Ekki betri samningur með Steingrím J.

Steingrímur J. ber ábyrgð á Icesave-samningnum og með hann sem fjármálaráðherra fáum við ekki betri samning. Forsenda þess að við fáum nýjan samning er að ný ríkisstjórnin taki við völdum.

Verkefnið 6. mars er að fella Icesave með afgerandi meirihluta. Skriftin á veggnum segir til um framhaldið.


mbl.is Íslendingar sagðir hafa gengið af fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit nú ekki hverjir ættu að taka við.....allt er nú skárra en sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur á að skipa mörgu af spilltasta og siðlausasta fólki landsins, eins og komið hefur í ljós.

Jóhann (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 22:00

2 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Sæll.

Ég trúi því ekki að þú sért að mæla með þeim BB og SDG sem forystumönnum nýrrar stjórnar! Að því skrifuðu spyr ég hvaða kosti þú sérð í stöðunni?

Eysteinn Þór Kristinsson, 25.2.2010 kl. 22:02

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Kosningar, Eysteinn Þór.

Páll Vilhjálmsson, 25.2.2010 kl. 22:05

4 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Og hvaða ríkisstjórn ætti það að vera?

Framsókn og íhaldið?

Sveinn Elías Hansson, 25.2.2010 kl. 22:16

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þeir sem eru ánægðir með þessa stjórn verða náttúrulega að fá að vera það, en hún dugar ekki.  Þeir sem sjá það ekki eru veruleika fyrtir.

Ena leiðin til að skipa stjórn, er að kjósa.  Að ætla sér að fara að handvelja stjórn núna, þá fyrst færi hér allt til andskotans.  Og fyrir hvað er sjálfstæðisflokkurinn verri en aðrir flokkar.

Talandi um spillingu Jóhann.  Hvað hefur rolan hún Jóhanna verið að gera síðastliðið ár.  Hvað hefur siðblindinginn Steingrímur verið að gera síðast liðið ár. Hvað hefur hin sjálfumglaði pikaló verið að gera nú síðastliðið ár.

Hrólfur Þ Hraundal, 25.2.2010 kl. 22:30

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Steingrímur og Jóhanna hafa fallið á prófinu,  verða að segja af sér í kjölfarið.  Þau Bjarni Ben., Sigmundur og Birgitta hafa öll sýnt mikla þrautseigju í þessu máli og staðið vörð um hagsmuni Íslendinga, öfugt við VG og Samfó, sem sýnt hafa mesta dugleysi við stjórn landsins frá lýðveldisstofnun. 

Tilrauninni með hreina vinstri stjórn á Íslandi er lokið.  Það tók þjóðina ekki  langan tíma að komast að því  !!!

Sigurður Sigurðsson, 25.2.2010 kl. 22:34

7 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Hrólfur.

Þú segir að menn séu veruleikafyrrtir ef þeir sjái ekki að stjórnin sé handónýt.

Svo spyrð þú. Og fyrir hvað er sjálfstæðisflokkurinn verri en aðrir flokkar?

HALLÓ HALLÓ HALLÓ

Hvar hefur þú verið undanfarin ár? Hefur verið slökkt á heilabúinu í þér?

Talandi um að menn séu veruleikafyrrtir, maður sem virðist vera algjörlega blindur á GLÆPI sjálfstæðishyskisins undanfarin ár.

Hvað þarf til að þú rankir úr rotinu.

Þetta sem þú skrifar hlýtur að eiga að vera brandari.

Sveinn Elías Hansson, 25.2.2010 kl. 22:38

8 identicon

Rétt - kosningar !

 Sem skattborgari neita ég að greiða gjaldþrot mannsins í næsta húsi - einstaklingsins sem setti fyrirtæki sitt á hausinn !!

 Í einfaldleika sínum, er þetta kjarni málsins.

 Sammála Sigurði.

 Þau Bjafrni & Co., hafa unnið frábær verk !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 22:39

9 identicon

Hvaða ríkisstjórn er best fyrir þjóðina?

G.Reynir (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 23:07

10 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Kalli Sveinss áttu heima í Kópavogi?

Sveinn Elías Hansson, 25.2.2010 kl. 23:09

11 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Norska ríkisstjórnin væri best fyrir þjóðina.

Sveinn Elías Hansson, 25.2.2010 kl. 23:10

12 identicon

Nokkuð mikið til í þessu hjá þér Sveinn :-)

- Þjóðstjórn? Nei varla úr þessu.

- Utanþingsstjórn? Kannski.

- Utanþjóðarstjórn? Nýr vinkill :-)

Allavega tel ég fáa sem sitja á alþingi í dag eiga heima þar!

Björn (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 23:16

13 identicon

Hrólfur, þú spyrð fyrir hvað sjálfstæðisflokkurinn er verri en aðrir flokkar. Liggur það ekki í augum uppi? Undir Stjórn sjálfstæðisflokksins og einkavæðingarstefnu hans hefur hagkerfi Íslands farið á hliðina. Mörg gjaldþrot bæði fyrirtækja og einstaklinga hér á landi fara í flokk með stærstu gjaldþrotum mannkynssögunnar. Lán ákveðinna einstaklinga hafa verið afskrifuð í stórum stíl, og siðleysið og veruleykafirringin alger. Hvað er eðlilegt við það að einstaklingar fái fleiri hundruð milljarða lán frá banka til þess að kaupa hlutabréf í bankanum? Það liggur í augum uppi að enginn einstaklingur getur endurgreitt slíkt lán ef allt fer á versta veg, fyrir utan það að enginn einstaklingur hefur neitt við fleiri hundruð milljónir að gera. Hvað er eðlilegt við það að bankastjórar fái fleiri hundruð milljóna arðgreiðslur eða starfslokasamninga, frá fyrirtæki sem nokkru síðar er farið á hausinn?

Þetta var allt látið viðgangast undir stjórn sjálfstæðisflokksins.

Jóhann (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 23:51

14 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Utanþingsstjórn skal það verða gott fólk.

Sigurður Haraldsson, 26.2.2010 kl. 00:06

15 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Utanþjóðstjórn skal það vera, því íslendingar geta ekki og hafa aldrei getað stjórnað.

Sveinn Elías Hansson, 26.2.2010 kl. 00:09

16 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Frábært að lesa blogg Sveins E Hanssonar - ef þetta er viðhorf - þekking og reynsla allra stuðningsmanna stjórnarinnar og stjórnarinnar sjálfrar þá skýrir þessi ótrúlega víðáttumikla vanþekking aðgerðarleysi að hluta og hryðjuverk stjórnarinnar að öðrum hluta.

Það skal viðurkennt að aldrei hefði átt að taka upp regluverk Evrópusambandsins í bankamálum óbreytt.  Það er sniðið að Þýskalandi en ekki okkur.

Upphaf hrunsins átti sér sað í USA eins og Bandaríkjaforseti lýsti yfir á sínum tíma.

UTANÞJÓÐSTJÓRN?????  Væntanlega er átt við UTANÞJÓÐARSTJÓRN - hér birtist undirlægjuháttu einstakra landsmanna - sem vilja inn í sambandið - og vilja fleiri regluverk sem búið er að semja úti - fleiri fjármálaregluverk - nei takk -

svo kom það nýjasta frá nýlendukúgurunum - þótt fiskveiðistjórnunarkerfi okkar sé það besta sem þeir þekkja - þá eigum við samt að breyta því til samræmis við ÞEIRRA ÞARFIR --- NEI TAKK

Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.2.2010 kl. 09:35

17 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Sæll aftur.

Vandamálið við kosningar er hvað við kjósendur erum vitlaus. Aftur og aftur fáum við tækifæri til að gera e-ð róttækt en svo kjósum við sömu vitleysuna aftur....... smá ýkjur en samt.....!

Stóra vandamálið er náttúrulega aðstæðurnar sem stjórnin tók við í. Kannski gerum við okkur ekki fulla grein fyrir hversu illa við erum stödd og þá er ekki allt slæmt sem SJS og JS hafa gert en vissulega má alltaf gera betur... en hverjir þá?

Eysteinn Þór Kristinsson, 26.2.2010 kl. 09:37

18 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Gleymdi smávegis

er ekki verið og/eða búið að einkavæða 2 banka núna?

Hvað varðar krosslán til kaupa á Búnaðarbanka/Landsbanka á sínum tíma þér það rétt að það þarf að skoða - lánin virðast hafa verið veitt af einum bankastjóra í hvorum banka án þess að nokkur annar kæmi að - hvroko stjórnir bankanna nér ríkið - eigandi bankanna.

En að um hrundriði milljarða hafi verið að ræða er vægast sagt ofsagt.

Hrólfur - það þarf mjög yfirgripsmikla vanþekkingu eða mjög yfirgripsmikinn skort á ákveðnum eiginleikum til þess að geta verið ánægður með þessa stjórn.

Stjórnarandstaðan og Indefensehóurinn hafa bjargað miklu en þá ekki að halda í við gerræðis hækkanir og álögur ríkisins.

Núna eru svo fyrirtæki í eigu ríkisins að keppa við einkafyrirtæki - hvernig í ósköpunum á það að geta gengið upp???

Og svo semur ríkið um himinhá laun nefndarmanna í skilanefndunum -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.2.2010 kl. 09:47

19 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Ólafur.

Þér að segja þá er ég ekki stuðningsmaður þessarar handónýtu ríkisstjórnar.

Það sem ég skrifaði, var að ég var að benda Hrólfi á að sjálfstæðisflokkurinn væri nákvæmlega ekkert skárri en ríkisstjórnin(hann er jafnvel verri), einhvern veginn hefur þér tekist að misskilja það.

Það sem ég er að segja, er það að ALLIR já ALLIR stjórnmálaflokkar hér á landi eru gjörsamlega HANDÓNÝTIR, þeir hugsa aðeins um eitt, að vernda hag fjármagnseigenda.

Það besta sem gæti komið fyrir þetta auma samfélag sem hér er,  er að Norðmenn yfirtækju skerið, því okkur sjálfum er gjörsamlega fyrirmunað að stjórna þessu skeri. Þá á ég við ALLA,

Sveinn Elías Hansson, 26.2.2010 kl. 12:27

20 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Ólafur.

Voru þessir tveir bankar ekki hirtir upp í skuldir??

Ég veit ekki betur.

Sveinn Elías Hansson, 26.2.2010 kl. 12:28

21 identicon

Hérna eru greinlega margir stuðningsmenn gamla kolkrabbans sem vilja hjálpa honum að ná völdum aftur. Sigmundur og Bjarni ben vilja knésetja íslenskt efnahagslíf svo þeir eigi auðveldara með að hrifssa til sín öll verðmæti íslands aftur, allt í sínar hendur og við fáum að horfa á.

Bjöggi (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband