undir nafninu Eiríkur Bergmann.

Guðmundur Guðmundsson, 1.3.2010 kl. 23:20

3 identicon

Páll Vilhjálmsson.

Fyrst þú ert að minnast á kastljósþáttinn í kvöld, þar sem formaður bændasamtakana sat fyrir svörum á launum frá þjóðinni, en er að vinna fyrir eigendur mjólkurkvótans, eigendur svínabúa og laxveiðjarðaeigendur .

Þessi formaður, á launum frá þjóðinni, er ekkert að vinna fyrir rollubóndan sem á valla fyrir nauðþurftum !

Það er alveg sama hvort lögrfæðingarnir eða uppgjafa auðmenn , sem eiga mjólkurkvótan, svínabúin eða laxveiðijarðirnar, vilja inn í ESB !

Rollubóndin stendur alltaf einn og á ekki fyrir nauðþurftum !

JR (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 00:02

4 identicon

Nú er ég þér ósammála, Páll og það gerist ekki oft.

Mér finnst Eiríkur ekki verðskulda að vera kallaður trúður.

Ég tel hann einn fárra hér sem býr yfir þekkingu á ESB og reynir að koma henni til skila með öfgalausum og faglegum hætti.

Mér þykir þetta prýðilega frambærilegur og geðslegur maður.

Greiningar hans á Íslandi þykja mér yfirleitt áhugaverðar.

Þetta finnst mér ekki sanngjarnt.

Nógu margir eru þeiri trúðarnir, spunasnatarnir og lygamerðirnir.

Við þekkjum þá.

Ég fellst ekki á að Eiríkur Bergmann sé í þeim hópi.  

Karl (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 08:32

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það verður að viðurkennast að Eiríkur Bergmann hefur batnað eilítið í seinni tíð eftir að hafa sætt mikilli gagnrýni á sínum tíma fyrir bullandi ESB-slagsíðu. En hann er eftir sem áður harður Evrópusambandssinni og það sem hann segir í Evrópumálum verður eðli málsins samkvæmt að skoðast í því ljósi.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.3.2010 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband